Heimilisritið - 01.03.1957, Side 62

Heimilisritið - 01.03.1957, Side 62
Ronct kipptist við í sæti sínu. Hún skildi núna, hvað bróðir hennar hugðist fyrir með tilraun sinni. „Rétt áðan," hélt Jim áfram, komu þrír ykkar hver í sínu lagi inn á þessa skrifstofu til þess að hitta mig inni á skurðstofunni. Sprautan lá fyrir allra augum. Morðingjanum fannst þeta tilval- ið tækifæri til að ná henni og fjarlæga þannig eina sönnunar- gagnið gegn honum." Hann gekk að lyfjaskápnum og tók upp sprautu. „Sjáið þið!" Hann benti á neðstu hilluna. Allir í herberginu fylgdu honum með augunum. Rona horfði einn- á hann og vissi þó alveg, hvað hún myndi sjá. Sprautan, sem Jim hafði látið hana setja vatnið í, var horfin. „Þama getið þið séð," sagði Jim, „hve þessi mistök morð- ingjans voru alvarleg. Hann gerði sér ekki grein fyrir því, að þetta hafði verið lagt upp í hendurnar á honum og að gildra hafði verið lögð fyrir hann. Hann gerði ein- mitt það, sem ég vildi að hann gerði. A þessu augnabliki er hann með sprautuna í vasanum og það verður ekki langt þangað til hann verður kominn með handjárn líka." Oliver stóð nú upp. Hann og Jim stóðu nú við skápinn og litu á mennina þrjá fyrir framan þá. Hugh Ellsworth sat enn á stól sínum og brosti hæðnislega. Dr. Broderick var náfölur og var úti á þekju og fitlaði annarlega við úrfesti sína. Gregory Venner var öskugrár í framan. Hann stundi,. stakk hendinni í vasann og tók. upp samanvafinn vasaklút. Ör- snöggt stakk hann handleggnum að úlnliðunum. „Ég myndi ekki vera að reyna nein apakattarlæti í yðar spor- um með þessa sprautu, Venner." Rödd Jims var hvöss og hörð. „Ég er hrædum um að það sé ekki annað en vatn í þessari sprautu, sem þér eruð með. Sprautan, sem dr. Knudsen not- aði, er á rannsóknarstofunni til efnagreiningar á innihaldinu, og þar kemur í ljós, hvort eitur er í henni. Hún mun reynast mikil- vægasta sönnunargagnið gegn yður í réttinum." Gregory Venner starði ótta- sleginn og með æðisgengnu augnaráði á lögreglumanninn. Vasaklúturinn féll úr hendi hans og málmhljóð heyrðist er hcmn datt á gólfið. Sprauta valt út á gólfið. Eins og örskot þaut Heath út á gólfið og tók upp sprautuna. Hann stóð við stól Venners og leit á hann. Augnaráðið var ís- kalt. 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.