Heimilisritið - 01.04.1957, Page 5

Heimilisritið - 01.04.1957, Page 5
kaupmennskunni sleppir, er. þó eitthvað eftir, eitthvað. sem er fullkomlega eðlilegt. Hver er á- stæðan fyrir því? UTAN Ameríku líta margir á þetta sem ósköp venjulegt amer- ískt fyrirbæri. Menn neita að trúa því, að unglingar í Evrópu snúist eins í þessu máli þegar þeir fá að sjá „Guðinn“. Billy Graham er búinn að fara víða, en það æði er liðið hjá. Rock and Roll-æðið hefur gripið um sig víða í Evrópu, en hefur f jarað út á skömmum tíma. Flestir halda að unglingar Norðurlanda séu ónæmir fyrir James Dean-æð- inu. En það er nú eitthvað ann- að. 1 Svíþjóð greip þetta æði um sig með svipuðum krafti og í Bandaríkjunum. Það er „eitt- hvað“ við James Dean, sem kem- ur tilfinningunum á hreyfingu. ÞAÐ er þetta „eitthvað“, sem sálfræðingar víða um heim hafa um langt skeið reynt að skil- greina. Þeir hallast ekki að því, að skýringin sé sú, að James Dean hafi verið ágætur leikari. Þeir telja það ekki heldur skýr- ingu, að hann hafi dáið 24 ára að aldri. Þeir álíta að þetta sé eitthvað dýpra, eitthvað tákn- rænt, sem veldur því að svo margir unglingar falla í dá fyrir Dean. James Dean var uppreisn- armaður, hvort sem það var af ástæðulausu eða ekki, hann var hinn óhamingjusami og óánægði drengur, rótlaus og stefnulaus, sem alltaf leitaði að einhverju öðru og meira. Hann var fáskipt- inn og þver í lund og nálgaðist það að vera mannhatari. Hann var draumamaður, sem tæpast lifði, og þá helzt í öðrum heimi. Æ fleiri hallast að þeirri skoð- un, að í honum sjái unglingarn- ir uppreisnarmanninn gegn eldri kynslóðinni og setji sig í spor hans í stað þess að stefna að per- sónulegu uppgjöri. Hver, sem ástæðan er, verður fróðlegt að sjá viðbrögðin hjá unglingum hér þegar myndir hans verða sýndar hér á landi. Þeir hafa án efa heyrt um James Dean, séð myndir af honúm og vafalaust hlæja þeir að við- brögðum amerískra unglinga. En þeir hafa ekki kynnzt James Dean — þeir eiga enn eftir að sjá kvikmyndirnar þrjár, sem hann lék í. * APRÍL, 1957 3

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.