Heimilisritið - 01.04.1957, Síða 8

Heimilisritið - 01.04.1957, Síða 8
aftur. Slíkt tekur tíma, venjuleg- ast 40 mínútur! Það er að segja hjá Rainier. . . . Ræðismaðurinn lét ekki bið- ina á sig fá. Hann var í góðum félagsskap, svo að þetta gerði ekkert til. Skyndilega heyrðust háværar raddir og fótatak hlaupandi manna, dyr opnuðust — og í fjarska — barnsgrátur. í sama mund voru dyrnar á bið- salnum rifnar upp og Rainier fursti kom með miklum asa inn í salinn. „Það er meybarn!“ æpti hann. „Pínulítil stúlka! Hún er dá- samlega falleg!“ Hann faðmaði greifafrú d’Ail- lieres að sér og kysti hana á kinnina. Hann faðmaði einnig greifann og ræðismanninn að sér. Þjónn nokkur, sem kom inn í salinn rétt í þessu, var næstum kominn í fagnandi faðm furst- ans. Rainier var frá sér numinn af gleði. „Hún er svo falleg!“ sagði hann hvað eftir annað. „Svo fal- leg, svo falleg!“ Grace talaði frönsku KLUKKAN var 9.27 þegar prinsessa Caroline Louise Mar- guerite fæddist sem Monaco- borgari númer 2.245. Fæðingin stóð í tæplega hálfa þriðju klukkustund. Það reyndist ekki nauðsynlegt að deyfa furstafrú Grace. Hinn frægi kvenlæknir, prófessor Emile Hervét frá París hafði sér til aðstoðar tvo aðra lækna, hjúkrunarkonu og ljós- móður. Hann sagði á eftir, að hann hefði sjaldan verið við jafn auðvelda og létta fæðingu. „Ég talaði við furstafrúna á meðan . . . á frönsku, já, því að furstafrúin sagði að hún vildi nota hvert tækifæri til að æfa sig 1 að tala frönsku.“ Caroline talaði einnig frönsku. öskrin í henni voru skerandi há og skaphiti Suðurlandabúans kom greinilega fram í þeim. „Það hljómaði eins og Ijúf tón- list í mínum eyrum,“ sagði pró- fessor Hervét á eftir. „Blessað barnið hefur ágæt lungu.“ Grace furstafrú var stilít, glöð og þreytt. „Ég er hamingjusöm að það skyldi vera stúlka,“ var það fyrsta sem hún sagði á eftir. Rainier og tengdamóðir hans, frú James B. Kelly frá Fíladel- fíu, höfðu beðið í hliðarherbergi við fæðingarstofuna. Rainier var óstyrkur á taugum. Frú Kelly var í fullkomnu jafnvægi. Hún hafði reynt þetta áður, því að hún á fimm barnabörn heima í Ameríku. Hinn persónulegi prestur furstans, faðir Francis Tucker, 6 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.