Heimilisritið - 01.04.1957, Síða 9

Heimilisritið - 01.04.1957, Síða 9
var einnig á næstu grösum. Þeg- ar hann heyrði að prinsessa væri íædd, sagði hann: „Afbragð! Konur geta ekki orðið munkar eins og allir vita!“ Séra Tucker hefur yndi af því að tala svona óvirðulega. Rainier tvístígur HINAR nákvæmu áætlanir, sem gerðar höfðu verið í sam- bandi við þennan atburð við hirðina, gerðu ráð fyrir því, að skotið yrði af fallbyssum frá Monaco-klettinum jafnskjótt og erfinginn væri fæddur. Lífverð- ir stóðu reiðubúnir í hallargarð- inum. En ekkert gerðist. Af ein- hverjum ástæðum var Rainier óráðinn í öllu og vissi ekki hvað gera skyldi, og það var ekki hægt að fá hann til að gefa hina nauðsynlegu skipun. — Hinar venjulegu 40 mínútur liðu, en á meðan hringdi frú Kelly í allar áttir og sagði tíðindin. Rainier brá fingri undir flibb- ann, klóraði sér í hnakkanum, kveikti í sígarettu, slökkti í henni aftur, tók nokkrar myndir af móður og barni, kveikti aft- ur í sígarettu . . . og féllst loks- ins á að taka ákvörðun og gefa skipanir. Hann átti líka að flytja ávarp í útvarpinu. En fyrst varð hann að skreppa inn til Grace og kíkja á dóttur sína. Maður einn, sem er nákominn hirðinni, andvarpaði: „Gallinn er sá, að hér semjum við hirð- siðina eftir því, sem þeirra er þörf.“ Á meðan stóð Rainier og glápti á Caroline, bráðfallegt meybarn, 3.730 grömm að þyngd, 51 sentimeter á lengd, með blá augu og ljósblátt hár. Hann brosti til Grace, sem var að drekka kjötseyði. . . . Fyrir utan hallargarðinn hafði fólk safnazt saman í hundraða- tali. Monaco er eins og smáþorp. Þar fréttist allt á svipstundu. Blaðamenn og ljósmyndarar frá öllum löndum heims fylgdust með gluggum og dyrum hallar- innar. Stóru amerísku útvarps- félögin National Broadcasting Corporation og Columbia Broad- casting System höfðu sjónvarps- og útvarpsfréttamenn á staðn- um. Klukkan var orðin 11. Útvarp- ið var fyrir löngu búið að til- kynna tíðindin. Fólkið var á- nægt en hikandi. Hvers vegna var ekki skotið úr fallbyssun- um? Skyndilega heyrðust skot- hvellir í öllu ríkinu og samtímis þeytti Aristóteles Onassis eim- pípuna á lystisnekkju sinni og undir tóku eimpípur annarra skipa í höfninni, meðal annars APRÍL, 1957 7

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.