Heimilisritið - 01.04.1957, Síða 20

Heimilisritið - 01.04.1957, Síða 20
Ævintýralegur flótti Það er ekki svo sjaldan, sem snarræði ok skjót hugsun hefur bjargað mönnum úr vanda. LJÓSHÆRÐA stúlkan, sem var í brezku leyniþjónustunni, lét eins og ekkert væri þegar þýzki varðmaðurinn nálgaðist hana. Hún stóð þarna, klædd í tötra, við nokkrar síldartunnur, sem megna fýlu lagði af, á bryggju í hafnarborginni Bor- deaux í Frakklandi. í einni þeirra var brezkur flugmaður, sem var að flýja. Það var þröngt fyrir hann í tunnunni og honum leið ekkert vel. „Hvað ert þú að gera hér?“ spurði varðmaðurinn hranalega. „Þú lítur ekki út fyrir að vera fiskistúlka.“ Hann beindi vél- byssu að henni og glápti á hana. Hún horfði rólega framan í hann og svaraði: „Ég þarf að færa þessar tunnur, og þú ættir að geta hjálpað, svona stór og sterkur.“ Þjóðverjinn gekkst upp við skjallið og lagði frá sér byssuna og hjálpaði henni að velta tunn- unum út á bryggjusporðinn. — Hún var dauðhrædd um að flug- maðurinn léti eitthvað til sín heyra á meðan. „Getum við ekki farið saman út í kvöld?“ spurði Þjóðverjinn og þurrkaði um leið svitann af enninu. „Jú, hittu mig í Café Fleurs klukkan átta,“ svaraði hún. Fulltrúi herraþjóðarinnar spíg- sporaði í burtu eins og montinn hani. Hann var búinn að fá stefnumót með fallegri stúlku, en hann vissi ekki að þessi blekking hennar hafði hjálpað brezkum flugmanni að komast undan. — Þegar hann kom á stefnumótið, voru bæði flug- maðurinn og stúlkan komin ör- ugglega um borð í fiskibát á leið til Englands. Hvað hafa margir bjargazt með því að beita blekkingunni 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.