Heimilisritið - 01.04.1957, Síða 44

Heimilisritið - 01.04.1957, Síða 44
izt,“ sagði Ken himinlifandi. — „Tvær uppáhalds stúlkurnar mínar!“ Kathy leit þrumulostin á mig. Og ég sá ótta speglast í augum hennar. „Ég óska þér til hamingju,“ sagði ég lágt. Hönd hennar skalf, þegar hún rétti hana í áttina ac Ken. En hann brosti ástúðlega til okkar beggja, þegar við fórum inn í borðstofuna. Þetta var hræðileg þolraun. Ég óskaði þúsund sinnum á með- an á máltíðinni stóð, að ég hefði ekki komið. Við vorum að byrja á ábætinum, þegar hringt var. Það var sjúkrahúsið — Ed gamla Watson hafði versnað og Ken var beðinn um að koma strax. Ósjálfrátt ýttum við bæði diskunum frá okkur og bjugg- umst til brottferðar. Kathy leit af Ken á mig — og aftur á Ken. „Verðurðu lengi?“ spurði hún. „Þú lofaðir í kvöld fyrir víst — það er síðasta sýning.“ „Get ekki sagt um það,“ sagði Ken snöggt og var skyndilega ekkert nema læknir. „Þú skalt ekki reikna með því í kvöld.“ „En Ken —•“ hún hljóp til hans og hékk í erminni hans. „Þetta er í þriðja sinn, sem þú —“ Rödd hennar brast. Ken dró hana að sér. „Mér þykir það leitt, elskan mín,“ sagði hann. „En ég verð að —“ Skyndilega varð hann þreytu- legur á svip. Hann sneri við, gekk inn í dagstofuna og fór að yfirfara innihaldið í töskunni sinni. Hann vill ekki fara, hugs- aði ég. Og allt í einu varð ég bál- vond. „Þér hefur skjátlazt,“ sagði ég við Kathy. „Ken er fyrst og fremst læknir — í öðru lagi mað- ur.“ Þá skildi Kathy það. Hún kipraði augun og varir hennar herptust saman. „Þú ert ösku- reið,“ hvíslaði hún. „Ég vissi, að þú myndir verða það.“ Ég svaraði ekki. Ég fór út með Ken og fyrirlitningin og reiðin ólgaði innra með mér. Hún var heimskur krakki með mikinn kynþokka — en skildi ekki hæt- ishót, hvaða kröfur starf Kens gerði til hans. Hún myndi grenja og kveina og nota auðvirðilega kvennaklæki til þess að fá hann til að vanrækja vinnu sína. Ken var svo trúgjarn — ef til vill myndi hann ekki sjá, hvað var að ske fyrr en um seinan. En hann verður að sjá, hugsaði ég í örvæntingu. Hann varð að sjá hana í réttu ljósi áður en hún eyðilegði allt — ekki aðeins fyr- ir mér, heldur einnig fyrir Ken. Ég var svo viss um, að hjóna- 42 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.