Heimilisritið - 01.04.1957, Side 51

Heimilisritið - 01.04.1957, Side 51
völd að allri minni óhamingju. Eða kannske það hafi verið hon- um að kenna — ef til vill gekk hann fyrir mig án þess að hugsa eða líta í kringum sig. Það mun ég aldrei fá að vita. Ég veit ekk- ert annað en að ég rakst á eitt- hvað — og stanzaði! Og maður- inn lá á götunni og hafði henzt út í rennustein. Ég stirðnaði upp af skelfingu áður en ég gat hugs- að eða hreyft mig . . . en aðeins eitt andartak. Síðan fór ég út og horfði í ofboði upp og ofan göt- una til þess að vita, hvort ég sæi einhvern eða eitthvað. Enn var dimmt og gatan auð. Ég leit á manninn, sneri honum örlítið og tók um púlsinn. Hann var lifandi — virtist hvergi brot- inn. En ég gat ekki sagt um neitt annað. Eins og vitfirrt mann- eskja leit ég í áttina að húsun- um í kring — alls staðar var myrkur. Og á meðan þessu fór fram hélt lága bitra röddin innra með mér áfram að lokka mig. . . . Það var ekki réttlátt, að þetta kæmi fyrir mig. Það hefði átt að koma fyrir hana — hún var drukkin. Hún var ekki fær um að keyra, en hún hafði heimtað það. Hún skyldi fá að táka út á það — hún skyldi fá að taka út á það með fyrirlitn- ingu Kens! Og skyndilega fór ég að hlusta og hlýða þessum hvíslandi djöfli innra með mér. Ég dró lífvana líkama hennar yfir í bílstjóra- sætið, — og fullvissaði mig síð- an enn einu sinni um, að eng- inn væri á ferli. Svo hljóp ég með öndina í hálsinum að næsta húsi og barði ákaft að dyrum. Það sem eftir var þessarar andstyggilegu nætur og allur dagurinn á eftir er eins og í þoku fyrir mér. Einhvern tíma sunnu- dagsins fengum við að vita, að maðurinn myndi ná sér. Hann reyndist vera einhver hr. Edgar Nevin, miðaldra járnvörukaup- maður, sem var á ferð í borginni í verzlunarerindum. Fyrir utan minniháttar skrámur hafði hann aðeins fengið heilahristing — og það var ekkert alvarlegt. Á MÁNUDAGSMORGUN var stutt yfirheyrzla fyrir umferða- dómstólnum — og þar upplifði ég hið hræðilega augnablik, þeg- ar ég sem eina vitnið gegn Kathy, varð að staðfesta það, sem skeð hafði. Þegar ég þurfti að ljúga undir eiði. . . leit Kathy á mig náföl og óttaslegin. Að sjálfsögðu var Ken með henni. Hann varð að vera henni til styrktar — ég vissi það. Nevin var þarna líka og öllum til mik- illar undrunar vildi hann ekki kæra. Hann kvaðst hafa hagað APRÍL. 1957 49

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.