Heimilisritið - 01.04.1957, Page 55

Heimilisritið - 01.04.1957, Page 55
Hneykslið var forsíðufrétt í borgarablaðinu og þar voru jafn- 'vel birt bréf frá lesendum, sem voru æfir yfir því, að ég var ekki sett í fangelsi. „Þar og hvergi annars staðar á slík kona heima, kona, sem dirfist að bera hin hvítu einkennisklæði líknareng- ilsins . . .“ ritaði einn þeira. Þessa síðustu ömurlegu daga, sem ég dvaldi í Somervale, var Kathy eina manneskjan, sem mælti vingjarnlegt orð til mín — stúlkan, sem ég hafði ætlað að steypa í glötun. „Mig langar bara til þess að láta þig vita, að ég bið fyrir þér, Janet,“ sagði hún í símann með sinni mildu, telpulegu rödd. . . . NÚ HEF ég verið hér í Fort Holt í tvö ár og unnið á Rönt- gen-rannsóknarstofu. Og ég hefi haft nægan tíma til þess að kom- ast 1 skilning um ástina, sem var á milli þeirra — Ken og Kathy — að skilja, að hún er í því fólg- in, að bera meiri umhyggju fyr- ir hamingju þess, sem maður elskar en nokkru öðru í öllum heiminum. Ég veit nú, að til- finningar mínar gagnvart Ken voru ekki af þeim toga spunnar — vegna þess, að ég var alltaf að vasast í öðru: frama, áliti og þess háttar. í rauninni var Ken imynd þess lífs, sem ég þráði. — Ég hafði greypt hann inn í drauma mína og án þess að gera sjálfri mér það ljóst, hafði ég reiknað með, að ég ætti hann. Þetta lætur illa í eyrum, en ég hef orðið að horfast 1 augu við það. Ég hefði ekki viljað Ken ef ég hefði orðið að horfa á bak draumunum, sem ég hafði flétað hann inn í. Þarna sérðu, það var aldrei sönn ást. Ég veit það vegna þess, að ég hef fundið hina sönnu ást alveg eins og Ken sagði, að einhvern tíma ætti fyrir mér að liggja. Við Les höfum verið gift í þrjár vikur og alt, sem Ken sagði í bréfinu var satt. í henni er fólg- inn dýrðlegur óður, ástríðubál og dýrð, sem engin orð eru til yfir. Það var allt satt nema ef til vill sú lýsing á ástinni, að í sam- bandi við hana kæmist hvorki skynsemi né rökhyggja að. Þó er samband okkar Les ekki þannig. Les er efnafræðingur. Hann er sterkur og öruggur, stór vexti og hugprúður. Hann er húsbóndinn á heimilinu. Hann setur ekki allt traust sitt á mig — nema hvað viðvíkur ást minni, trausti til hans og þörf minni fyrir hann. Mér finnst ég kunna vel við að hafa það þann- ig. Þannig ættu öll hjónabönd að vera. * APRÍL, 1957 53

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.