Heimilisritið - 01.04.1957, Síða 63

Heimilisritið - 01.04.1957, Síða 63
merkilegan stað?“ sagði hún. „Hún fór inn 1 veitingahús og settist þar ein. Og þér voruð af- ar vonsvikinn. Og forvitinn. Svo þér settust hjá henni, og þið tókuð tal saman.“ Jake brosti. „Öldungis rétt,“ sagði hann. „Hvert höldum við svo?“ „Á þessa andstyggilegu lög- reglustöð?“ stakk hún upp á. Jake hristi höfuðið. „Nei. Á ég að segia yður frá grun mínum?“ „Ó . . . gerið það.“ „Þessi stúlka, sem ég elti frá vissri skrifstofu til Desmonde Mansions nr. 7 . . . þessi June Gaymer . . . vissi, að henni var veitt eftirför. Og þegar hún kom inn og leit út um glugga og sá mig doka við fyrir utan, varð hún smeyk. . . .“ Jake hallaði sér áfram. „Þér skiljið, þessi June er ekki slæm- ur unglingur. Hefur bara lent 1 slæmum félagsskap. Og hana langaði til að losna frá þessu öllu saman. Hún vildi hverfa af þessari braut og byrja betra líf.“ „Og svo“ — sú ljósa horfði fast á hann. „En það var ekki svo auðvelt að framkvæma það. Það beið náungi úti til að halda áfram eftirförinni, jafnskjótt og hún kæmi út. Hún áleit, að bezta ráðið væri að ginna blóðhundinn 1 burtu með tálbeitu, Svo hún fengi tíma til að komast undan og hverfa, sjáið þér?“ „Athyglisverð tilgáta,“ sagði sú ljóshærða. Jake virti hana fyrir sér, er hún kinkaði kolli. „Jane átti vinkonu, eða eldri systur — einhverja, sem vildi mikið leggja í sölurnar fyrir hana, og vildi reyna að forða henni frá vandræðum,“ hélt Jake áfram. „Svo vinkonan, eða eldri systirin, fór 1 rauðu dragt- ina, hvíta hattinn og hvítu skóna, og tók meira að segja hvíta veskið — og fékk sér gönguferð.“ Sú ljóshærða virtist dálítið taugaóstyrk. „Og blóðhundurinn elti hana náttúrlega, en skildi June litlu eftir, svo hún gæti hypjað sig burt óáreitt?" „Einmitt það, sem ég vildi sagt hafa,“ sagði Jake. „Hvernig lízt yður á þetta hjá mér?“ Hún þagði andartak. Þegar hún leit upp, voru augu hennar rök. „June er yngri systir mín,“ sagði hún. „Mér þykir afar vænt um hana. Ég varð að gera þetta. Hvað verð ég þá — meðsek eða eitthvað svoleiðis?“ Jake brosti. „Ég hef aldrei heyrt um nein lög, sem bönnuðu stúlku að fá lánuð föt systur sinnar.“ Þegar hún leit á hann aftur . JÚNf, 1957 61

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.