Heimilisritið - 01.04.1957, Síða 64

Heimilisritið - 01.04.1957, Síða 64
var forvitni í augum hennar. „Það var skarplega gert af yður að finna þetta út,“ sagði hún. „Hvernig vissuð þér, að stúlkan, sem kom út úr Desmonde Man- sions, var ekki sú sama, og fór inn?“ „Ja,“ sagði Jake, „það er nú svona. Þegar maður veitir stúlku eftirför, sér maður ekki annað en baksvipinn. En maður sér líka svipinn á þeim, sem koma á móti manni. Sú ljósa hleypti brúnum. „Karlmenn líta alltaf á stúlk- ur. Ef hún er aðeins venjuleg í útliti, líta þeir aðeins lauslega á hana. Ef stúlkan hefur eitt- hvað töfrandi í fari sínu, horfa þeir fast og lengi, sjáið þér. Þegar ég elti June, litu menn ekki á hana, eins og þeir litu á yður . . . fast og lengi.“ Hún roðnaði, og Jake bætti við: „Eins og ég lít á yður núna.“ Hún sagði: „Svo þér ætlið ekki að taka mig fasta?“ „Ég veit ekki,“ sagði Jake. „Fyrst held ég að ég ætli að taka yður með út að borða hádegis- verð.“ * Engin sölutregða Skotar tvcir voni að fara til veðrciða og höfðu mcð sér kíít af viský, sem þcir ætluðu að selja þar. Áður en þeir lögðu af stað, kom þeim saman um, að hvonigur þeirra skykli taka nokkurn sopa nema borga fyrir. Nú ganga þeir um stund, nema svo staðar og hvíla sig. Annar hafði á sér þrjú pence, hinn ekki eyri. Sá sem pencin átti fær sér nú einn sopa og borgar hinum fyrir hann mcð þessum aurum. Nú verður hinn brátt þyrstur líka, tekur upp þrjú pence, fær sopa og borgar. Þannig héldu þeir áfram, þangað til allt viskýið var drukkið upp til agna. Þá fóru þeir að telja saman tekjurnar og urðu ekki lítið hissa, þegar í ljós kom, að þcir höfðu ekki nema þrjú pence til samans. 62 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.