Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 8

Fréttatíminn - 19.04.2013, Side 8
Guðrún Dadda Ásmundardóttir Saman getum við tryggt arð af auðlindum og haldið þeim í þjóðareigu Nýr fjórhjóladrifinn Mitsubishi Outlander er ríkulega búinn staðal- og þæginda búnaði sem ásamt nýrri tækni eykur öryggi og veitir þér nýja aksturs upplifun. Má þar nefna hraðastilli með fjarlægðarskynjara, akreinavara og árekstrarvörn sem allt er staðalbúnaður í grunngerðinni Intense. HANNAÐUR FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUROutlander kostar frá 6.190.000 kr. Intense 4x4, bensín, sjálfskiptur Nýr Mitsubishi Outlander HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði mitsubishi.is Kynntu þér f rábært verð á nýjum Outlander sem eyðir að eins frá 5,5 l/100 km. S amanlagt hlutfall kvenna á framboðslistum allra flokka, nema Dögunar, er lægra en karla sé miðað við fimm efstu sætin. Sé aðeins litið á oddvitasæti er stað- an hjá Sjálfstæðisflokki, Samfylk- ingu, Bjartri framtíð, Regnboganum, Framsóknarflokki, Lýðræðisvakt- inni og Flokki heimilanna nákvæm- lega sú sama – tvö oddvitasæti af sex eru skipuð konum. Hjá Vinstri Græn- um og Dögun skipa fjórar konur odd- vitasæti og tveir karlar. Hjá Pírötum eru kynjahlutföll oddvitasæta jöfn en hjá Hægri grænum leiðir ein kona framboðslista. Allir flokkarnir, að Dögun undan- skilinni, eiga það sameiginlegt að karlar eru í meirihluta þeirra sem efstu fimm sætin skipa. Hjá Dög- un eru kynjahlutföllin jöfn og segir Gyða Margrét Pétursdóttir kynja- fræðingur þá stöðu vera fagnaðar- efni. Gyða Margrét segir helst hægt að skýra þennan mun á f jölda kvenna og karla á framboðslistum með ólíkri samfélagslegri mótun kynjanna og ólíkum hugmyndum fólks um hlutverk kynjanna. Ekki sé víst að aukinn hlutur kvenna á þingi muni sjálfkrafa stuðla að auknu jafnrétti karla og kvenna. Til þess að stuðla að jafnrétti þurfi femíníska sýn sem bæði karlar og konur geta tileinkað sér. Ekki er þó þar með sagt að jöfn hlutföll skipti ekki máli því samkvæmt rannsóknum séu konur líklegri en karlar til að berj- ast fyrir femínískum málefnum og því skipti höfðatala og hugmynda- fræði máli. „Konur sem fyrirmyndir á þingi skipta máli fyrir aðrar kon- ur sem áhuga hafa á að feta sömu braut,“ segir Gyða Margrét. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is  KoSningar Kynjahlutföll á framboðSliStum til alþingiSKoSninga 2013 Fleiri konur í oddvita- sætum nú en 2009 Sam- fylking Sjálf- stæðis- flokku Fram- sókn Vinstri Grænir Björt Framtíð Píratar Hægri grænir Flokkur heimil- anna Lýðræð- isvaktin Sturla Jónsson Dögun Alþýðu- fylkingin Lands- byggðar- flokkurinn Húman- istaflokk- urinn Regn- boginn 5 4 3 2 1 0 Skipting oddvitasæta framboða til alþingiskosninga 2013 eftir kynjum Sam- fylking Sjálf- stæðis- flokku Fram- sókn Vinstri Grænir Björt Framtíð Píratar Hægri grænir Flokkur heimil- anna Lýðræð- isvaktin Sturla Jónsson Dögun Alþýðu- fylkingin Lands- byggðar- flokkurinn Húman- istaflokk- urinn Regn- boginn 19 18 17 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 Skipting fimm efstu frambjóðenda framboða til alþingiskosninga 2013 eftir kynjum Hlutfall kvenna í oddvitasætum á framboðslistum er nú 37% á móti 63% hlutfalli karla. Í síðustu alþingiskosningum sátu konur í 30% oddvitasæta. Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur telur þetta vera framför sem beri að fagna en að mikilvægt sé að halda áfram að auka hlut kvenna. 26  Karlar  Konur  Karlar  Konur Ölgerð Egils Skallagrímssonar fagnaði í vikunni aldarafmæli sínu. Tómas Tómasson stofnaði fyrir- tækið í kjallara Þórshamars við Templarasund, en tímamótanna var einmitt minnst þar. Í upphafi var fyrirtækið starfrækt í tveimur her- bergjum í kjallara hússins, sem Al- þingi á í dag. Í dag eru höfuðstöðvar þess við Grjótháls í Reykjavík. Á blaðamannafundi á miðvikudag var kynntur nýr söguvefur Ölgerð- arinnar þar sem farið er yfir hundr- að ára sögu fyrirtækisins í máli og myndum. Vefinn má finna á 100ara. olgerdin.is. Þá tilkynntu Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Andri Þór Guðmundsson for- stjóri að fyrirtækið ætlaði að beita sér sérstaklega í ýmsum sam- félagsverkefnum á afmælisárinu. „Við störfum af ábyrgð og það er hluti af okkar starfi að sinna sam- félaginu og þakka fyrir okkur með því að gefa til baka. Á afmælisárinu munum við vinna að 100 verkefnum sem snúa að ábyrgð okkar gagnvart samfélaginu og veitum 100 milljón- um króna í margvísleg verkefni,“ segir Andri Þór Guðmundsson í til- kynningu.  atvinnulíf StórfyrirtæKi á tímamótum Ölgerðin hundrað ára Starfsfólk Ölgerðarinnar endurskapaði andrúmsloftið frá því fyrirtækið var stofnað fyrir hundrað árum á blaðamannafundi í vikunni. Ljósmynd/Hari 8 fréttir Helgin 19.-21. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.