Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Síða 16

Fréttatíminn - 19.04.2013, Síða 16
RENAULT KANGOO DÍSIL EYÐSLA 4,9 L / 100 KM* VINSÆLIR ENDA SPARNEYTNIR ATVINNUBÍLAR RENAULT TRAFIC DÍSIL EYÐSLA 6,9 L / 100 KM* RENAULT MASTER DÍSIL EYÐSLA 8,0 L / 100 KM* E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 5 6 4 * E yð s la á 1 0 0 k m m ið a ð v ið b la n d a ð a n a k s tu r. BL ehf. Sævarhöfða 2 / 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – Bílasala Akureyrar / 461 2533 www.renault.is RENAULT – Í LIÐI MEÐ ATVINNUREKENDUM Í 100 ÁR. Það er ekki að undra að Renault sé stærstur á sviði sendibíla í Evrópu. Eftir meira en 100 ár í bransanum vita þeir hjá Renault hvað skiptir máli þegar bíllinn er vinnustaðurinn þinn: áreiðanleiki, sveigjanleiki og ekki síst þægindi. TRAFIC STUTTUR VERÐ FRÁ: 3.418.327 KR. ÁN VSK. 2,0 DÍSIL - 115 HÖ VERÐ: 4.290.000 KR. M. VSK. MASTER MILLILANGUR VERÐ FRÁ: 4.292.821 KR. ÁN VSK. 2,3 DÍSIL - 125 HÖ VERÐ: 5.390.000 KR. M. VSK. KANGOO II EXPRESS VERÐ: 2.541.833 KR. ÁN VSK. 1,5 DÍSIL - 90 HÖ VERÐ: 3.190.000 KR. M. VSK. Fullyrt: Unnt er að leggja „hvalrekaskatt“ á hagnað bankanna. Hver: Dögun, Lýðræð- isvaktin o.fl. Staðreynd: Stjórnar- skrá lýðveldisins bannar afturvirka skattlagn- ingu. Þar með er úti- lokað að skattleggja frekar en orðið er þann hagnað sem þegar hefur myndast í bönkunum. En ýmsir viðbótar- skattar voru lagðir á banka á kjör- tímabilinu. Fyrir utan venjulegan tekjuskatt hlutafélaga (nú 20% af hagn- aði) greiða bankar og fjármála- fyrirtæki fjársýsluskatt (6,75% af launagreiðslum), sér- stakan fjársýsluskatt (6% á hagnað umfram 1.000 milljónir á ári), og sérstakan skatt (um 0,13% af heildarskuldum á efnahagsreikningi). Fleiri skatta mætti vita- skuld leggja á, en þeir yrðu aðeins framvirkir, ekki afturvirkir. Fullyrt: Unnt er að skattleggja hagnað kröfuhafa af verslun með kröfur í hina föllnu banka. Hver: Framsóknar- flokkurinn, Flokkur heimilanna o.fl. Staðreynd: Ef kröfu- hafinn er erlendur greiðir hann ekki skatta á Íslandi heldur í því landi þar sem hann skilar skatt- framtali. Ef kröfuhafinn er innlendur greiðir hann tekjuskatt af hagnaði af verslun með kröfur. Ekki er unnt að skattleggja slíkan hagn- að afturvirkt umfram það sem orðið er, enda bannar stjórnarskráin aftur- virka skattlagningu. Hins vegar er að öllum líkindum gerlegt að taka útgönguskatt af krónum sem erlendir kröfuhafar eignast en vilja skipta yfir í gjaldeyri og fara með úr landi. Slíkan skatt þarf þá að setja á með lögum áður en létt verður á höftunum og útgreiðslur heimilaðar. Fullyrt: Hagvöxtur frá 2009 hefur verið neikvæður. Hver: Flokkur heimil- anna. Staðreynd: Verg landsframleiðsla dróst saman frá 2009-2010 um 4,1%. Síðan hefur verið jákvæður hagvöxtur, um 2,9% 2010-2011 og 1,6% 2011-2012, samkvæmt nýjustu áætl- un Hagstofunnar. Verg landsframleiðsla var lítillega meiri 2012 en 2009, á föstu verðlagi. Fullyrt: Erlendar skuldir ríkissjóðs eru vandamál. Hver: Framsóknar- flokkurinn Staðreynd: Skuldir ríkissjóðs eru vissulega miklar, og áhyggjuefni, en bróðurpartur þeirra er í krónum. Erlendu skuldirnar eru einkum vegna gjaldeyris- forða og ríkið á eignir í gjaldeyri á móti þeim. Skuldir ríkissjóðs eru að stærstum hluta til komnar vegna gjald- þrots Seðlabankans, vegna endurreisnar bankanna og vegna upp- safnaðs halla á ríkissjóði í kjölfar tekjusamdráttar í hruninu. Fullyrt: Bankar hafa ótakmarkaðar heimildir til að búa til peninga. Hver: Dögun Staðreynd: Bankar starfa innan ramma reglna sem Seðlabanki og Fjármálaeftirlitið setja. Með- al annars er kveðið á um svokall- aða bindi- skyldu, þar sem bönk- um ber að leggja tiltekið hlutfall innlána inn á reikning hjá Seðlabank- anunm, lausafjárhlut- föll og eiginfjárhlutföll. Þessar reglur takmarka hversu mikið bankar geta „gírað“ eigið fé sitt í útlánastarfsemi. Bankar hafa því ekki ótakmarkaðar heimildir til að lána út („búa til“) peninga. Fullyrt: Í Evrópu borgarðu íbúðina rúm- lega einu sinni, á Íslandi rúmlega tvisvar. Hver: Samfylkingin Staðreynd: Það hversu oft við borgum íbúðina okkar ræðst af raunvöxtum, þ.e. vöxt- um umfram verðbólgu. Verðbólgan sjálf kemur á endanum ekki inn í jöfnuna enda er hún bæði fyrir ofan strik (í íbúða- verðinu) og neðan (í greiðslum af láninu). Ef miðað er við 40 ára íbúðalán með jafn- greiðslum (eins og hér tíðkast) þá greiðum við 1,46 íbúðir ef raunvextir eru 2% en 2,24 íbúðir ef raunvextir eru 4,7% eins og nú bjóðast hjá Íbú- ðalánasjóði. Munurinn er nær því að vera 50% en 100% eins og gefið er í skyn. Fullyrt: Lækka má skatta svo sem tekju- skatt, virðisaukaskatt, veita má skattaaf- slátt sem nota má til að greiða inn á hús- næðislán, og lækka má bensínverð og þar að auki að leggja af eða a.m.k. lækka veiðigjald- ið verulega. Hver: Sjálfstæðiaflokk- urinn Staðreynd: Sjálf- stæðisflokkurinn heldur þessu fram en segir hins vegar lítið sem ekkert um hvernig á að skera nið- ur á móti; ef eitthvað vill hann fremur auka út- gjöld en minnka þau. Dæmið gengur því alls ekki upp, jafnvel þótt menn héldu að ein- hver hagvaxtaraukning fylgdi skattalækkunum, sem er umdeilanlegt. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Stjórnmál Fullyrðingar og Staðreyndir í koSningabaráttunni Fullyrðingar sem standast ekki skoðun Flokkarnir sem bjóða fram til Alþingis keppast um að ná athygli kjósenda. Margir nota til þess upphrópanir og fullyrðingar sem við nánari skoðun ýmist standast einfaldlega ekki, eru byggðar á rangfærslum eða jafnvel vanþekkingu á málefninu. Fréttatíminn tók saman nokkrar af þessum fullyrðingum og leitaði til ýmissa sérfræðinga til að leggja á þær mat. Samkvæmt því erum við ekki að borga íbúðina okkar tvisvar, ekki er hægt að leggja svokallaðan „hvalrekaskatt“ á hagnað bankanna, erlendar skuldir eru ekki vandamál og skattalækkanir borga sig ekki sjálfar. 16 fréttaskýring Helgin 19.-21. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.