Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Page 49

Fréttatíminn - 19.04.2013, Page 49
Penélope Cruz er andlit sænska tískurisans Lindex fyrir vorlínu fyrirtækisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikkonan situr fyrir hjá þekktum merkjum en hún hefur áður verið andlit Ralph Lauren, Mango og Ĺ Oreal. „Ég hef haft ótrúlega gaman af því að vera fyrirsæta fyrir stóra alþjóðlega tískukeðju eins og Lin- dex. Mér líkar sérstaklega við það hve línan hæfir mínum stíl vel, „ segir Penélope Cruz. Síðan hún sló í gegn árið 1997 hefur Penélope leikið í fjölda þekktra kvikmynda eins og All About My Mother ásamt mynd Pedro Almodóvar, Volver árið 2006. Hún hlaut óskarsverðlaun sem besta leikkona í aukahlut- verki fyrir hlutverk sitt sem María Elena í kvikmynd Woody Allen, Vicky Cristina Barcelona. Penélope hefur starfað sem sjálfboðaliði í Úganda og Ind- landi fyrir Stofnun Móður Teresu og gaf hún launin sem hún fékk fyrir fyrstu Hollywood-kvikmynd- ina sína The Hi-Lo country, til stofnunarinnar. Herferðirnar þrjár hjá Lindex byggja á sögu þar sem stjörnunni er fylgt yfir helgi. Föstudags- kvöldið er hin fullkomna veisla með glæsileika, rauðum dregli og ljósmyndurum. Á laugardeg- inum sjáum við Penélope slaka á í sínu nánasta umhverfi, klædd sínum uppáhalds flíkum. Í loka- herferðinni fylgjum við Penélope, íklæddri aðalflíkum sumarsins, í sérstakan sunnudagsmorgunmat á heimili við Miðjarðarhafið. tíska 49Helgin 19.-21. apríl 2013 er ódýrara! 15% AFSLÁTT UR Gildir fyrir allar pakkningastærðir og styrkleika af Nicotinell Fruit facebook.com/cocacolalight M A R C J A C O B S is a tr ad em ar k ow ne d by M ar c Ja co bs T ra de m ar ks , L LC . C oc a- C ol a lig ht is a re gi st er ed tr ad em ar k of T he C oc a- C ol a C om pa ny . © 2 01 3 Th e C oc a- C ol a C om pa ny .  Tíska spænsk leikkona og sænsk verslun Cruz er nýtt andlit Lindex Penélope Cruz situr fyrir í þremur nýjum auglýsingaherferðum Lindex. Hún var fyrsta latneska leikkonan til að fá óskarsverðlaun. Penélope Cruz segir að vorlína Lindex sé í takt við hennar eigin stíl.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.