Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.04.2013, Qupperneq 52

Fréttatíminn - 19.04.2013, Qupperneq 52
52 skák og bridge Helgin 19.-21. apríl 2013  Skákakademían ÆSiSpennandi keppni RimaSkóla og álfhólSSkóla Strákarnir úr Kópavogi Íslandsmeistarar! S káksveit Álfhólsskóla úr Kópavogi vann sigur á gríðarlega spennandi Íslandsmóti barnaskóla-sveita sem fram fór í Rimaskóla um helgina. Skáksveit Rimaskóla varð í öðru sæti og skáksveit Hraunvallaskóla úr Hafnarfirði tók þriðja sætið. Sveitir Álfhólsskóla og Rimaskóla höfðu allmikla yfirburði. Eftir fyrri dag mótsins voru sveitirnar jafnar og efstar með 16 vinninga í 20 skákum. Í sjöttu umferð unnu þær báðar 3-1 og í sjöundu og áttundu umferð lögðu þær báðar andstæðinga sína 4-0. Þær voru því hnífjafnar fyrir lokaumferðina, en þá sigraði Álfhólsskóli sveit Ölduselsskóla 4-0 en Rimaskóli vann Melaskóla 3-1. Þar með var ljóst að Álfhólsskóli hafði varið titilinn. Álfhólsskóli hlaut 31 vinning í 36 skákum, Rima- skóli 30, og svo voru sjö vinningar í næstu sveitir sem voru Hraunvallaskóli úr Hafnarfirði og Hörðuvalla- skóli með 23 vinninga. Hraunvallaskóli hlaut þriðja sætið. Geysigóður árangur hjá þessari sveit sem hefur aldrei áður tekið þátt á mótinu. Rimaskóli varð efst b-sveita en Salaskóli varð efst c-, d-, e- og f-sveita sem segir margt um þá miklu breidd sem kennarinn og skákifrömuðurinn Tómas Rasmus hefur byggt upp í skólanum. Menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, afhenti verðlaunin á mótinu, en keppendur voru alls um 200. Sigursveit Álfhólsskóla skipuðu Dawid Kolka, Felix Steinþórsson, Guðmundur Agnar Bragason og Oddur Þór Unnsteinsson. Þjálfari og liðstjóri Íslands- meistaranna er Lenka Ptacnikova stórmeistari, sem náð hefur frábærum árangri sem skákkennari barna. Skemmtilegt skákmót í Stykkishólmi Á morgun laugardag verður mikil skákhátíð í grunnskólanum í Stykkishólmi, en þá fer Árnamessa fram í fjórða sinn. Skákdeild Fjölnis stendur að þessu skemmtilega krakkaskákmóti, sem haldið er til minningar um Árna Helgason, heiðursborgara í Stykkishólmi, sem lést árið 2008. Veglega er staðið að Árnamessu. Boðið er upp á rútuferð frá BSÍ klukkan 9.30 á laugardagsmorgun og aftur frá Stykkishólmi seinni partinn. Öllum þátt- takendum verður boðið upp á pylsuveislu fyrir mót og einnig ókeypis veitingar í skákhléi. Í skákhléi verður einnig spurningakeppni skákfélaga þar sem keppt er um veglegan verðlaunagrip. Tefldar verða sex umferðir á skákmótinu og í lok mótsins hefst mikil verðlaunahátíð því að rúmlega 30 verðlaun og happadrættisvinningar verða í boði fyrir sigurvegara og heppna þátttakendur. Keppt er í þremur flokkum, eldri og yngri flokk og flokki Snæ- fellinga. Sigurvegari hvers flokks fær eignarbikar að launum. Verð fyrir þá sem koma með rútunni er 2000 kr. Aðrir greiða 500 kr. Boðsgestir eru skákmeistarar Álfhólsskóla, Rimaskóla og Hraunvallaskóla sem urðu í 1.-3. sæti á Íslandsmóti barnaskólasveita. Til- valið að demba sér í skák- og skemmtiferð í Hólminn! Skákþrautin Svartur leikur og vinnur. Allt er á tjá og tundri á taflborðinu, en hér lumar svartur á óvæntum og lúmskum leik. Hvað gerði Adianto gegn Van den Doel? U m síðustu helgi fór fram Íslands-mótið í tvímenningi. Þátttaka var í dræmari kantinum, en flest sterk- ustu pörin mættu á svæðið. Mótið var mjög jafnt og 8 pör sátu á einhverjum tímapunkti í efsta sæti. Eftir harða baráttu röðuðu lands- liðspörin sér í efstu sætin. Röð efstu para: 1. Bjarni Einarsson – Aðalsteinn Jörgensen 2232 2. Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 2172 3. Ómar Olgeirsson – Ragnar Magnússon 2096 4. Ásgeir Ásbjörnsson – Hrólfur Hjaltason 2071 5. Valgarð Blöndal – Valur Sigurðsson 2059 6. Gunnlaugur Karlsson – Magnús E. Magnússon 2014 7. Páll Valdimarsson – Kristján Blöndal 2005 8. Guðjón Sigurjónsson – Vignir Hauksson 1982 Alls tóku 32 pör þátt í mótinu og tókst það í alla staði vel. Í spili dagsins sjáum við handbragð Íslands- meistaranna í AV en Kjartan Ásmundsson og Stefán Jóhannsson eru í andstöðunni. Vestur gefur, enginn á hættu ♠10 ♥G976 ♦ÁKDG5 ♣G109 ♠ÁD8762 ♥-- ♦7643 ♣K86 ♠ K5 ♥ AD853 ♦ 9 ♣ ÁD753 ♠ G943 ♥ K1042 ♦ 1082 ♣ 42 n S V a Vestur Norður Austur Suður 1 hjarta 2 tíglar 3 hjörtu 3 spaðar 4 hjörtu dobl pass /// Harka í sögnum skilaði sigurvegurunum mörgum stigum, en hér fóru þeir í þunnt geim sem norður doblaði. Samningur- inn virðist við fyrstu sýn fara niður vegna slæmrar tromplegu, en spilið má vinna með vandaðri spilamennsku. Útspilið var ♠A, sem fylgt var eftir með ♦K sem sagnhafi trompaði. Sagnhafi lagði næst niður ♥A og sá hina slæmu tromplegu. Í kjölfarið spil- aði hann hjarta á tíuna og svínaði laufi. Tók næst ♣A og trompaði laufið frítt. Næst var spaða spilað að kóngnum sem suður tók á ♠A. Suður reyndi að stytta sagnhafa með því að spila tígli, en það dugði ekki til. Sagn- hafi spilaði einfaldlega laufum og norður fékk aðeins einn slag á tromp. Spilið gaf sigurvegurunum 29 stig af 30 mögulegum. Síðasta þriðjudagskvöld hófst fjögurra kvölda tvímenningskeppni Sushi Samba í BR. Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingv- arsson fóru geyst af stað og voru með rúm- lega 75% skor þegar ein umferð var eftir. Þá rákust þeir á vegg og þurftu að láta efsta sætið af hendi eftir annars ótrúlega frammi- stöðu framan af. En mótið er rétt að byrja og ljóst að hart verður barist næstu þriðjudags- kvöld. Staðan eftir eitt kvöld af fjórum í Sushi Samba tvímenningnum: 1. Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson 322,4 (64 %) 2. Gunnlaugur Karlsson – Kjartan Ingvarsson 319,1 3. Vignir Hauksson – Guðjón Sigurjónsson 290,2 4. Bergur Reynisson – Stefán Stefánsson 279,9 5. Valgarð Jakobsson – Björgvin Sigurðsson 278,2 Búið er að velja landsliðin sem keppa fyrir Íslands hönd á norðurlandamótinu í Bridge sem fer fram á Íslandi í lok maí. Í opnum flokki; Jón Baldursson – Þorlákur Jónsson, Bjarni Einarsson – Aðalsteinn Jörgensen og Guðmundur Snorrason – Ragnar Her- mannsson. Í kvennaflokki; Anna Ívarsdóttir – Guð- rún Óskarsdóttir, Bryndís Þorsteinsdóttir – María Haraldsdóttir og Ólöf Þorsteinsdóttir – Svala Pálsdóttir. íslandsmótið í sveitakeppni hefst fimmtu- daginn 25. apríl og verður spilað í Perlunni. Í næstu viku verður umfjöllun um hverjir eru líklegir til að láta að sér kveða.  BRidge íSlandSmótið í tvímenningi Landsliðspörin röðuðu sér í efstu sætin Lausn: 1.... Bd1! 2.Dxd1 Dxf2 skák og mát! Landmark leiðir þig heim! * Starfsemi Landmark byggir á öflugum mannauði sem veitir afburðaþjónustu! Okkur er sönn ánægja að sjá um þín fasteignaviðskipti – þú hringir við seljum! 100% þjónusta = árangur* Sími 512 4900 landmark.is Magnús Einarsson Löggiltur fasteignasali Sími 897 8266 Sigurður Samúelsson Löggiltur fasteignasali Sími 896 2312 Sveinn Eyland Löggiltur fasteignasali Sími 690 0820 Íris Hall Löggiltur fasteignasali Þórarinn Thorarensen Sölustjóri Sími 770 0309 Kristberg Snjólfsson Sölufulltrúi Sími 892 1931 Eggert Maríuson Sölufulltrúi Sími 690 1472 Haraldur Ómarsson sölufulltrúi sími 845 8286 Sigurður Fannar Guðmundsson Sölufulltrúi Sími 897 5930 Aðalsteinn Jörgensen og Bjarni Einarsson ásamt Jafet Ólafssyni, formanni BSÍ. Dawid Kolka leiddi Álfhóls- skóla til sigurs, annað árið í röð. Lenka Ptacnikova hefur náð frábærum árangri sem skákkenn- ari barna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.