Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Síða 6

Fréttatíminn - 21.12.2012, Síða 6
 SkipulagSmál kirkjugarðar borgarinnar að fyllaSt Nýr kirkjugarður bak við Bauhaus Hefja þarf framkvæmdir við nýjan kirkjugarð nú þegar svo hann verði tilbúinn í tæka tíð því gera má ráð fyrir að Gufuneskirkjugarður fyllist innan 8 ára. Svo langan tíma tekur að undirbúa nýjan garð og telja Reykjavíkurprófastsdæmi að borgin þurfi að bregðast við hið snarasta. Ú tlit er fyrir að á næstu árum verði allir kistugrafreitir í höf-uðborginni fullnýttir og verði ekki brugðist við nú þegar horfir til vandræða. Þórsteinn Ragnarsson, for- stjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma, segir að fyrir nokkrum árum hafi borgin úthlutað svæði í hlíðum Úlfarsfells undir nýjan kirkjugarð. Jarð- vegsefni í hann átti að koma úr hverfinu sunnan Úlfarsfells en að sögn Þórsteins hefur lítið verið byggt í hverfinu eftir hrun og áform um frekari byggingar voru sett á bið. „Við höfum gríðarlega þörf fyrir nýjan kistukirkjugarð innan næstu átta ára en það tekur þann tíma að útbúa kirkju- garð. Svæðið þarf að drena, gróðursetja þarf tré og koma upp gatnakerfi,“ segir Þórsteinn. Svæðið er á hjalla í um 100 metra hæð fyrir ofan Bauhaus, utan gatnakerfis. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófasts- dæma sendu því í október inn erindi til skipulagsráðs Reykjavíkurborgar þar sem óskað er eftir úthlutun svæðis í Geldinganesi þar sem hægt verði að ganga að úthlutuðu landi sem þarfnast minni undirbúnings en svæðið við Úlf- arsfell, að sögn Þórsteins. Skipulagsráð hefur ekki svarað erindinu. Um fjórðungur er ónýttur af Gufunes- kirkjugarði og er gert ráð fyrir að hann muni fyllast á næstu átta árum. „Við þurfum úrlausn okkar mála hið snarasta því tíminn vinnur ekki með okkur í þessu,“ segir Þórsteinn. Svæðið í Úlfarsfelli er um 22 hektarar að stærð, 220 þúsund fermetrar og gert er ráð fyrir að þar megi koma fyrir rúm- lega 26 þúsund leiðum. Dregið hefur úr þörf á grafreitum því líkbrennsla hefur aukist mjög á undanförnum árum og er því gert ráð fyrir að grafreiturinn í Úlfarsfelli muni duga í áratugi. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Við höfum gríðarlega þörf fyrir nýjan kirkjugarð innan næstu átta ára en það tekur þann tíma að útbúa kirkjugarð. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, fyrir framan Bauhaus en borgin hefur úthlutað landi undir kirkjugarð ofan við verslunina. Framkvæmdir við undirbúning hans taka um 8 ár sem er sá tími sem núverandi grafreitur borgarbúa að Gufunesi mun fyllast. Ljósmynd/Hari  bílar um 20 rafbílar eru á íSlandi Rafbílasamband Íslands stofnað Rafbílasamband Íslands var stofnað í vikunni og um leið var vígður fyrsti alvöru hleðslu- póstur fyrir rafbíla í Kringlunni, á bílastæði á annarri hæð. Í til- kynningu sambandsins kemur fram að um 20 rafbílar séu nú þegar á Íslandi og mættu 8 raf- bílaeigendur í Kringluna til að taka þátt í stofnun félagsins. Var slegið Íslandsmet í leiðinni, því aldrei hafa jafn margir rafbílar verið samankomnir á einum stað á Íslandi áður. Rafbílasamband Íslands stefnir að því að verða samtök eigenda og söluaðila á rafbílum og vörum og þjónustu þeim tengdum. Tilgangur sam- bandsins er að vera í málsvari fyrir sambandsaðila um málefni rafbílgreinarinnar gagnvart öll- um opinberum aðilum, samtök- um, framleiðendum, öðrum við- skiptamönnum og almenningi og að efla og þróa rafbílgreinina á Íslandi. Þegar rafbílarnir átta lögðu af stað út í umferðina voru þeir búnir að hlaða inn á sig yfir nóttina rúmlega 1000 km með tilsvarandi eldsneytissparnaði. OPIÐ TIL KL. 20.00 Í KVÖLD! SKOÐAÐU ÖLL TILBOÐIN Á RAFHA.IS HELGAR SPRENGJA FIMMTUDAG TIL SUNNUDAGS 00000 w w w. v e i d i k o r t i d . i s Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frábær jólagjöf! ARD stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands um Útkall - Goðafoss Útkall – sonur þinn er á lí Útkallsbókin allar um snjóóðin í Neskaupstað fyrir jól 1974 – einn sögulegasta atburð síðustu aldar Hraði, spenna og íslenskur raunveruleiki Páll Baldvin Baldvinsson um Útkallsbækurnar: ,,Hversdagshetjur sem sýna af sér umhyggju, ást og virðingu“ Egill Helgason: ,,Feykivinsælar bækur“ Bækur fyrir bæði kyn á öllum aldri Fræði og alm.efni 25.11-01.12 2. sæti Óttar Sveinsson 6 fréttir Helgin 21.-23. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.