Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 21.12.2012, Qupperneq 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. V Vetrarsólstöður eru í dag, föstudag, og jólin fram undan. Daginn tekur að lengja á ný sem er gleðiefni þeirra sem búa á norðlæg-um slóðum. Skammdegið er mörgum þungt í skauti. Jólin brjóta það upp með ljósum sínum og litadýrð. Því er mikilvægt að njóta þeirra samvista fjölskyldu og vina sem hefð- bundin eru um jól og styrkja þau bönd sem mikilvægust eru. Jólin nú eru löng og hag- stæð vinnulúnum fjöl- skyldum. Helgi fer fyrir og margir njóta þess að hafa ekki vinnuskyldu á aðfanga- dag. Þeirra bíða því fimm frídagar. Vinnudagur flestra Íslendinga er langur. Reglan er að báðir foreldrar vinna úti og hjá ungu fólki gefst oftar en ekki lítill tíma til samvista við börn nema um helgar. Þau eru daglangt í skóla eða leik- skóla og allir lúnir að kvöldi. Jólin eru alltaf tillhlökkunarefni, ekki síst barna. Nú gefst foreldrum tiltölulega langur tími til að njóta þeirra með börnum sínum. Fjöldi manna hefur þó starfsskyldur um jólin, meðal annarra starfsfólk sjúkrahúsa og annarra heilbrigðis- og umönnunarstofn- ana, slökkviliðs og lögreglu. Þá er hluti sjómannastéttarinnar á hafi úti, þótt flest útgerðarfyrirtæki stefni skipum sínum í land fyrir jólin svo áhafnirnar fái notið sam- vista við fjölskyldur sínar yfir hátíðirnar. Ógleymdir eru sjúklingar sem dvelja fjarri heimilum sínum um jólin þótt starfsfólk og ættingjar leggi sig fram um að gera þá vist sem léttbærasta. Jól eru viðkvæmur tími fyrir þá sem misst hafa sína nánustu. Allt er breytingum háð en minningar leita á hugann. Jólin eru tími hefða. Þá vilja flestir hafa sitt í föstum skorðum. Hluti fólks býr við fjárhagslegar þrengingar. Enn hefur ekki tekist að ráða fram úr vanda margra þeirra sem fóru verst út úr því efnahagsfárviðri sem hér varð í kjölfar falls bankanna haustið 2008. Það hlýtur að vera meðal meginefna í kosn- ingabaráttunni sem fram undan er fyrir al- þingiskosningarnar á nýju ári og úrlausnar- efni að þeim loknum að koma þeim málum endanlega í þann farveg að bærilegt sé. Fjárhagslegar áhyggjur hafa áhrif á sam- band fólks og börn verða óhjákvæmilega fyrir áhrifum enda fara áhyggjur foreldra ekki framhjá börnum þegar þau eru komin til vits og ára. Það er því í þágu fjölskyldnanna að atvinnulífi sé búið hagstætt umhverfi. Það er meginefni stjórnvalda hverju sinni að treysta þá undirstöðu og um leið velmegun fjölskyldnanna. Að því gefnu að heilsa sé í lagi byggist annað á því, hvort heldur er frístundastarf, menningarneysla, skólavist við hæfi eða hvað annað. Sérhver einstak- lingur þarf að finna tilgang með lífi sínu. Fagna ber því að atvinnulausu fólki hefur fækkað undanfarin misseri en betur má ef duga skal. Mörgum blöskra þau átakastjórnmál sem einkennt hafa þetta kjörtímabil. Slík átök eru að vísu ekki nýlunda hér á landi, um það má rekja fjölmörg dæmi frá fyrri áratugum. Þá er heldur ekki óeðlilegt að átök fylgi í kjölfar mikils efnahagsáfalls eins og hér varð. Það þing sem kosið verður í vor hlýtur þó að gera sér grein fyrir því að þreytu gætir í samfélaginu gagnvart óbil- girni og ósætti. Stjórnmálaleiðtogar sem leiða munu sitt lið inn í nýtt kjörtímabil, hvort heldur þeir verða í stjórn eða stjórnar- andstöðu, hljóta að taka tillit til krafna al- mennings um að bökum verði snúið saman í þjóðarþágu. Ef rétt er á spilum haldið á íslensk þjóð að lifa í velmegun. Auðlindir og mannauð eigum við. Þegar allt kemur til alls er það fleira sem sameinar þessa fámennu þjóð en sundrar. Það sést best þegar raunverulega bjátar á. Þá stendur þjóðin sem einn maður til styrktar þeim sem á stuðningi þurfa að halda. Fréttatíminn óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. Jólahátíð og hækkandi sól Fleira sameinar en sundrar Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Maður vikunnar að þessu sinni er Stefán Pálsson. Hann er annálaður friðarsinni og gaf nýverið út bókina ð–ævisaga. Íslenskir friðarsinnar hafa um árabil efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláks- messu eða í rúmlega þrjá áratugi. Krafan er einföld, beðið er um frið og afvopnun í heiminum. „Þessi ganga er orðin fastur, ómissandi liður í jólahaldi margra. Það er líka svo gott að taka frí frá neyslunni um stund og huga að þessum málum. Gangan fer oftar en ekki fram í skugga átaka, sem við erum jafn- vel partur af,“ segir Stefán. Í ár, líkt og áður, safnast göngumenn saman við Hlemm og ganga niður Laugaveg og staðnæmast við Ingólfstorg þar sem tekur við friðarræða borgarstjórans, Jóns Gnarr. „Að þessu sinni verðum við dreifð um jólaþorpið en við því eru þó ýmis ráð. Ræðumaðurinn, Jón Gnarr, fær pláss á svölum á Hótel Vík og okkur er sagt að torgið taki vel allan þann fjölda sem saman kemur.“ MaðuR vikunnaR Friðarganga í 30 ár ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · Sími 590 2160 · notadir.is Opið frá kl.10-18 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 2- 09 13 Gæða- bíll Kia Sorento EX Luxury Árgerð 2012, 197 hestafla dísilvél, 2199 cc, ekinn 20.000 km, 6 ár eftir af ábyrgð. Ásett verð: 6.990.000 kr. Tilboðsverð: 6.690.000 kr. Mánaðarleg afborgun: 54.900 kr.** Bakkmyndavél, fjarlægðarskynjarar, íslenskt leiðsögukort, heilsársdekk, 17” álfelgur, Bluetooth, hleðslujafnari að aftan, hraðastillir, rafdrifnir speglar, leðurákæði og margt fleira. Eyðir frá aðeins 7,4 l/100 km í blönduðum akstri.* *Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. **Miðað við 3.500.000 kr. útborgun í peningum eða með uppítökubíl ásamt láni frá ERGO til 84 mánaða. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,64%. Vextir: 9,70%. Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Gleðileg jól Með því að kaupa gjafabréf frá Sól í Tógó og gefa þeim sem þér þykir vænt um ertu sannarlega að gefa gjöf sem gefur. Andvirði gjafabréfssins rennur til heimilis munaðarlausra barna í Tógó í Afríku sem er eitt fátækasta ríki heims. Gefðu gjöf sem gefur Gjafabréfin eru að verðmæti 1.500 kr. og 3000 kr. Þau fást í Heilsubúðinni, Njálsgötu 1 og Bókabúðinni, Bergstaðastræti 7. Farðu á www.solitogo.org og fáðu nánari upplýsingar. Þú getur líka sent póst á solitogo@solitogo.org eða hringt í síma 659 7515 og við sendum þér gjafabréf. Jaques í Aneho. Nóvember 2012 HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt 14 viðhorf Helgin 21.-23. desember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.