Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Page 22

Fréttatíminn - 21.12.2012, Page 22
Þriðjungur fjárlaga ESB rennur til byggðamála innan aðildarríkjanna og því ljóst að verulegir fjármunir eru undir fyrir Íslendinga í samningum um framlögum til byggðamála á Íslandi. Verum, verslum og njótum — þar sem jólahjartað slær. www.midborgin.is Jólaopnun miðborgar Opið til kl. 22:00 öll kvöld til jóla og til 23:00 á Þorláksmessu. Samstarf aðildarríkja Evrópusambandsins byggir á sameiginlegri löggjöf og stefnu á þeim sviðum sem það nær til. Samninga- viðræður um aðild snúast um það með hvaða hætti ný aðildarríki taka upp og framkvæma þessa löggjöf og stefnu. Ísland hefur í gegnum þátttökuna í EES- samstarfinu nú þegar tekið upp stóran hluta löggjafar í 21 kafla af 35 köflum lagaverks ESB. Kaflarnir sem opnaðir voru á miðviku- dag varða efnahags- og peningamál, byggðastefnu og samræmingu uppbygg- ingarsjóða, umhverfismál, utanríkis- tengsl, skattamál og frjálsa vöruflutninga. Á fundinum lauk einnig viðræðum samkeppnismál og hefur því 11 samnings- köflum verið lokað á þeim 18 mánuðum sem liðnir eru frá því að efnislegar við- ræður hófust. Næsta ríkjaráðstefna fer fram í mars á næsta ári og samkvæmt heimildum Fréttatímans innan ESB er stefnt að því að opna tvo nýja kafla í viðræðunum á þeim fundi, kaflana um matvælaöryggi og dóms- og innanríkismál. Einnig er ráðgert að opna tvo til viðbótar í júní, kaflana um staðfesturétt og þjónustufrelsi og frjálsa fjármagnsflutninga. Gangi það eftir verða einungis tveir kaflar í samninga- viðræðunum óopnaðir um mitt næsta ár, landbúnaður og sjávarútvegur. Kafli er ekki opnaður fyrr en samn- ingsafstaða beggja aðila liggur fyrir. Opnun kafla er því vísbending um að báðir aðilar telji sig geta komist að niðurstöðu í samningaviðræðum. Opnun kaflanna sex á miðvikudag er þýðingarmikið skref í aðildarviðræðunum því í fyrsta sinn eru nú opnaðir kaflar sem standa alfarið utan EES-samningsins. Kaflarnir sem samið hefur verið um til þessa eða opnaðir hafa verið eru að miklu eða öllu leyti þegar til staðar í íslensku lagaumhverfi í gegnum EES-samninginn og því fela þeir engar breytingar í sér. að því leytinu til eru þetta kaflaskipti,“ segir hann. Þriðjungur til byggðamála Þriðjungur fjárlaga ESB rennur til byggðamála innan aðildarríkjanna og því ljóst að verulegir fjármunir eru undir fyrir Íslendinga í samningum í fram- lögum til byggðamála á Íslandi. Össur telur Íslendinga uppfylla mörg skilyrð- anna sem eru fyrir því að geta fengið tiltölulega háar fjárveitingar miðað við höfðatölu, meðal annars vegna þess að hvergi í Evrópu sé þéttleiki íbúa landsins jafn lítill. Þó svo að fjármunirnir skipti verulegu máli sé ekki síður veigamikið að Evrópusambandið hafi náð mjög jákvæðum árangri í byggðamálum. „Það býr til áætlanir sem hafa reynst mjög farsælar og fylgir þeim fast eftir, öfugt við það sem hefur gerst með byggða- áætlanir íslenskra stjórnvalda, fyrrver- andi og núverandi, með fullri virðingu fyrir þeim og áætlunum þeirra. Ég er þeirra skoðunar að aðild að ESB muni gjörbreyta jaðarbyggðum á Íslandi í gegnum byggðasamstarfið,“ segir Össur og nefnir byggðarlög á borð við Vestfirði, Norð-austur- og Austurland og staði á Suðurlandi. Í samningaviðræðunum er samið um fjármagn sem ESB veitir til byggðamála á Íslandi. Fjármununum verður hins vegar úthlutað af íslenskri stofnun og sömuleiðis verða stofnanir á Íslandi, yfir- leitt stofnanir sem þegar eru til staðar, sem hafa eftirlit með því hvernig fjár- mununum er varið. Spurður um dæmi um verkefni sem gætu nýst til uppbyggingar í þessum byggðum nefnir hann verkefni sem nú eru í vinnslu fyrir tilstuðlan svokallaðra IPA-styrkja sem Evrópusambandið veitir ríkjum sem hafa sótt um aðild að sam- bandinu. Þeir fari hins vegar mest eftir frumkvæði íbúanna á svæðinu.Össur Skarphéðinsson og Stefan Füle hittust í íslenska sendiráðinu í Brussel fyrir ríkjaráðstefnu ESB um aðildarviðræður Íslands. Hvað þýðir það að opna og loka köflum? Hvað eru gjaldeyrishöft? Haustið 2008 voru gjaldeyrishöft innleidd á ný á Íslandi. Síðan þá hafa höftin verið hert og áhrifa þeirra gætir sífellt víðar í íslensku samfélagi. Íslendingar þurfa að framvísa farseðlum til að fá takmarkaðan ferðagjaldeyri, fylgst er með erlendum kreditkortafærslum þeirra og íslensk fyrirtæki þurfa að sækja um undanþágu fyrir öllum fjármagnsflutningum sem ekki eru til að greiða beint fyrir vörur og þjónustu. Auk beinna áhrifa á fólk og fyrirtæki, í formi aukins flækjustigs og kostnaðar, hafa höftin víðtæk önnur áhrif á framgang hag- kerfisins. Má þar m.a. nefna að þau:  Draga úr fýsileika Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir erlenda aðila  Gera fjármálafyrirtækjum erfitt fyrir að þjónusta innlend fyrirtæki í alþjóðlegri starfsemi  Draga úr aðhaldi við fjárhagslega endurskipulagningu fyrir- tækja og einstaklinga, þ.e. að ferlið gangi sem hraðast fyrir sig  Takmarka verulega virkni hlutabréfamarkaðar  Hvetja innlend fyrirtæki og frumkvöðla til vaxtar erlendis og letja til aukinna umsvifa hérlendis  Skapa hvata til að sniðganga hagkerfið þegar kemur að nýju fjármagni og draga þar með m.a. úr skattheimtu ríkissjóðs  Veita Seðlabankanum færi á að hafa áhrif á umsvif fyrirtækja og heimildir til söfnunar viðamikilla persónuupplýsinga  Skapa hættu á eignabólu vegna takmarkaðra fjárfestinga- kosta sem af höftunum leiðir, en þær takmarkanir draga jafnframt úr eðlilegri áhættudreifingu t.a.m. lífeyrissjóðanna  Valda almennri tortryggni í garð Seðlabankans vegna framkvæmdar haftanna  Hafa neikvæð áhrif á lánshæfismat íslenska ríkisins  Skerða samkeppnishæfni Íslands samanborið við helstu samanburðarlönd  Veita stjórnvöldum rými til viðamikillar skattlagningar sem annars hefði ekki verið möguleg  Skapa ákveðinn iðnað sem byggir alfarið á tilvist haftanna, er ekki sjálfbær til lengri tíma og í felst sóun á kröftum íslenskra fjölskyldna og fyrirtækja Úr skýrslu Viðskiptaráðs Íslands frá 2011 Össur hefur reynslu af byggðamálum frá því að hann starfaði sem ráðgjafi í Ír- landi á níunda áratugnum, í Gallway. „Þar voru svæði sem komin voru á vonarvöl en blómstruðu í kjölfar þess að ESB veitti þangað fjármagni. Byggð var upp ferðaþjónusta og fiskeldi sem tókst mjög vel og varð að stórum iðnaði,“ segir hann og bendir jafnframt á reynslu af jaðar- svæðum í norður-Portúgal þar sem mikið atvinnuleysi var og fábreytt atvinnulíf sem breyttist til hins betra með tilkomu byggðastefnu ESB. Portúgal var fátæk- asta ríki innan Evrópusambandsins þegar það gekk í sambandið en hefur náð að skríða upp í meðaltalið síðan, mest vegna þátttöku ESB í byggðamálum, að sögn Össurar. Gætu styrkt samgöngur Ekki er útilokað að ESB muni veita styrki til samgöngumála á jaðarsvæðum í gegn- um byggðastefnuna. Sömuleiðis gætu ákveðnir innviðir, á borð við dreifingu vatns og rafmagns fallið þar undir. „Það Framhald á næstu opnu 22 úttekt Helgin 21.-23. desember 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.