Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Page 25

Fréttatíminn - 21.12.2012, Page 25
F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Virðing Réttlæti Færð þú umsaminn hvíldartíma í desember? Hvíldartíminn verður fylgt fast eftir,“ segir hann. Össur segir jafnframt ómögu- legt á þessu stigi að segja til um hvernig samningaviðræður muni þróast í þessum málum sem öðrum. „Það eru líka breytt við- horf í Evrópu gagnvart sjálfbærri nýtingu auðlinda, við tökum eftir því til dæmis varðandi langvarandi deilur gagnvart selveiðum Græn- lendinga, að komið er annað hljóð í hinn evrópska strokk,“ segir hann. Össur vill þó ekki ganga svo langt að segja að umburðarlyndi gagn- vart hvalveiðum Íslendinga hafi aukist eða muni aukast. „Ég er ekki að spá því. Íslendingar munu verða fastir fyrir en það verður Evrópu- sambandið líka. Nokkur ríki, þar á meðal Þýskaland, eru gríðarlega á móti hvalveiðum,“ segir hann. Jákvæðni í garð Íslendinga Christian Dan Preda, sendifulltrúi ESB vegna aðildarumsóknar Ís- lands og þingmaður á Evrópuþing- inu, sagði á fundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel síðast- liðinn þriðjudag að viðhorf fólks í löndum Evrópusambandsins væri almennt neikvætt varðandi stækkun sambandsins, enda telja margir að sambandið hafi stækkað nægilega til austurs en undanfarin 5 ár hafa 12 lönd í Austur-Evrópu gengið í Evrópusambandið. „Við- horfið til Íslendinga er hins vegar jákvætt. Það yrði sorglegt ef Ís- lendingar ákvæðu að slíta aðildar- viðræðum,“ segir hann. Að sögn Preda hefur makríldeila Íslendinga og nokkurra Evrópu- þjóða þau áhrif að samningavið- ræður um kaflann um fiskveiði- mál gætu tafist af þeim sökum að deiluþjóðirnar vegna makrílsins taki fyrir það að Evrópusambandið bjóði Íslendingum að hefja viðræð- ur um sjávarútveg fyrr en makríl- deilurnar hafa verið leystar. Þó svo að makríllinn hafi ekki bein áhrif á viðræður Íslendinga um aðild að ESB gerir hann það því óbeint. „Íslendingar og Evrópusambandið eru meðal mestu sérfræðinga í sjávarútvegsmálum í heiminum. Ef við ættum ekki að geta samið um sjávarútveg – þá ætti engin þjóð að geta það,“ segir hann. Önnur ástæða fyrir því að sjávarútvegskaflinn hefur ekki verið opnaður er sú að sjávarút- vegsstefna Evrópusambandsins er í endurskoðun. Meðal annars er til athugunar að taka upp við- líka kvótakerfi og Íslendingar hafa notast við í áratugi. Nokkur mótmæli voru fyrir utan skrif- stofur ráðherraráðsins í Brussel í vikunni þar sem hagsmunaaðilar og umhverfisverndarsinnar á borð við Greenpeace mótmæltu kvóta- úthlutun ESB fyrir árið 2013 sem fram fór á dögunum. Breytingar sem fyrirhugaðar eru á fiskveiðilöggjöf Evrópusam- bandsins gætu orðið til þess að kerfið sem stuðst er við í stjórn fiskveiða færist í átt til þess sem Ís- lendingar þekkja. Af þeim sökum yrði um færri undantekningar fyrir Íslendinga að semja. Að sögn þeirra sem Fréttatím- inn ræddi við í Brussel er almennt talið að landbúnaður og sjávarút- vegsmálin verði síður en svo þau svið sem munu reynast samninga- mönnunum erfiðust. Mörg for- dæmi séu fyrir því í samningum annarra landa að undantekningar séu gerðar á borð við þær sem líklegt er að Íslendingar telji sig þurfa á að halda. Ef ekki á sviði fiskveiða eða landbúnaðar, þá á öðrum sviðum sem yfirfæra má yfir á íslenskar aðstæður. Össur tók undir þetta og áréttaði að hann efaðist ekki um að hagsmunir Íslendinga nytu skilnings í þessum málaflokkum. „Landbúnaður og sjávarútvegur mun ekki reynast eins erfiðir og ýmsir kaflar sem eru undir,“ segir hann. „Samningsmarkmið Íslenska hagkerfið er háð nýtingu Íslands á náttúru- auðlindum sínum og sjálfbærni lifandi auðlinda hafsins er forsenda hagsældar landsins til langs tíma litið. Af þessu leiðir að Ísland leggur mikla áherslu á verndun og sjálfbæra nýtingu á lifandi auðlindum hafsins og nauðsynlegt er að taka tillit til alls vistkerfisins. Þar með talin er sjálfbær nýting á sjávarspendýr- um, þ.e. á hvölum og selum, sem löng hefð er fyrir á Íslandi. Íslands í fiskveiðimálum byggja á sérhæfðum lausnum byggðum á sérstöðu Íslands. Vel er hægt að benda á fyrirmynd að þessu á öðrum sviðum í öðrum samning- um,“ segir hann. Umræðan ekki málefnaleg Engar almennilegar rökræður eða málefnalegar umræður eiga sér stað um Evrópusambandið, að mati Preda. Neikvæðar fréttir um ESB sjáist víða en ekki rökræður þar sem bæði sjónarhorn komi fram. Hann segir stjórnmál á Ís- landi ekki frábrugðin stjórnmál- um í öðrum Evrópulöndum. Í til- lögum Preda um aðildarumsókn Íslands lýsir Dan Preda áhyggjum sínum yfir skiptum skoðunum ríkisstjórnar á aðild Íslands í ESB. Aðspurður um hvort þingmenn á Evrópuþingi geti skilið að- stæður á Íslandi og hvers vegna neikvæðar raddir séu háværar sagðist hann gera það. Hins vegar segist hann ekki hafa heyrt nógu góða ástæðu til þess að hætta við aðildarumsókn. Dan Preda segir það vera undir Íslendingum komið hvort þeir dragi aðildarum- sókn sína til baka en hann segir skilning annara landa ekki vera mikinn. „Það mun hafa neikvæð áhrif á trúverðugleika landsins ef þið ákveðið að draga umsóknina til baka. Öllum þjóðum er annt um orðspor landsins síns enda skiptir það máli,“ segir Preda. Ákvæði um sjávarspendýr í samningsmarkmiðum Íslands úttekt 25 Helgin 21.-23. desember 2012
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.