Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 26
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
B
irt
m
eð
fy
rir
va
ra
u
m
p
re
nt
vi
llu
r.
H
ei
m
sf
er
ð
ir
ás
ki
lja
s
ér
r
ét
t
til
le
ið
ré
tt
in
g
a
á
sl
ík
u.
A
th
. a
ð
v
er
ð
g
et
ur
b
re
ys
t
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
55
92
4
frá kr. 79.900
3.-9. júlí
79.900 kr.
Beint flug til Ljubljana
Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir
með sköttum.
188.900 kr.
Ljubljana og Portoroz
209.900 kr.
Sérferð – Perlur Slóveníu
Slóvenía
Sjá nánar um fjölbreytta möguleika í þessari
ferð á www.heimsferdir.is
IngIbjörg reynIsdóttIr ÁhugI Á að kvIkmynda ævIsöguna
Gísli Örn gæti orðið Gísli á Uppsölum
Leikkonan og rithöfundurinn Ingi-
björg Reynisdóttir hefur heldur
betur slegið í gegn með bók sinni
um einbúann Gísla á Uppsölum.
Bókin hefur rokselst og nú eru uppi
hugmyndir um að gera bíómynd
byggða á henni. Allt er þetta enn á
frumstigi en mikill áhugi er á að fá
hinn fima Vesturportsleikara Gísla
Örn Garðarsson til þess að leika
nafna sinn á Uppsölum.
Þ
etta er allt á frum-
stigi en menn eru
búnir að setja sig í
samband við mig
og eru mjög áhuga-
samir og lukkulegir með þessa
sögu hans Gísla,“ segir Ingi-
björg Reynisdóttir, höfundur
ævisögu Gísla á Uppsölum um
hugsanlega kvikmynd byggða á
bókinni.
„Fólk hefur greinilega enda-
lausan áhuga á Gísla en þetta
eru bara þreifingar ennþá. Ég er
búin að vera svo rosalega upp-
tekin í upplestrum og hef ekki
getað sett mig almennilega inn
í málið,“ segir Ingibjörg sem
hefur á síðustu vikum lesið upp
úr bókinni fyrir fólk á 35 stöð-
um. „Við ætlum að tala betur
saman þegar hægist á eftir jólin
en það eru þegar komnar upp
vangaveltur um að fá Gísla Örn
Garðarsson í hlutverk Gísla.“
Ingibjörg er ekki alveg blaut
bak við eyrum þegar kemur að
kvikmyndagerð en hún skrifaði
handrit unglingamyndarinnar
Óróa ásamt leikstjóranum Baldvin
Z og fór auk þess með hlutverk
í myndinni. Hún segist vel geta
hugsað sér að skrifa kvikmynda-
handrit upp úr bók sinni.
„Ég kann alveg til verka og
það kemur alveg til greina að ég
skrifi handritið enda er ég orðin
svo kunnug þessum einstaklingi.
En ég myndi nú samt örugglega
fá einhvern sterkan reynslubolta
til þess að gera þetta með mér.
Ég held að það hljóti alltaf að vera
betra.“
Miklar vinsældir ævisögu Gísla
á Uppsölum komu Ingibjörgu á
óvart og hún segist engan veginn
hafa getað séð þetta fyrir. „Þetta
er bara búið að vera rosa-
lega skemmtilegt og
maður átti nú ekki
von á að henni
yrði svona
svakalega vel
tekið. Mér
finnst líka
alþýðan og
almenn-
ingur
svo
þakklát
fyrir
þessa
bók
og
áhuginn er mikill hjá hinum
venjulega Íslendingi. Ég er búin
að fá ótrúlega mikið af símtölum
og bréfum, bæði í tölvupósti og
handskrifuðum, alls staðar að á
landinu. Og þá sérstaklega frá
Vestfjörðum. Fólk er eitthvað
svo þakklátt og það yljar mér um
hjartaræturnar. Ég gat alveg eins
átt von á að fólk yrði bara grautfúlt
og leiðinlegt og þætti ég vera að
taka eitthvað rosalega stórt upp
í mig með því að vera að skrifa
þessa bók.“
Ingibjörg telur sögu Gísla geta
kennt fólki margt þannig að hún
eigi vel erindi á fimu. „Mér finnst
líka gaman að sagan um Gísla fái
að lifa aðeins lengur með komandi
kynslóðum. Hún vekur okkur
til umhugsunar um svo ótrúlega
margt. Ég tek mér einstaka
skáldaleyfi í sögunni en
ég byggi hana alger-
lega í meginatriðum
á heimildum sem
ég hef fengið frá
fólki að vestan og
rosalega mikið úr
hans eigin skrif-
um þannig að
þessar pælingar
og vangaveltur
í sögunni koma
svo mikið frá
honum.“
Þórarinn
Þórarinsson
toti@
frettatiminn.is
Gísli Örn Garðarsson þykir ákjósanlegur kostur í hlutverk Gísla á Uppsölum þótt allar
vangaveltur um kvikmynd eftir ævisögu hans séu á algeru frumstigi. Ljósmynd/Hari
Ingibjörg Reynisdóttir hefur rokselt bók sína um Gísla á Uppsölum og er nú í við-
ræðum um að gerð verði kvikmynd eftir bókinni.
26 menning Helgin 21.-23. desember 2012