Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Side 60

Fréttatíminn - 21.12.2012, Side 60
B íddu, bíddu aðeins, ég ætla að gefa þér svolítið, sagði hann, sleppti mér og fór upp úr rúminu. Ég fékk sting í hjart- að því ég vorkenndi honum svo mikið og ég hugsaði: Greyið, hann þekkir ekkert annað en að kaupa konur og nú ætlar hann að kaupa mig. Heldur hann virkilega að ég sé svona hallærisleg eins og hinar? Skilur hann það ekki að ég elskaði hann hans vegna en ekki vegna peninganna? Hann kom aftur til mín, kraup á rúminu við hliðina á mér og setti á höfuðið á mér svarta silkihúfu. – Komdu fram og sjáðu þig í speglinum, hún klæðir þig alveg ofsalega vel, sagði hann. Ég kyssti hann á kinnina og sagði: – Takk, en nú er ég að fara. Þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar og ég óska þér alls hins besta. – Nei, bíddu, bíddu, það er meira, sagði hann og rauk aftur upp úr rúminu. Þá munaði engu að ég færi að gráta, greyið litla, hann þekkir ekkert annað en að kaupa konur og nú heldur hann að hann geti keypt mig. Veslings maðurinn, kannski trúir hann því ekki að ég elski hann í alvörunni. Ég gat ekki stillt mig og byrjaði að gráta inn í mér. Ég vorkenndi honum svo mikið og fann hvað mér þótti vænt um hann. Tárin fylltu augun mín og ég varð að beita mig hörku til að fara frá honum, en framhjáhald líð ég að sjálfsögðu ekki og ætlaði að fara úr rúminu strax þegar hann sneri baki í mig. En hann kom strax aftur upp í rúm, tók utan um mig og sagði: – Nei, ekki fara, gerðu það, ekki fara frá mér! Sjáðu, hvað ég er með handa þér, ég ætla að gefa þér þetta. Hann rétti mér litla öskju og utan um hana var borði bundinn í slaufu og sagði: – Opnaðu, sjáðu hvað ég gef þér. Ég opnaði öskjuna með tárin í augunum og gat ekki talað því ég vildi ekki að hann heyrði að ég var að gráta inni í mér. Í öskj- unni var lítið sjal. – Sjáðu, sjáðu! Sjáðu, þetta er Armani, þetta er Armani!! Trúir þú því ekki!? Sérðu, það stendur þarna á borðanum! Trúir þú því ekki!? Trúir þú því ekki að þetta sé Armani!? Sjáðu, það stendur þarna! Á ég að kveikja ljós svo þú sjáir það!? – Nei, varð ég að stynja upp með grátstaf- inn í kverkunum. Ef hann hefði kveikt ljósið hefði ég trúlega fengið höfuðverk strax því höfuðið á mér var ennþá viðkvæmt eftir þær vítiskvalir sem ég hafði þurft að þola. – Komdu þá fram og sjáðu. Leyfðu mér að setja þetta á þig. Sjáðu, hvað þetta er flott sjal, sagði hann og setti sjalið á axlirnar á mér. Ég vorkenndi honum bara ennþá meira og barðist við grátinn. Hélt hann að mér þætti það eitthvað merkilegt!? Hélt hann virkilega að ég væri svona heimsk og hallærisleg!? Svona hugsaði ég á meðan hann talaði stans- laust áfram um þessa Armani-pjötlu. Hvað þetta væri flott og færi mér vel. Það var nánast algjört myrkur í herberg- inu, en dyrnar voru opnar fram á ganginn og þar var ljós. Veslings maðurinn þekkir greini- lega bara svona heimskar, hallærislegar og hégómlegar kerlingar, hugsaði ég. Hann heldur að ég sé svona hallærisleg eins og allar hinar og mannauminginn er svona hall- ærislegur sjálfur, hugsaði ég. Þarna kraup ég á rúminu hans, svo lítil og vanmáttug á þessu augnabliki vegna sársaukans, en fannst þó allt í einu ég vera stærri og sterkari en hann. Ég var alla vega gapandi yfir því hvað mér fannst hann heimskur, hégómlegur og barna- legur. Ég var að byrja að átta mig á því þarna hvernig maður Jón var; svo ægilega hégóm- legur og fleira hallærislegt sem sýnir mikla heimsku. Já, vitið var bara ekki meira. Dansinn hans Gudda Þessi stutti tími sem ég átti með Gudda var að mörgu leyti spennandi og skemmtilegur. Guddi var mjög sjarmerandi á sinn hátt – ein- hvern sérstakan hátt. Hann dansaði eins og dansmeistari, algjör snillingur, og alltaf þegar Guddi sá mig dansaði hann fugladans- inn. Ég kallaði það fugladansinn; það er eins og karlfugl- inn sem þenur brjóst og sperrir stél þegar hann er að stíga í vænginn við kvenfuglinn. Það heillaði mig alveg sérstaklega, gerði Gudda svo ótrúlega heillandi og það hvernig hann nálgaðist mig á svo hæglátan og undraverðan hátt. Það var einhver töfrandi fegurð í því, það gerði dansinn, þessi fallegi fugladans. Það minnti mig svo fallega á nátt- úrulögmálið og náttúruna, fallega fuglalífið. Guddi reyndi ekki við mig á ógeðslegan hátt eins og maður sér alls staðar á skemmtistöð- um. Nei, Guddi gerði það eins og sannkallaður herramaður á svo fallegan hátt. Um leið og hann sá mig byrjaði hann að dansa þennan fugladans, en aldrei annars – bara þegar hann sá mig. Þá fór Guddi alltaf í gang og dansaði fyrir mig í eina eða tvær mínútur – eins og ég ýtti á ein- hvern töfratakka á honum. Það var svo mikil fegurð fólgin í þessum hreyfingum og virð- ing sem hann sýndi mér. Þetta hafði ég aldrei séð fyrr. Ég ætlaði aldrei að hitta Gudda aftur eftir að ég var með honum fyrst af því að ég vissi að þetta var bara bull, en hitti hann alltaf óvart af tilviljun á sama stað. Það kom mér alltaf jafnmikið á óvart að sjá Gudda, því í öll skiptin hélt ég að Guddi væri farinn út, þar sem hann bjó erlendis og mér hafði skilist á Gudda strax fyrsta skiptið að hann væri á förum. Þennan skemmtistað sækja vinir mínir og þess vegna hitti ég Gudda alltaf þar. Það var eins og eitthvert ómótstæðilegt afl drægi mig að honum þegar Guddi byrjaði að dansa, í byrjun vandræðalega og feiminn eins og hann vissi ekkert hvernig hann ætti að vera gagnvart mér og kunni því engin önnur ráð en þetta. Þetta var tjáning hans og nálgun við mig. Stundum var líkt og við værum í stríði en það var þögult stríð, fugladansinn skapaði vopnahlé. Kannski var stríðið eins konar til- finningastríð. Majónesdrottningin Kleopatra Kristbjörg lætur sér ekki nægja að stjórna Gunnars Majonesi þar sem hún er einnig afkastamikill rithöfundur. Hún hefur sent frá sér bækurnar Daggardropar, Hermikrákuheimur, Þá var gott að deyja, skáld- söguna Biðukollur útum allt og barnabókina Vetrarnótt. Og þótt hún hafi hingað til ekki viljað ræða einkalíf sitt opinberlega nú er komið að ævi- sögu hennar sem hún segir í hinni nýútkomnu Kleopatra – villt af vegi. „Ég segi náttúrlega aðeins frá mér. Hvaðan ég kem og svona en ég er náttúrlega frá flottasta stað í heimi. Vopnafirði sem mér þykir ákaflega vænt um,“ segir Kleopatra. Eins og við er að búast segir Kleopatra hispurs- laust frá en æskuminningarnar eru bæði ljúfar og sárar en þar ber hæst sáran móðurmissi og alvar- lega misnotkun sem hún varð fyrir í æsku. „Er ég ekki þekkt fyrir að tala hreint út?“ Spyr Kleo- patra ákveðin. „Ég hneyksla fólk alveg rosalega með þessari bók. Af því að hún er sönn saga mín. Ég segi líka frá því hvað ég er skelfileg og öllu sem ég hef gert af mér enda sést það nú á titlinum að ég tolli ekki einu sinni á veginum.“ Eftir fertugt hefur Kleopatra búið í Reykjavík og hún segir einlægt og opinskátt átakanlega ástarsögu sína frá Reykjavíkurárunum. „Ég segi þarna frá ástarsambandi mínu og er mjög bersö- gul. Fólk þorir ekki einu sinni að segja frá svona,“ segir Kleopatra sem að eigin sögn gefur ekkert eftir í kynlífslýsingum. „Svo kem ég líka út úr skápnum og viðurkenni að ég sé engill. Það héldu allir að ég væri norn og svo er ég bara engill,“ segir Kleopatra sem sækir framtíðarvitneskju í drauma sína sem hún hefur því miður ekki alltaf haft vit á að fara eftir. Hún hefur komist að því að á jörðinni eru englar sem eiga sér hlutverk, sem hún kallar jarðarengla. Sjálf segist hún vera engill auk þess sem „ég kem upp um nokkra engla í bókinni sem eru góðir vinir mínir.“ toti@frettatiminn.is Kleo patra Krist björg seg ir sögu sína blátt áfram og hisp urs laust. Nafn ið seg ir mik ið um inni hald ið. Sag an er ber orð og Kleo patra seg ir m.a. frá því allra nán asta í einka lífi sér hvers manns – og er það mjög ólíkt henni – sem aldr ei hef ur vilj að ræða einka mál sín op in ber lega. ÁST IR OG ÖR LÖG KLEO PÖTRUKleo patra lít ur í þess ari bók yf ir far inn veg og rek ur ör laga þætti úr ævi sinni. Í upp hafi rifj ar hún upp æsku minn ing ar, ljúf ar sem sár ar, og seg ir frá upp vaxt ar ár un um heima á Vopna firði og nán ustu fjöl skyldu sinni. Hún fjall ar um sár an móð ur missi, um graf al var lega mis notk un í æsku o.fl. Kleo patra er mjög ber dreym in og fær oft leið bein ing ar og við var an ir í gegn um drauma. Hún seg ir frá nokkr um draum um sín um og því hvern ig þeir komu fram, en því mið ur fór hún ekki allt af eft ir leið bein­ing un um. Eft ir fer tugt hef ur hún ver ið bú sett í Reykja vík og hún seg ir átak an lega ást ar sögu sína sem gerð ist á þeim ár um á mjög ein læg an og op in ská an hátt.Kleo patra hef ur lengi spáð í hluti sem fólk spá ir al mennt lít ið sem ekk ert í, m.a. til gang lífs ins og draum ana sem vísa veg inn og seg ir okk ur þar með að innri vit und okk ar býr yf ir fram tíð ar vitn eskju. Hún hef ur kom ist að því að á jörð inni eru engl ar sem eiga sér hlut verk, sem hún kall ar jarð ar engla. Í bók inni eru mynd ir af sum um þeirra sem eru góð ir vin ir henn ar. Alls eru 70 lit mynd ir í bók inni. SÖNN LÍFS REYNSLU SAGA  Ævisaga villt af vegi Kleopatra hneykslar ris bjö g Kleopatra spáir mik- ið í tilgang lífsins og drauma sem hún segir vísa veginn og staðfe t a innri vitund okkar býr yfir f amtíðarvitneskju. Kleopatra varð ekki keypt með Armani Hélt hann virkilega að ég væri svona heimsk og hallærisleg!? Reykjavíkurástarsaga Kleopötru Kristbjargar tók á og var síður en svo bara dans á rósum. Hér er gripið niður í bókina Kleopatra – villt af vegi þar sem hún yfirgefur ástmann sinn eftir að hann hélt fram hjá henni. Aumkunarverðar tilraunir hans til þess að halda í hana með gjöfum færðu Kleopötru heim sanninn um að hún væri stærri og sterkari en hann. Þrátt fyrir sársaukann. Verum, verslum og njótum — þar sem jólahjartað slær. www.midborgin.is Jólaopnun miðborgar Opið til kl. 22:00 öll kvöld til jóla og til 23:00 á Þorláksmessu. 60 fréttir Helgin 21.-23. desember 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.