Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 21.12.2012, Blaðsíða 74
74 jól Helgin 21.-23. desember 2012  Jólahald hvers vegna höldum við Jól? Korta-hulstur úr hágæða áli. Ver kort fyrir rafsegulgeislun og kemur í veg fyrir að þjófar geti skannað kortaupplýsingar. Níðsterkur og léttur kostagripur í mörgum litum. Kortaveski 21. aldarinnar frá Þýskalandi RAZOR 12-14 kort og nafnspjöld Stærð: 10x6x2 Kr. 6.900 OYSTER 6 kort, nafnspjöld seðlar og mynt Stærð: 10x6x2,5 Kr. 7.700 SHELL Símahulstur fyrir iPhone4 og 4s. Létt og þunnt úr áli. Stærð: 12x6,1x11,8 Kr. 6.900 Tilva lin jó lagjö f SMÁRALIND / sími 528 8800 / drangey.is / drangey/napoli Fæst einnig í Mössubúð Akureyri. Á jólunum fögnum við fæð-ingu frelsarans. Við skreyt-um hýbýli okkar, dönsum í kringum jólatré og gefum hvort öðru gjafir. En af hverju gerum við þetta, hvaða þýðingu hafa jólin fyrir okkur og hvað þýðir orðið jól ef út í það er farið? Árni Björnsson, dokt- or í menningarsögu, er margfróður um sögu jólanna og hefðirnar sem þeim tengjast. Hann fræddi okkur um þessa hátíð sem er okkur svo kær og raunar nauðsynleg, að mati Árna. Það er ljóst að margir hafa notað tímann þegar skammdegið er sem mest til að halda hátíðir. Skrifaðar heimildir um slíkt eru þó af skorn- um skammti. „Þessi kristilegu jól sem við þekkjum eru mjög ung í sögu mannkynsins, ekki nema 1500-1600 ára gömul. Þegar Evr- ópumenn fóru að leggja undir sig heiminn rákust þeir á frumbyggja sem héldu hátíðir á þessum tíma, í skammdeginu. Hvort sem það var hjá indjánum í Ameríku eða austur í Himalajafjöllum. Ekki voru þeir kristnir. Það virðist því vera sálræn nauðsyn fyrir fólk að lyfta sér upp í skammdeginu. Að halda hátíð með gleðskap, dansi, mat og drykk. Skammdegishátíðir virðast hafa verið til víða og það ráku Evrópu- menn sig á í ferðalögum sínum.“ Skammdegishátíðir algengar áður fyrr Til að þrengja sviðið færum við okkur til Miðjarðarhafsins þar sem skriflegum heimildum fjölgar. Þar var haldin skammdegishátíð sem hét Saturnalia og var kennd við frjó- semisguðinn Satúrnus. „Þá voru þetta tvær hátíðir, Saturnalia sem var um miðjan desember og svo Kal- endae sem var nýárshátíð og haldin í kringum áramót eða í byrjun janú- ar. Það var því hátíð þegar skamm- degið var sem mest og síðan önnur þegar sólin er greinilega farin að hækka á lofti og birta fer á ný. Ég held að þetta sé blátt áfram nauð- synlegt fyrir fólk að lyfta sér upp í skammdeginu og úr því sé þetta sprottið. Hin forna trú Rómverja var fjölgyðistrú og það gekk ekki nógu vel saman við keisaraveldið eftir daga Sesars. Þess vegna gerðu þeir sólina að æðsta valdi og hátíð henn- ar var sólhvörfin sem þeir reiknuðu út að væru 25. desember, sem var reyndar ekki alveg rétt. Sólin var þarna æðsta valdið og alveg sama fyrirbæri þekkist í Japan, keisarinn þar hét sonur sólarinnar og í Kína var keisarinn kallaður sonur him- insins.“ „If you can't beat them join them“ Svo verða til lágstéttartrúarbrögð við austanvert Miðjarðarhaf sem við köllum kristna trú. Upphaflega kom hún fram meðal lágstéttanna. Reynt er að bæla hana niður og upphafsmaðurinn krossfestur, eins og við vitum. Þetta berst samt um Miðjarðarhafssvæðið og til Róma- borgar og þeim tókst aldrei að bæla þetta alveg niður. Þá virðist koma fram einhver klókur maður við keis- arahirðina sem segir svipað og við þekkjum núna úr ensku „if you can't beat them join them.“ Rómverjar gerðu í framhaldi kristna trú að ríkistrú. Þeir löguðu hana svolítið til svo hún skerti ekk- ert völd yfirstéttarinnar. Þá verður til einn keisari, einn guð og einn páfi. En þegar kristnin er orðin ríkjandi passar ekki lengur að hafa Sálræn nauðsyn að lyfta sér upp í skammdeginu Árni Björnsson, doktor í menningarsögu, segir okkur sögu jólanna. Skammdegishátíðir virðast hafa verið til víða og það ráku Evrópumenn sig á í ferðalögum sínum. sólina sem æðsta vald. Þá koma lærðir menn til sögunnar og sanna það að Kristur hafi fæðst einmitt þennan dag. Það stendur reyndar ekkert um það í Biblíunni hvenær hann er fæddur. Það eina sem við vitum er að hann fæðist um það leyti sem manntal er tekið svo það er trú- legt að það hafi verið í upphafi árs. Annars vitum við ekkert um það. Eftir að kristnin var orðin rík- istrú í Rómaveldi fór hún að breið- ast norður eftir Evrópu. Það gengur þó mjög hægt. Um 800 stofnaði Karl mikli hið heilaga rómverska ríki þýskrar þjóðar sem stóð í um þús- und ár. Í framhaldinu kemur þessi trú til Skandinavíu og þar rekast klerkarnir á að fyrir er gömul há- tíð sem heitir þessu skrýtna nafni, Jól. Það sem gerist þá er að kirkjan yfirtekur gömlu hátíðina en nafnið Jól helst í staðinn fyrir að hún heiti Kristsmessa eins og við þekkjum úr enskunni. Nú eða heilagar nætur eða Weihnachten eins og hún heit- ir í þýskumælandi löndum. Það er athyglisvert að þessar hátíðir hafa alltaf staðið í nokkra daga. Þess vegna eru þær oft í fleirtölu eins og við þekkjum með jólin þó við vit- um kannski ekki hvað orðið sjálft merkir. Á þessum tíma fór fólk ekki eftir neinu almanaki heldur notað- ist við sólina og tunglið. Jólin voru ekki haldin á ákveðnum degi heldur sem næst fullu tungli í námunda við sólstöður.“ Kynsvall um jólin? Í Heimskringlu segir að Hákon Að- alsteinsfóstri hafi um miðja 10. öld látið færa jólahaldið til þess tíma sem kristnir menn héldu þau. Það er frekar lítið vitað um það hvað var gert á þessum heiðnu jólum. Það er þó ljóst að það hefur verið mikil veisla því samkvæmt fornum lögum áttu menn að eiga mikið magn af öli. „Það segir líka í kvæði um Harald Hárfagra að hann vilji drekka jól úti og heyja Freysleik. Hvað er nú Freysleikur? Það veit maður auðvi- tað ekki. Freyr var frjósemisguð svo maður getur ímyndað sér að þetta sé einhvers konar dans eða jafnvel kynsvall. Þetta gæti því hafa verið tími þar sem fólk hefur sleppt sér lausu. Það á líka við um gamlar há- tíðir á borð við hina rómversku Sat- urnaliu. Við vitum hins vegar lítið um þetta og þetta eru því í rauninni bara tilgátur.“ Jólatréð, andsvar við jólajöt- unni Hið sígræna tré hefur alltaf þótt merkilegt. Tengsl þess við jólin eru órjúfanleg í okkur huga. Það er vitað að fólk skreytti hús sín með grænum greinum á þessum skammdegishátíðum. Þessi dýrkun á hinu sígræna tré er því mjög forn. Við siðaskiptin verða harðvítugar deilur milli kaþólskra og mótmæl- enda. „Mótmælendur vildu útrýma öllu sem þeir kölluðu pápísku eða kaþólsku. Eitt af því sem var og er jafnvel enn mikið atriði meðal kaþ- ólskra er jólaskreyting sem nefn- ist jólajatan. Þar er hin heilaga fjöl- skylda, stundum eru vitringarnir frá Austurlöndum með en auðvitað mismunandi hvað fólk leggur mikið í þetta. Eftir siðaskiptin vilja mót- mælendur ekki hafa þennan pápíska andskota en börnin vildu hafa eitt- hvað. Þá finna þeir upp þetta ljós- um skreytta jólatré, það byrjar því ekki fyrr en eftir siðaskiptin suður í Þýskalandi. Jólatréð þekkist ekki á Norðurlöndum fyrr en eftir 1800. Hingað til Íslands kemur það lík- lega með dönskum kaupmönnum eða danskmenntuðu fólki. Vandinn var auðvitað sá að hér uxu engin grenitré. Það þurfti því að flytja þetta inn. Skipin voru jafnvel einn mánuð á leiðinni á 19. öld og því lítill tilgangur með því að flytja inn tré á þeim tíma. Þá fóru menn að smíða jólatré. Það tíðkaðist fram yfir miðja 20. öld. Í minni bernsku vestur í Dölum man ég vel eftir slíku.“ Hver gefur gjafirnar? Upphaflega voru ekki jólagjafir nema kannski meðal einstaka höfðingja eða kóngafólks. Á Ís- landi þekktu menn eiginlega ekki jólagjafir en hér á landi gaf fólk gjarnan sumargjafir. „Við virð- umst hafa litið svo á, áður en við fengum rómverska tímatalið, að byrjun sumars væri áramót. Aldur fólks og húsdýra var alltaf talinn í vetrum. Í Evrópu tíðkaðist að gefa gjafir og sérstakur gjafadagur var 6. desember, dagur Nikulásar bisk- ups. Það voru því ekki gefnar gjafir á jólunum. Nikulás er eins konar forfaðir hins alþjóðlega jólasveins, Santa Klaus. Með siðaskiptunum kemur síðan trúarpólitíkin aftur. Mótmælendur þoldu ekki að kaþólskur dýrlingur væri að gefa börnum gjafir. Þeir leggja því til að gjafirnar verði gefnar á jólunum sjálfum, 25. des- ember. En hver átti þá að koma með gjafirnar? Ekki mátti það vera þessi Nikulás, í það minnsta ekki þá. Menn stungu upp á jólaengli eða jafnvel jesúbarninu sjálfu en sumum fannst það ekki ganga upp. Svo fundu menn upp förumann sem var kallaður Afi Frosti eða eitthvað álíka. Hann líktist Nikulási, var klæddur síðri kápu og hann verður þessi jólasveinn. Þetta var mikið á þýska svæðinu og tíðkast ennþá austur í Rússlandi, þar er Afi Frosti ennþá til.“ 13 dagar jóla Jólahátíðin okkar varir í þrettán daga. Árni segir að það hafi komið til vegna vangaveltna um fæðingar- dag Krists. „Upphaflega hugsuðu kristnir menn ekkert um fæðing- ardaga. Jarðlífið var bara undir- búningur að hinu eilífa lífi. Menn vissu nákvæmlega hvenær menn dóu því þá tók hið eilífa líf við, jarð- vistin var frekar ómerkileg. Þegar kristninni vex fiskur um hrygg fara menn að velta fyrir sér hvenær Jes- ús var fæddur. Sá dagur sem náði fyrst mestri útbreiðslu var 6. janú- ar. Ennþá er ein kirkjudeild til, Ar- menska kirkjan, sem hefur 6. janúar sem fæðingardag Jesú. Á kirkju- þingum verður töluverð togstreita um hvenær fæðingardagur frelsar- ans er. Menn koma þá með sáttatil- lögu, 25 desember verður fæðing- ardagurinn en skírnardagurinn og tilbeiðsla Austurvegskonunga sé 6. janúar. Því heitir þrettándinn sum- staðar þriggjakóngadagur. Í þessu er mikil trúarpólitík en þaðan höf- um við fengið þessa þrettán daga jólahátíð.“ Uppruni jólasveinanna Við Íslendingar höfum skapað okk- ur töluverða sérstöðu með jólasvein- unum okkar. Útlendingar eru farnir að sækja hingað til að verða vitni að komu þessara jólasveina til byggða. Árni segir erfitt að rekja nákvæm- an uppruna þeirra því sögurnar séu nokkuð mismunandi. „Það voru til hópar af jólasveinum í ýmsum hér- uðum á landinu. Stundum voru þeir fimm eða sjö eða jafnvel tuttugu. Þeir fyrstu sem komust á bók voru hinsvegar þessir þrettán. Það er árið 1862 þegar Jón Árnason gefur út þjóðsögurnar. Þá koma til þessir þrettán sveinar, hver með sitt nafn. Jólasveinar koma fyrst fyrir í skrifuðu máli á 17. öld í kvæði eftir séra Stefán Ólafsson í Vallanesi. Þar eru þeir barnafælur. Þar voru hins vegar engin nöfn eða neitt slíkt. Grýla er svo töluvert eldri. Hún er nefnd í vísu í Sturlungu og þar er hún mikil ófreskja og hefur á sér hala fimmtán eins og sagt er. Jóla- sveinarnir eru ekki nefndir fyrr en gætu þó auðvitað verið mun eldri. Sá sem lætur Jón hafa þessi nöfn á 13 jólasveinum er séra Páll Jóns- son. Það er því líklegast að þetta sé vestan úr Dölum því þar er Páll uppalinn. Seinna var hann prestur í Eyjafirði og Skagafirði. Málamiðlun verður þegar ríkis- útvarpið tekur til starfa árið 1930. Jólasveinn átti að koma fram í út- varpinu og það skapaðist töluverð togstreita um það hvernig þeir ættu að vera. Hvort þeir ættu að vera góðir eða vondir eða hvernig þeir ættu að haga sér. Það er ekki fyrr en eftir þetta sem jólasveinar fóru að koma fram á jólatrésskemmtunum. Fyrir þann tíma voru þeir ekki hús- um hæfir. Sá sem síðan yrkir hinar frægu jólasveinavísur, Jóhannes úr Kötlum, er einnig vestan úr Dölum. Það er eins og Jóhannes hafi ekki tekið þetta beint úr þjóðsögunum því það eru tvö nöfn í rununni sem ekki eru eins. Það er því allt eins líklegt að hann hafi lært þetta í bernsku sinni, eins og séra Páll.“ Bjarni Pétur Jónsson ritstjorn@frettatiminn.is Árni Björnsson, doktor í menningarsögu: Það virðist vera sálræn nauðsyn fyrir fólk að lyfta sér upp í skammdeginu. Ljósmynd/Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.