Bændablaðið - 31.10.2013, Side 47

Bændablaðið - 31.10.2013, Side 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 Norrænt verkefni um fjarnámslausnir í búfræði fyrir starfandi bændur Nú um miðjan september fór fram fyrsti verkefnastjórnarfundur í Nordplus Horisontal-verkefni er nefnist Naturbruksutdanning for voksne – í þessu samhengi landbúnaðar fræðsla t i l fullorðinna. Landbúnaðarháskóli Íslands er aðili að því verkefni en það er Mo og Jølster vidaregåande skule í Noregi sem leiðir verkefnið. Aðrir aðilar að verkefninu eru Rural Institute of Central Ostrobothnia og Yrkesakademin i Österbotten frá Finnlandi, Ösby Vestmannalands Naturbruksgymnasie í Svíþjóð og Sogn Jord- og Hagebruksskule, einnig frá Noregi. Verkefnið gengur út á að kynna framboð landbúnaðarfræðslu í hverju landi fyrir sig og að átta sig á þróun starfsumhverfisins. Hvernig skólarnir eru uppbyggðir og fjármagnaðir, hvaða fjarnáms lausnir eru í boði og hvernig samstarfi aðila er háttað með það í huga að þeir njóti reynslu hvers annars. Skólinn sem leiðir verkefnið hefur þróað og boðið fram fjarnámslausn í tengslum við búfræði sem hefur notið vinsælda þar í landi. Góður tími fór því í að kynna þá námsleið sem og fjarnám búfræðinnar sem boðin hefur verið fram hér á landi í gegnum LbhÍ allt frá árinu 1999. Aðrir samstarfsaðilar hafa ekki boðið upp á sambærilegt nám og því áhugavert að innleiða slíkar lausnir þar sem aðsókn í staðarnám í búfræði í Svíþjóð og Finnlandi hefur farið minnkandi. Krafa um menntun í búfræði fyrir þá sem eru í búskap, eru að taka við búskap eða vilja kaupa landbúnaðarland er mikil sem kallar á menntun fyrir fólk á öllum aldri. Oftar en ekki er þetta hópur einstaklinga yfir 25 ára aldur sem vill taka námið með starfi ef það er í boði. Verkefnið hefur því það markmið að miðla af reynslu og reyna að koma til móts við þessa þörf þar sem það er hægt og vilji er fyrir. Hér á landi miðast fjarnámið við fólk sem er við búskap, er a.m.k. 25 ára að aldri og með umtalsverða búskaparreynslu. Fjarnámið er byggt upp á svipaðan hátt og hefð- bundið búfræðinám. Nemendur innritast á sama hátt í skólann og stunda námið á u.þ.b. hálfum hraða. Starfandi bændur geta því lokið búfræðiprófi í fjarnámi á 3-4 árum með búskap, hafi þeir a.m.k. 5 ára reynslu af búskap. Aðrir sem eru starfandi í landbúnaði þurfa að taka hluta námsins á sama hátt og staðar- nemar. Samskipti nemenda og skóla eru í megindráttum um internetið. Verklegir hlutar búfræðinámsins eru kenndir á námskeiðum, sem haldin eru eftir þörfum. Norðmenn bjóða námið fram á svipaðan hátt nema hvað þar er námið skilgreint sem full vinna. Nemendurnir taka námið því á sama hraða og staðarnemar, á tveimur árum. Verkleg kennsla og fyrirlestrar eru í níu skipti yfir veturinn. Þannig mæta þeir 18 sinnum í tveggja daga lotur í skólann. Verkefnastjórnin fékk að fylgjast með verklegum tímum og spjalla við fjarnemana. Niðurstaðan var að það væri mikill kostur að hafa þetta í boði, frábærir kennarar og skipulag en væri heldur mikil vinna, þar sem flestir voru í vinnu með náminu. Það voru því heldur sælir íslend- ingar sem héldu heim á leið. Sáttir með það sem LbhÍ hefur þróað og boðið fram undanfarin ár og hefur fengið góðan hljómgrunn meðal nemenda. Ýmislegt er þó hægt að læra og miðla af svona samstarfi sem er rétt að byrja. Þannig mun ýmsu verða velt upp, rætt, og skoð- að. Næsti verkefnastjórnarfundur verður haldinn á Íslandi vorið 2014. /Ásdís Helga Bjarnadóttir Íslensku þátttakendurnir voru Ásdís Helga Bjarnadóttir og Jón Gíslason, bæði frá LbhÍ. Mikil umræða hefur verið undan- farið um framtíð háskóla í landinu og margir haft orð á því að hér á landi væru allt of margir háskólar og þar af leiðandi margir þeirra of veikburða. Ef nota á alþjóðlega mælikvarða á umfang og fjölda eininga hér á landi þá má segja að ekki sé þörf fyrir nema eina einingu af hverju tagi. Það er þó ekki hægt að nota slíka mælikvarða til þess að setja upp okkar sviðsmynd. Við verðum að vera viljug til þess að viðurkenna þá sérstöðu að við erum fámenn þjóð í víðfeðmu landi og auðlindir okkar verða einungis nýttar til fulls ef við sköpum okkur umgjörð sem hæfir þessum veruleika. Því er ég að vekja máls á þessu að nú að undanförnu hafa komið fram mjög ólík viðhorf forsvarsmanna Háskólans á Bifröst og Landbúnaðarháskóla Íslands við hugmyndum og umræðu um fækkun og sameiningu háskóla. Á meðan að á Bifröst eru menn einhuga um að efla þá stofnun sem sjálfstæða einingu í héraði eru forsvarsmenn Landbúnaðarháskólans á þeirri skoðun að farsælast væri að sameina alla háskóla í eina stofnun og þar með afsala sér þeim möguleika að reka Landbúnaðarháskóla Íslands sem sjálfstæða atvinnvegatengda menntastofnun. Nú er það svo að Landbúnaðar- háskóli Íslands býður upp á nám á tveim skólastigum og er þar af leiðandi bæði fagstofnun landbúnaðarins og fræðastofnun. Í heimi þar sem vaxandi eftirspurn er eftir mat getum við orðið meiri þátttakendur í að miðla en hingað til og það ætti því að skapa skólanum mikil tækifæri og möguleika til þess að eflast undir eigin merkjum. Mikilvægi fæðuöryggis hverrar þjóðar verður aldrei ofmetið og nauðsyn þess að tryggja öfluga matvælaframleiðslu verður sífellt meiri. Í þessu ljósi er það illskiljanlegt að ekki skuli vera metnaður fyrir því að reka öfluga fag- og fræðastofnun á sviði landbúnaðar, sem er ein undirstaða þess að ofangreinum markmiðum verði náð. Framtíð fagmenntunar og fræða- menntunar í landbúnaði er betur komið í sjálfstæðri einingu í nánum tengslum við atvinnuveginn en innlimuð í aðrar stofnanir með langtum umfangsmeiri rekstur og ólíka starfsemi. Nú hefur því verið haldið fram að ekki þyrfti að koma til þess að skólar missi sérstöðu og sjálfstæði í menntunarframboði með því að sameinast. Reynslan hefur þó verið öndverð og hætt er við að þegar þrengir að verði hjáleigan lögð af fyrr en höfuðbólið. Auk þess að vera fag- og fræðastofnun landbúnaðarins hefur skólinn haslað sér völl á nýjum fræðavettvangi með námsframboði á sviði landslagsarkitekturs, skipulags- fræða, skógræktar og landgræðslu, sem þegar hafa skilað íslensku samfélagi öflugu fagfólki og aflað nýrrar þekkingar á þessum fræðasviðum. Víst er Landbúnaðháskóli Íslands rekinn með halla, sem bæði stafar af því að stofnunin er undirfjármögnuð og einnig að hún býr við þá sérstöðu að vera dreifð um marga staði. Það er þó að mínu viti ekki óleysanleg þraut að breyta. Það fyrsta sem þyrfti að gera til hagræðingar er að flytja alla starfsemina af höfuðborgarsvæðinu að Hvanneyri og þær miklu byggingar staðarins sem verður að halda við og nýta, fái viðeigandi hlutverk í framtíðarstarfi skólans. Ég hvet því forsvarmenn Land- búnaðar háskólans að endurskoða þessa afstöðu og taka upp öfluga baráttu fyrir því að skólinn haldi áfram sem sjálfstæð mennta- og rannsóknarstofnun. Ég er þess fullviss að íslenskir bændur og samtök þeirra munu koma með virkum hætti að því að tryggja skólanum starfsgrundvöll og þar með efla íslenskan landbúnað og gegna lykilhlutverki í auðlindanýtingu og umhverfisvísindum framtíðarinnar. Magnús B. Jónsson Hvanneyri Ólík viðhorf Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 480 0400 Ve rð e ru b irt m eð fy rir va ra u m in ns lá tt ar vi llu r. TÍMAMÓTATILBOÐ Á VERÐTILBOÐ: Yfirburðir McHale Fusion rúllu samstæðnanna eru í dag vel þekktir en áreiðan leiki, ending og vinnslu hraði vélanna er ein stakur. Það kemur því ekki á óvart að langflestir land búnaðarverktakar velji McHale Fusion. Verðlistaverð 2014 árgerðarinnar er kr: 11,390,000,- + vsk. m.v. EUR 158. Til næstkomandi áramóta bjóðum við viðskiptavinum sem staðfesta kaup á nýrri McHale Fusion 3 eftirfarandi afslætti frá verðlistaverði: Greiðsla og afhending vélanna er næsta vor eða samkvæmt nánara samkomulagi. TIL AÐ MÆTA MIKILLI EFTIRSPURN EFTIR MCHALE RÚLLUSAMSTÆÐUM HAFA JÖTUNN VÉLAR GERT SAMNING UM KAUP Á FUSION 3 RÚLLUSAMSTÆÐUM AF ÁRGERÐ 2014 OG BJÓÐA ÞEIM VIÐSKIPTAVINUM SEM ERU TILBÚNIR AÐ STAÐFESTA KAUP STRAX MJÖG HAGSTÆTT TILBOÐ Fyrir lok nóvember 6% afsláttur kr: 683,400+vsk Fyrir lok desember 5% afsláttur kr: 569,500+vsk Kr: 14,294,450,- með vsk. Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.is Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.