Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 31. október 2013 hlj@bondi.is Vélabásinn Hjörtur L. Jónsson Sendibíla þurfa allir einhvern tímann að nota og eru til ótal gerðir af þeim. Kraftvélar eru með umboð fyrir Iveco-sendibíla, sem eru töluvert öðruvísi en flestir sendibílar af svipaðri stærð. Þeir eru byggðir á grind og með loftpúðafjöðrun að aftan, sem hentar vel íslenskum aðstæðum þar sem enn er töluvert af malarvegum í íslenska vegakerfinu. Vegna þessara eiginleika eru þessir sendibílar töluvert vinsælir meðal smærri verktaka, sem oft á tíðum nota sendibíla undir megnið af þeim verkfærum sem nota þarf í daglegum rekstri. Beygjuradíus bílsins gerir hann skemmtilegan við þröngar aðstæður Fyrir skemmstu ók ég nýlegum Iveco-þjónustubíl sem Kraftvélar eru með í þjónustu sinni sem viðgerðar- og þjónustubíl. Iveco New Daily sem ég keyrði var ágætlega kraftmikill með sex þrepa sjálfskiptingu. Iveco Daily er byggður á grind og hentar því vel undir starfsemi eins og að vera þjónustubíll sem er að öllu jöfnu með töluvert magn verkfæra sem vega mikið og fylgja viðgerðarmönnum á vélum og tækjum. Í stað hefðbundinna dempara og fjaðrablaða er fjöðrunin að aftan loftpúðafjöðrun, ekki ósvipað og í mörgum vörubílum. Það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég ók bílnum var hversu mikið er hægt að leggja á bílinn og beygja honum, sem hentar vel þegar þarf að snúa við og leggja í stæði (bíllinn beygir svo vel að halda mætti að það væru beygjur á afturhjólunum líka). Mjúk sex þrepa skipting Innréttingin er full af litlum hólfum og geymslum fyrir smærri hluti, sem kemur sér vel fyrir þá sem nota bíl sem skrifstofu og vinnustað. Að keyra bílinn er þægilegt, útsýni fram fyrir bílinn gott, speglar á hliðum góðir og sæti þægileg. Sex þrepa sjálfskipting gerir bílnum auðveldara að halda ferð þegar kemur að brekkum og einnig þegar verið er að draga kerrur reynir ekki eins mikið á skiptinguna. Fyrir vikið ætti að vera lítið mál að vera með allt að þriggja tonna kerru í eftirdragi án þess að misbjóða bílnum. Sex þrepa skiptingin er svo mjúk í skiptingum á milli þrepa að maður verður varla var við það þegar bíllinn skiptir sér, sama hvort skipt er upp eða niður. Hægt að panta bíl með níu mismunandi vélarstærðum Góðar bremsur eru á bílnum, en hann kemur með diskabremsur framan og aftan. Bíllinn hjá Kraftvélum er að öllu jöfnu með þau algengustu verkfæri sem viðgerðarmennirnir á verkstæðinu þurfa að nota við sín störf, sem vega töluvert. Einnig hefur oft verið aftan í honum kerra með töluverðan þunga. Þegar ég ók bílnum var búið að keyra hann yfir 16.000 km og samkvæmt aksturstölvu bílsins er meðaleyðsla á honum 10,9 lítrar af dísil á hundraðið. Þessi eyðsla finnst mér ekki mikil þar sem ég hef séð þennan bíl á ferðinni með mjög þunga byrði í eftirdragi. Fæst í mörgum útfærslum Kraftvélar eru ekki með Iveco Daily til á lager, en hvern og einn bíl verður að sérpanta, sama hvort er sendibíll eða bíll sem meiningin er að setja pall eða kassa á. Útfærslurnar eru margar og er hægt að velja um níu vélarstærðir frá 106 hestöflum upp í 205 hestöfl. Þessir bílar fást einnig með metanvélar. Verðið er breytilegt eftir hvernig og hvað er í bílnum og er frá 4.400.000 fyrir utan skatt. Iveco New Daily sendibíll: Með loftpúðafjöðrun að aftan sem hentar vel íslenskum aðstæðum Iveco New Daily. Myndir / HLJ Grindin sem bíllinn er byggður á nær alla leið aftur í stuðara. Í mælaborðinu er mikið magn upplýsinga. Stutt er fyrir bílstjóra í öll stjórntæki og mörg hólf, bæði stór og lítil. Hægt er að leggja mjög mikið á bílinn í beygju. Í þjónustubílnum sem ég prófaði er verkfærunum haganlega komið fyrir í góðri innréttingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.