Læknablaðið - 01.03.1961, Qupperneq 23
LÆKNABLAÐIÐ
3
uð misjafn, og þarf að liafa það
í huga við lestur töflu B. I ein-
um skólanum er einungis um
stúlkur að ræða. Skólarnir eru
nefndir með hókstöfum A, B,
C o. s. frv.
Hér á eftir verður lauslega
getið kannana á reykingavenj-
um unglinga í skólum í nokkr-
um öðrum löndum.
1 Svíþjóð fór fram könnun
á reykingavenjum nemenda í
unglinga- og æðri skólum, að
tilhlutan fræðslustjórnarinnar
og í samráði við barnaverndar-
nefndir og tóbakseinkasöluna
sænsku. I desember 1955 var
úthlutað spurningaseðlum til
5526 nemenda i hæj um og sveit-
um.
Af 680 11 ára drengjum, sem
svöruðu, reyktu daglega 16 eða
2,4%. Þessi tala eykst síðan við
13 ára aldur í 6% og stígur síð-
an ár frá ári og er 46% í 18
ára flokknum.
Daglega reyktu 1% 13 ára
stúlkna, 12% 15 ára og 32%
18 ára stúlkna.
1 Noregi fór fram könnun á
reykingum unglinga í skólum,
að tilhlutan krabbameinsfélags-
ins þar, í marz—maí 1957. Þeir
4967 drengir og 4324 stúlkur,
er tóku þátt í lienni, voru á
aldrinum 13—20 ára og úr flest-
um tegundum skóla í sveitum
og bæjum víðast hvar af land-
inu.
Yfir 50% af 13—15 ára
drengjum reykja við og við, en
4% daglega. Mun minna er um
reykingar meðal stúlkna á sama
aldri, eða 25%, sem reykja við
og við, en 1% daglega. Meðal
17 ára pilta, sem reykja dag-
lega, er hundraðstalan komin
upp í 35% úr 3% hjá 13 ára.
Meðal stúlkna á sama aldri, sem
reykja daglega, er einnig mikil
aukning, eða úr 1% i 11%.
I Bretlandi gerði P. W. Botli-
well árið 1957 könnun á reyk-
ingum unglinga í sveitaskólum
í Oxfordshire.Var um 8314ungl-
inga á aldrinum 11—18 ára að
ræða, 4270 drengi og 4044 stúlk-
ur.
Helztu ályktanir lians eru í
stuttu máli:
Hundraðstala drengja, sem
reykja að staðaldri (meira en
eina sígarettu á viku), hækkaði
úr 16% við 11 ára aldur, í 38,5%
við 15 ára aldur, en hjá stúlk-
um i sömu aldursflokkum frá
2,4% í 15,5%.
Hlutfallið milli 15 ára borga-
og sveitabarna, sem reykja, er
nálægt 3,9 : 1 hjá drengjum og
1,6 : 1 hjá stúlkum.
Verulegt samræmi var milli
þess, livort foreldrar, annað eða
hæði, reyktu og reykingavenju
barna.
Árið 1958 gekkst Krabba-
meinsfélag Bandaríkja Norður-
Ameríku fyrir könnun á reyk-
ingavenjum nemenda í 21 ungl-
ingaskóla í Portland, Oregon,
og næsta nágrenni. Náði könn-
unin til 21.980 unglinga, 11.060