Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 30

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 30
10 LÆKNABLAÐIÐ ið til umræðna um formalin in- aktiverað mænusóttarbó'luefni og árangur þann, sem náðst hef- ur við bólusetningu með aðferð- um dr. Salks. Skýrslur voru gefnar um ár- angur Salk-bólusetningar í Bandaríkjunum, Kanada, Dan- mörku, Svíþjóð, Noregi og Is- rael. Dr. Langmuir frá Bandaríkj- unum skýrði frá rannsóknum á 5267 mænusóttartilfellum ár- ið 1959. 3401 þessara sjúklinga voru óbólusettir, en 177 voru bólusettir fjórum sinnum. Dr. Langmuir taldi, að ta'la sjúkl- inga hefði lækkað um 80% í þríbólusettu fólki og um 90% í fjórbólusettu fólki als staðar í Bandaríkjunum nema í fylk- inu Massacliusetts. Þar gekk mænusóttarfaraldur af typu 3. 157 mænusóttarsj úklingar voru skráðir í fylkinu í faraldri þess- um, þar af 137 lamaðir, 3,2 sjúklingar á 100.000 íbúa. Sjúkl- ingarnir voru úr öllum aldurs- flokkum, eitthvað fleiri börn en fullorðnir. 51 af 55 veiru- stofnum, sem ræktuðust frá fólki þessu, reyndust vera mænusótt af typu 3. í Massa- chusetts var rækilega bólusett með Salk-bóluefni, en sú bólu- setning virtist engin áhrif liafa á gang þessa faraldurs. I Kanada liafa gengið tveir mænusóttarfaraldrar síðan 1957. Þar hefur reynslan orðið sú, að 85—90% vernd hefur orðið af þremur skömmtum af Salk- bóluefni. Svipuð er reynsla Dana og Norðmanna. Israelsmenn hafa aðeins bólusett yngstu ald- ursflokkana og liafa ekki gert upp árangur þeirrar bólusetn- ingar. í Svíþjóð eru aðeins skráðir 21 sjúklingur með mænusótt 1959—60. Þetta er lægsta tala mænusóttarsj úklinga, sem skráð befur verið í Svíþjóð, siðan skráning mænusóttarsj úklinga bófst þar. Tvær inndælingar af Salk-bóluefni bafa gefið 82— 83% vernd og þrjár inndæling- ar 96—97% vernd gegn sjúk- dómnum. Sænska bóluefnið er framleitt með aðferðum, sem eru lítið eitt frábrugðnar að- ferðum dr. Salks, og befur ver- ið notað siðan 1958. I Tékkós'lóvakíu hefur Salk- bólusetnirigu nú verið liætt og tekin upp bólusetning með lif- andi veirum í staðinn. Tékk- neskir sérfræðingar lialda því fram, að varanlegri mótefni myndist í fólki, sem bólusett er með lifandi veirum. Miklar umræður urðu um endingu mótefna, sem myndast eftir Salk-bólusetningu, einnig bvenær og hve oft skuli bólu- setja. Dr. Sa'lk sagði, að einn skammtur af góðu bóluefni gæfi betri raun en margir skammtar af lélegu og bæri að stefna að því að nota aðeins bóluefni, sem væri framleitt samkvæmt ströngustu kröfum. Benti dr.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.