Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 31

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 11 Salk á reynslu Svía máli sínu til sönnunar. Dr. Murray frá Division of Biological Standards í Banda- ríkjunum, sá er sóð hefur um eftirlit með öl'lu mænusóttar- bóluefni framleiddu í Banda- ríkjunum frá fyrstu byrjun, sagði, að lélegustu laganir af bóluefninu hefðu verið gerðar þar árin 1956—1957, en bólu- efnið, sem nú er á markaðnum, sé miklu betra antigen, ef dæma megi eftir dýratilraunum. Dr. Brown frá Ann Arbor, Michigan i Baridaríkjunum, skýrði frá rannsóknum sínum á mótefnamyndun hjá nýfæddum börnum, sem bólusett hafa ver- ið gegn mænusótt. Hefur hann fundið, að hafi börnin meðfædd mótefni frá móður, mynda þau ekki sjálf aktiv mótefni eftir bólusetningu. Sé því tilgangs- laust að bólusetja þau, fvrr en passiv mótefni eru horfin. Ung- börn, sem erfa engin mótefni frá móður, svara við bólusetn- ingu á sama liátt og eldri börn- in. Þessu fvrirbæri liefur ekki verið veitt athygli við neina aðra bólusetningu en bólu- setningu gegn mænusótt. — Ótrúlegt er þó, að það sé ein- stakt fyrir myndun mænusótt- armótefna. — Rannsóknum á þessu verður haldið áfram. Dr. Brown mælti með því, að dreg- ið væri að bólusetja börn, þar til passiv mótefni væru liorfin úr blóði þeirra. Aðrir töldu rétt að bólusetja ungbörn vegna þeirra, sem fæðast án mótefna frá móð- ur. Umræður urðu um árangur af bólusetningu, ef mænusótt- arbóluefni er blandað í bólu- efni við barnaveiki og stif- krampa. Flestir, sem til máls tóku, töldu réltast að gefa mænusóttarbóluefnið eitt eins og verið hefur. Loks var rætt um aðferðir til að endurbæta Salk- bóluefnið, hreinsa það og con- centrera. Skýrt var frá tilraun- um með hreinsað bóluefni, framleitt af Merk Sbarp and Dohme í Bandaríkjunum. Olli það mótefnamyndun hjá um 100% bólusettra. Þeir, sem ræddu um Salk- bóluefni, virtust vera sammála um, að vænta mætti 80—90% lækkunar á tölu mænusóttar- sjúklinga, ef bólusett erlþrisvar. Síðan fækki næmum um 80— 90% við bverja endurbólusetn- ingu. Það, sem stefna beri að í framtíðinni, sé sem bezt og hreinast antigen í sem fæstum skömmtum. Þriðja degi þingsins var varið lil að skýra frá reynslunni, sem fengizt hefur við bólusetningu með lifandi mænusóttarbólu- efni. Avirulent mænusóttarveir- ur af öllum þrem typum hafa verið ræktaðar sérstaklega í rannsóknastofum, reyndar á öpum og nú tvö síðustu árin notaðar til bólusetningar gegn mænusótt. Bólusetning með lif-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.