Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 33

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 33
LÆKNABLAÐIÐ 13 fleiri mænusóttartilfella i Vest- ur-Berlín en áður, og sýnt þótti, að faraldur væri í aðsigi. Mænu- sóttarveirur af typu 1 ræktuð- ust frá sjúklingunum. Var ákveðið að nota lifandi mænu- sóttarbóluefni til fjöldabólu- setningar, ef ske kynni að 'hindra mætti útbreiðslu sjúk- dómsins. Var fengið bóluefni frá Lederle-lyfjaverksmiðjunum í Bandarikjunum til þessarar bólusetningar og bólusettar með því 280.000 manns 0—20 ára, þar af helmingur börn innan við skólaaldur. Þrem til fimm dög- um eftir bólusetninguna fór að bera á böfuðverk, beinverkjum, bólsbólgu og niðurgangi lijá mörgum liinna bólusettu. Viku eftir bólusetninguna varð vart 42 mænusóttartilfella meðal liinna bólusettu. Þar af voru 17, er ekki var vitað til, að befðu komið nærri sjúklingunum, sem áður hafði orðið vart við. Itar- leg rannsókn verður gerð á epi- demiologi þessa sjúkdóms og þeim þætti, sem bólusetningin kann að eiga i honum. Dr. Cox, frá Lederle, sá sem franíleiddi bóluefnið, sem notað var í Vest- ur-Berlín, sagði, að umræddri lögun af bóluefni befði verið skipt til helminga, annar helm- ingurinn sendur til Berlínar, en hinn helmingurinn notaður í Bandaríkjunum án þess að nokkurt slys hlytist af. Hélt liann þvi fram, að fólkið, sem veiktist í Berlín, liefði veikzt af mænusóttinni, sem var þar fyr- ir, en ekki af bóluefninu. Veiru- stofnarnir frá Lederle bafa áð- ur þótt grunsamlegir. 1 Miami, Florida, voru bólusett 412.000 með þessum stofnum. Þar urðu 7 lömunartilfelli í bólusettu fólki um viku eftir bólusetn- inguna. Ekki liafði orðið vart mænusóttar í Miami fyrir þessa bólusetningu. Var það almenn skoðun sérfræðinga á þinginu, að veirustofnarnir frá Lederle væru liér með úr sögunni sem bóluefni. Hins vegar sannaði reynsla sú, sem fengizt befur af stofnum dr. Sabins, að þeir væru óskaðlegir fólki. Rússneskir vísindamenn skýrðu frá reynslu sinni af stofnum dr.Sabins. Þeir liafa nú bólusett jriir 80 milljónir með rússnesku bóluefni, framleiddu úr tegundum dr. Sabins. Eru veirurnar látnar í sælgæti, en dreifingu þess annast beilsu- verndarstöðvar víðs vegar um Sovétríkin. Hefur þessi bólu- setningaraðferð reynzt mjög liandhæg. T. d. voru 2.5 millj- ónir Ungverja bólusettar á 4 dögum. Rússar kappkosta að bólusetja sem flesta á afmörk- uðu svæði á sem stytztum tíma til að bindra útbreiðslu bólu- efnisstofnanna frá manni til manns. Þannig draga þeir úr bættunni, sem stafað getur af mutation veirnanna í náttúru- legu umhverfi. Vísindamenn frá Suður-Am-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.