Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 36

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 36
16 LÆKNABLAÐIf) Sjúkrahúsið í Stykkishólmi. fullkomna sjúkrahúss var sá vandi ‘leystur að verulegu leyti, og fá íbúar Stykkis'hólmshéraðs og nærliggjandi héraða vart þakkað sem skyldi það mikla framtak og þann dugnað, er systur Franciskusreglunnar sýndu með stofnun og starf- rækslu sjúkrahússins. Til byggingarinnar voru og veittar kr. 6000.00 úr sýslu- sjóði Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu. Enn fremur lagði Stykkishó'lmshreppur til lóð, er metin var á kr. 4000.00, undir bygginguna, á einhverjum feg- ursta stað kauptúnsins. Að öðru leyti stóð Franciskusreglan und- ir öllum kostnaði við sjúkra- húsbygginguna og aflaði einnig allra tækja og alls búnaðar til sjúkra'liússins. Sjúkrahúsið stendur á liöfða rétt austanvert við höfnina, og er þaðan hið fegursta útsýni til fjalla og yfir hinn undurfagra Breiðafjörð, með ö'llum sínum 'hólmum og eyjum, þar sem er eitt hið fjölskrúðugasta og skemmtilegasta fuglalíf á Is- landi. Til norðvesturs og norð- urs sér til Barðastrandar, og sést í björtu veðri allt frá Látra- bjargi og inn til Bevkjaness í Reykhólasveit. Til norðausturs b'lasir við Ivlofningur handan fjarðarins. Til austurs sér inn til Dala og Skógastrandar, en í suðri og til vesturs sést Snæ- fellsnesfjallgarðurinn, með öll- um sínum fögru og tignarlegu fjöllum. Óvíða á Islandi mun vera til fegurra og tilkomumeira útsýni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.