Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 44

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 44
22 LÆKNABLAÐIÐ greinar laga L. 1. varðandi sæmilega framkomu í sam- bandi við umsókn um stöðu. í bréfi frá Tryggingastofnun ríkisins, dags. 12. jan. 1960, seg- ir um lán úr lífeyrissjóði til íbúðarhúsnæðis: „.... sam- þykkt, að þeir sjóðfólagar, sem samkvæmt lögum eiga að hafa embættis'bústað, geti átt kost á láni úr sjóðnum til bvggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði utan þess umdæmis, sem þeir starfa í, ef þeir hafa verið sjóðfélagar a. m. k. 15 ár.“ (Sbr. Læknabl. 44. árg. 1960, 48. bls.). Stjórnin hefur afgreitt með- mæli með umsóknum 8 lækna um innflutning bifreiða. Skrifað var bréf 18/2 1960 til þeirra tveggja lækna, sem sitja á Alþingi, varðandi framhald á ivilnun á gjöldum á innfluttum læknabifreiðum. Ivilnun sú, er gilt liafði frá næstsíðasta þingi, var felld niður. Um greiðslur til vikara vegna sumarorlofs héraðslækna stend- ur allt við sama. Stjórnin hefur fylgzt með fjárveitingum til Hjúkrunar- kvennaskóla Islands. Alþingi veitti 250.000 kr. Hefur fé þessu verið varið lil að fullgera það, sem upp var komið af húsinu. Landlæknir hefur lagt til, að lagðar yrðu fram 1.000.000 kr. á fjárlögum næsta árs til byrj- unar á viðbótarbyggingu. Bætt mun liafa verið við tveimur kennurum og einni starfsstúlku. Mest skortir nú húsrými fyrir kennslustofur samkv. umsögn forstöðukonu. Stjórnin hefur átt viðræður við landlækni Dana og íslend- inga um viðhaldsmenntun lækna. Óskar Þórðarson yfir- læknir mun kynna sér þessi mál nánar í Danmörku og Englandi, og má vænta lillagna um þau að ferð hans lokinni. Fávitahælið í Kópavogi. Unn- ið að viðgerðum og endurbót- um, og liafa bætzt við ný 10— 12 kvennapláss. Verið er að reisa starfsmannahús, og er ráð- gert, að það verði tilbúið á miðju ári 1961, og losnar ]>á rúm fyrir 10 konur og allt að 15 karla. Héraðslæknabústaðir: Fjár- veiting í ár 2,8 milljónir. Til- lögur landlæknis fyrir 1961 eru 5 milljónir. Engar athugasemdir né um- ræður urðu um skýrslu for- manns. 4. Gjaldkeri, Gunnlaugur Snædal, las upp endurskoðaða reikninga félagsins. Niðurstöðu- tölur rekstrarreiknings voru kr. 114.320.72, en hagnaður kr. 4.517.75. Hrein eign á efnahags- reikningi var kr. 257.776.30. Gjaldkeri fór nokkrum orðum um reikningana og útskýrði ýmsa liði þeirra. Aðallega var um að ræða fjárreiður Lækna- blaðsins, sem undanfarin ár hef- ur safnað skuldum. Nú hefur

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.