Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 60

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 60
30 LÆKNABLAÐIÐ um tekjur og kjör héraðslækna hefðu ekki fengizt. Áleit hann, að þetta stafaði annaðhvort af leti og manndómsleysi eða af því, að menn væru ófúsir á að gefa upp nema augljósar tekj- ur sínar. Hann taldi, að ekki væri hægt að leggja skýrslurnar til grundvallar fyrir kaupkröf- um og breytingar á þeim í þeirra núverandi mynd yrðu að- eins kák, og hann mundi ekki treystast til að fara fram með kaupkröfur, fyrr en fyllri upp- lýsingar lægju fyrir. Hann kvaðst undrast, hve tekjur af lyf j asölu væru litlar, og um ann- aðhvort væri að ræða, að mikið færi í súginn eða skakkt væri frá skýrt. Páll V. G. Kolka táldi, að ekki iiæri að miða kaup liéraðs- lækna við það, að þeir væru apó- tekarar fremur en þeir væru bændur eða útgerðarmenn. Eggert Einarsson taldi, að lialda bæri við fyrri fundarsam- þykkt um, að embættislaunin séu fyrir embættisstörfin. Ófeigur Ófeigsson taldi, að notast mætti við skýrslurnar, safna nýjum á grundvelli feng- innar reynslu og koma í veg fyr- ir sams konar mistök og nú urðu. Páll Gíslason taldi, að ekki hefði komið fram hvern veg ætti að nota skýrsluna, þótt hún hefði verið fyllri; nú réði lög- málið um framboð og eftirspurn og menn mundu eklci fást i hér- uð nema fyrir hærri laun. Guðmundur Karl Pétursson taldi, að launin væru ekki aðal- atriði. Allir vildu vera \ Reykja- vík, jafnvel fyrir mun lægri laun en þeim byðist úti á landi. Sigurður Sigurðsson lýsti þeirri skoðun sinni, að leitt væri, live upplýsingar hefðu reynzt lélegar; áleit, að læknar hefðu ekki treyst þvi, að með þetta yrði farið sem trúnaðarmál. Hann kvaðst oft persónulega hafa fengið slíkar upplýsingar frá læknum sem trúnaðarmál. Hann taldi öllum framtölum um lyfjasölu og praxis mjög varlega treystandi. Sigurður minntist á, að liagfræðingur hefði talað um, að ekki hefði verið liægt að nota skýrslu sjúkrasamlaga tilTrygg- ingastofnunar í þvi skyni að fá tekjur lækna. Sannleikurinn væri sá, að T. R. hefði ekki kært sig um að liafa tekjur lækna tiltækar persónulega. Landlæknir henti á þá öfug- þróun, að með bættum sam- göngum hefðu læknishéruð ver- ið hútuð sundur, en tekjur hér- aðslækna færu óhjákvæmilega eftir mannfjölda í héraði. Hann taldi, að góðar skýrslur fengj- ust, ef menn í nokkrum héruð- um væru fengnir ti'l að gera þær sem trúnaðarmál. Land- læknir taldi eðlilegt, að ekki fengjust menn í minnstu héruð- iu, og áleit, að nauðsynlegt

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.