Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 65

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 65
LÆKNABLAÐIÐ 33 einkum um Domus Medica, þar eð það væri viðkvæmt mál. Fleira var ekki tekið fyrir. Fundargerð lesin upp og sam- þykkt með neðanskráðum breyt- ingum1). Formaður L.I. tók til máls, þakkaði fundarstjóra röggsam- lega fundarstjórn og Læknafé- lagi Suðurlands fyrir móttök- urnar. Guðmundur Karl Pétursson þakkaði fulltrúum lcomu og störf og sleit fundi. 1) Arinbjörn Kolbeinsson kvaðst hafa talið Domus medica málið dauðadæmt eins og sakir stæðu vegna fjárskorts lækna. D. M. væri ekki hægt að reisa nema brúttótekj- ur allra lækna yrðu skattlagðar og kjör þeirra bætt, þannig að þeir öðluðust fjárhagslegt bolmagn til þess að standa undir greiðslum til hússins. ---------•--------- Læknaþing Áttunda þing evrópskra blóð- meinafræðinga (European Soeiety of Haematology) verður haldið í Vín, dagana 28. ágúst til 2. septem- ber 1961, að báðum meðtöldum. Þeir, sem hefðu hug á að sækja þing þetta, geta fengið nánari upp- lýsingar með því að skrifa til rit- ara þingsins, sem er Generalsekretár Prof. Dr. H. Fleischhacker Billrothhaus Frankgasse 8 Wien IX. frr/ ItflinUttt Árni Ingólfsson, cand. med., hefir hinn 23. ág. 1960 fengið leyfi til að stunda almennar lækningar hér á landi. Eggert Ó. Jóhannesson, læknir, hefir hinn 23. ág. 1960 fengið leyfi til að starfa sem sérfræðingur í lækningarannsóknum. Ólafur Jónsson, læknir, hefir hinn 23. ág. 1960 fengið leyfi til þess að starfa sem sérfræðingur í lyflækn- isfræði, sérstaklega meltingarsjúk- dómum. Pétur Traustason, læknir, hefir hinn 23. ág. 1960 fengið leyfi til þess að starfa sem sérfræðingur i augn- lækningum. Guðmundur Jóhannesson, læknir, hefir fengið lausn frá héraðslæknis- embættinu í Bolungarvíkurhéraði frá 1. okt. 1960 að telja. Jón Guðgeirsson, héraðslæknir i Kópaskershéraði, fékk lausn frá því embætti frá 1. nóv. 1960. Knútur Kristinsson, héraðslæknir í Flatey, fékk lausn frá embætti frá 1. okt. 1960. Báldur Johnsen, héraðslæknir i Vestmannaeyjum, fékk lausn frá því embætti frá 1. okt. 1960. Baldur starfar nú við Rannsóknastofu Há- skólans. GuÖmundur Helgi Þóröarson, læknir, hefir verið skipaður héraðs- læknir í Egilsstaðahéraði eystra frá 1. okt. 1960 að telja. Tíunda nóv. 1960 var stofnað Fé- lag svæfingalækna. Formaður er Valtýr Bjarnason, ritari Þorbjörg Magnúsdóttir og gjaldkeri Alma Þórarinsson.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.