Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 66

Læknablaðið - 01.03.1961, Page 66
34 LÆKNABLAÐIÐ jiarnaion: DOMUS MEDICA Erindi ílutt í L. R. 8. 2. 1961 Því miður verð ég að byrja mál mitt með því að skýra frá því, að undirtektir lækna um framlög til Domus Medica hafa verið frámunalega lélegar. Af öllum læknum landsins hafa að- eins örfáir svarað og þar af tveir neikvætt. En þeir svöruðu þó, og það er alltaf virðingar- vert. Hinum fáu, sem svöruðu já- kvætt, verð ég að segja það til verðugs hróss, að þeir gerðu það bæði fljótt og vel og að hætti þeirra manna, sem gera hlut- ina af áhuga og með glöðu geði. Þó að svona treglega hafi geng- ið fram að þessu, gefur það ekki tilefni til svartsýni, því að menn þurfa misjafnan tíma til að skoða hug sinn og snúa sér við. En nú þarf að lifna yfir mönn- um og loforðin um framlög að streyma inn, því að þau fáu, sem fengin eru, ná vitanlega skammt, þó að góð séu. Ekki dettur mér í hug að ætla læknastéttinni það, að tregða hennar til svars sé sama og synjun á erindum okkar. Ég þekki svo vel til sjálfs mín og annarra lækna, að flestum okk- ar er það hreinasta nauðung að þurfa að svara bréfum, eins og Tslendingum yfirleitt, enda eru flestir Tslendingar, sem eitthvað þekkist til utan landsteinanna, heldur illa ræmdir fyrir trassa- dóm í þeim efnum. Málum Domus Medica er nú þannig farið, að ekki verður lengur komizt hjá því að fá á- kveðin svör við tilmælum okk- ar um fjárframlög. Það er óhjákvæmilegt fyrir okkur að fá nú að vita, hvar við stöndum í fjáröflunarleitinni, og ykkur er öllum kunnugt af bréfum þeim, sem við skrifuð- um öllum íslenzkum læknum, sem til náðist, hvað í húfi er fyrir framtíð Domus Medica, ef læknar sjá sér ekki fært að hlaupa nú undir bagga. Það er að segja, þeir vita þetta, ef þeir hafa lesið bréfið, sem ég vona fastlega, að allir hafi gert. Ann- ars hitti ég lækni einn daginn, sem kveinkaði sér undan því að þurfa að leggja fram 10.000 kr. sem gjöf til Domus Medica. — Hann hafði ekki lesið bréfið vandlegar en svo, að hann áleit, að til þess væri ætlazt. Ég vil því skýra það fyrir þeim, sem kunna að hafa lesið það jafn lauslega og hann, að svo er hreint ekki. Éramlagið á að vera lán, sem endurgreiðist skilyrðislaust, þó að ekki sé

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.