Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1961, Síða 69

Læknablaðið - 01.03.1961, Síða 69
LÆKNABLAÐIÐ 37 Á Laugarvatnsfundinum í sumar impraði einhver fulltrú- anna á því, að kannske yrði sumum læknum það tilfinnan- legt að eiga að leggja fram 10 þúsund kr. í Domus Medica. Guðmundur Karl Pétursson brá snöggt við, eins og hann gerir jafnan, og sagðist vita það, að norðanmenn væru ekki þeir aumingjar, að þeir gætu ekki séð af þessum aurum; hins vegar gæti hann engu svarað því, hvað ræfildómur sunnan- mannanna væri á háu stigi. Ég held, að við verðum nú að taka öll í einn streng og sýna, að á- stæðulaust sé að bregða okkur um ræfildóm í þessum efnum, en láta svo norðanmenn um að standa við sitt, sem ég efast ekki um, að þeir gera með prýði, áður en lýkur. Við höfum rætt um það í stjórninni að senda einhvern næstu daga með lista til læknanna í bænum og fá úr því skorið, hvað þeir vilja og treysta sér til að gera. Þó væri æskilegast, að menn sendu svör sín skriflega til að losa okkur við þennan kostnað og fyrir- höfn. Islenzkir læknar starfa yfir- leitt mikið, og oft bera þeir svo lítið úr býtum fyrir störf sín, að engin önnur stétt í landinu léti bjóða sér slíkt tímakaup, sem læknar fá í sinn hlut, e. t. v. einmitt, þegar þeir leggja hvað mest í sölurnar. Það fylgir starfi læknanna, um heim all- an, að vinna verk sín án tillits til launa, ef svo ber undir. Ég býst ekki við, að íslenzku lækn- arnir séu, eða hafi verið, nein- ir eftirbátar í þeim efnum. Þeir eru vfirleitt ekkert sparir á að fórna sér fyrir starf sitt og sjúklinga. Ef til vill er það á- stæðan til þess, að við höfum trassað okkar eigin félags- og framfaramál. En það megum við ekki gera. Samtök stéttanna eru orðin svo veigamikill þátt- ur í lífi þjóðanna, að sú stétt, sem sinnir þeim ekki, dregst aftur úr og verður að viðundri. Og það er einmitt það, sem ég óttast, að við verðum, ef við stöldrum nú ekki við og athug- um okkar gang. Við komumst ekki hjá því að fara að fórna einhverju fyrir sjálfa okkur. Það er ekki hægt að halda uppi merki, sem þjóðin ber virðingu fyrir og trúir á, nema undir því gangi menn, sem sýna, að þeir eigi einhvern annan og meiri metnað en vera vinnudýr hjá sjúkrasamlögum og trygging- um.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.