Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 72

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 72
40 LÆKNABLAÐIÐ I iii gjaldskrá og kjör héraðslækna Fyrsta gjaldskrá hér á landi, sett þeim mönnum til eftir- breytni, er fengust við lækn- ingar, er efalaust sú gjaldskrá, sem sett var með alþingisdómi 1526, og bartskerum var gert að fara eftir við lækningu á sárasóttarsjúklingum. Þar seg- ir svo: „Var þad og dæmt á alþínge, ad barskerar skylldu ei taka meira kaup á sárasóttarmenn en hundrad á þeim sem mest þyrffte. cnn minna á hina og þó med þui móte ad þeir være nockru nær. ella græde afftur med sama kaupe. enn ef ecki tekst grædslan. gjallde suo mickid honum sem grædslan kostar".1) Hundrað á landsvísu mun svara til kýrverðs, og hefur þetta því sennilega jafngilt um 3 til 4 þúsund krónum með nú- gildandi verðlagi (sbr. verð- lagsskrá 1960). Það gerist næst, að árið 1672, háþrýstingslyfið og kalíum, og er augljóst, hvert hagræði það er fyrir viðkomandi sjúklinga og aukið öryggi, að þeir taki lyfin eins og fyrir er lagt. Væri óskandi, að sjúkrasamlögin tækju að sér að greiða slík lyf að hálfu, t. d. Centyl með kalí- umklóríði. Mun það sízt verða útlátameira fyrir samlögin að greiða kalíumið á þennan hátt en í sérstökum töflum, og svo hefur fordæmi verið gefið í hinni nýju skrá með Di-Ademil- K, sem greiðist að hálfu. Á stöku stað verður vart þess misræmis í reglunum um greiðslur, að af tveim sérlyf j um sömu tegundar er annað greitt að hálfu, en hitt ekki. Svo er um Benemid og Uricosid (hvort tveggja probenecidum), Cyto- mel og Tertroxin (bæði eru lio- thyroninum) og Neo-Epinine og Propynalin (bæði isoprena- linum). öll þessi lyf virðist eðlilegt, að samlögin greiði a. m. k. að hálfu, því að þau eru með nauðsynlegri lyfjum, þeg- ar svo ber undir. --------•-------

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.