Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 77

Læknablaðið - 01.03.1961, Side 77
LÆKNABLAÐIÐ 45 Árið 1932 eru sett ný lög, nr. 44, 23. júní, um skipun læknis- héraða, verksvið landlæknis og störf héraðslækna/') Læknis- héruðin eru nú orðin 49 að tölu. Launin frá 1919 eru óbreytt, en héraðslæknum er sett ný gjald- skrá [landlæknir Vilmundur Jónsson 1931—1959], og gekk hún í gildi 1. marz 1933. Þetta er síðasta gjaldskráin og sú, sem enn gildir, sexföld að vísu, en að öðru leyti óbreytt. Samkvæmt henni ber læknum 2 kr. (nú 12 kr.) fyrir viðtal á lækningastofu með einföldustu rannsókn eða aðgerð, en 80 kr. (nú 480 kr.) fyrir mestu aðgerð- ir. Fyrir viðtal utan lækninga- stofu 3 kr. (nú 18 kr.) og fyrir ferðir 2 kr. (nú 12 kr.) um tím- ann fyrstu 6 klst., þá 1 kr. (nú 6 kr.) næstu 6 stundirnar og úr því 50 aura (nú 3 kr.) o. s. frv. Að öðru leyti skal gjaldskráin ekki rakin nánar, enda að sjálf- sögðu vel kunn öllum héraðs- læknum. 1 samræmi við gjaldskrá þessa var læknum, öðrum en héraðslæknum, einnig sett gjaldskrá, árið 1933 (sbr. lög nr. 47, 23. júní 1932, 13. gr. og gjaldskrá nr. 102, 1933). Þar segir, að læknum, sem hafi op- inber störf á hendi fyrir ríki, bæjar- eða sveitarfélög og fái fyrir það eigi minni laun en meðal héraðslæknislaun, beri að fara að öllu leyti eftir gjaldskrá liéraðslækna (5. gr.). Aðrir starfandi læknar mega taka allt að þriðjungi hærra gjald en hér- aðslæknar fyrir störf sín (1. gr.) og sérfræðingar allt að þriðjungi hærra gjald en al- mennir læknar og þó aðeins fyr- ir þau störf, er beinlínis heyri til sérgrein þeirra (2. gr.) (Staðfest til bráðabirgða 23. okt. 1933, og gildir frá 1. jan. 1934). Þessi ákvæði eru enn í fullu gildi, en samkvæmt þeim ætti almennur læknir nú að taka 18 kr. fyrir viðtal á stofu o. s. frv., sérfræðingur 24 kr., en læknar við ríkis- og bæjarsjúkrahús 12 kr. fyrir almenn læknisstörf. Ekkert virðist hafa verið sinnt um þessi ákvæði við samninga- gerðir þær, sem fram hafa far- ið milli læknafélaga, t. d. L. R., og sjúkrasamlaga undanfarið. Árið 1940 fóru áhrif styrjald- arinnar að gera vart við sig í hækkuðu verðlagi og ört vax- andi dýrtíð. Voru því sett ný lög 1940, nr. 77, 7. maí, um verðlagsuppbót á laun embætt- ismanna og annarra starfs- manna ríkisins. Samkv. þeim skyldi greiða embættismönnum vei'ðlagsuppbót eftir vísitöluút- reikningi og miða við grunntöl- una 100 árið 1939. Þessi lög voru numin úr gildi árið eftir, 1941, og önnur sett í þeirra stað, nr. 8, 31. marz. Þar segir svo m. a.:

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.