Læknablaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ
7
sóknir á frjósemi fólks með
ákveðna arfgenga eiginleika. Til
slíkra rannsókna eru óvíða betri
aðstæður en á Islandi. Með nú-
tímatækni eru þær vel fram-
kvæmanlegar, ef áhugi, mennt-
un, tími og fjármagn er fyrir
hendi.
Áhuga og menntun ber lækna-
deildinni að glæða, en tími skap-
ast með baráttu Læknablaðs-
ins og' læknasamtakanna fyrir
bættum kjöruin, svo að lækn-
ar geti sinnt öðru en brauðstrit-
inu. Fjármagn verður að koma
frá binu opinbera. Er ekki
vanzalaust fyrir Islendinga að
þurfa að sækja fé lil grundvall-
arrannsókna heilbrigðisþjón-
ustunnar í útlenda sjóði, jafn-
vel þótt þessar rannsóknir hafi
alþjóðlegt gildi. Samt er enn
lakara, ef þeir láta útlendinga
framkvæma rannsóknirnar fyi’-
ir erlent fjármagn og eftir
þeirra geðþótta, en slíkt virðist
j’firvofandi og er óhjákvæmi-
legt, ef íslenzkir læknar geta
ekki sinnt þessari köllun.
Skerfur Læknablaðsins er að
gefa lælcnum kost á að lcynna
þessar rannsóknir og niðurstöð-
ur þeirra. Rannsóknirnar þarf
einnig að kynna út fyrir land-
steinana. Að sjálfsögðu er nokk-
urt gagn að því, að oft fylgja
greinum Læknablaðsins út-
drættir á ensku. Þetta er Iiins
vegar ekki alltaf nóg, og væri
ekki úr vegi, að athugaðir yrðu
möguleikar á, að Læknablaðið
gæfi út einstök hefti á ensku
með greinum, sem erindi eiga
á alþjóðavettvang. Gæti það
orðið til þess að auka noklcuð
veg íslenzkra rannsókna og út-
breiða þekkingu á þeim fyrr en
ella.
En hlutverk Læknablaðsins
er ekki aðeins að kvnna niður-
stöður vísindalegra rannsókna.
Því ber einnig að vera vettvang-
ur, þar sem ritað sé hispurslaust
um allt, sem varðar heilbrigði
Islendinga, skipulag heilbrigðis-
mála og bag lækna.
Sumum þáttum beilbrigðis-
mála okkar er allvel á veg kom-
ið. Aðrir eru aftur svo skammt
komnir, að til vandræða horfir.
Á ég hér annars vegar við að-
stöðu ýmissa grundvallargreina
læknisfræðinnar og hjálpar-
greina hennar og hins vegar
geðsjúkramálin. Grundvallar-
greinarnar heyra fyrst og fremst
undir Háskólann, en verða þó
að vera i nánum tengslum við
hina klínisku læknisfræði, sjúkl-
ingunum og læknunum til
gagns. Þess vegna er nauðsyn-
legt að taka náið tillit lil þeirra,
sem og læknakennslunnar yfir-
leitt, í áætlun um uppbyggingu
aðalsjúkrabúss landsins.
Þjónustan við geðsjúklinga
hér á landi er og hefur verið
um langt skeið til lílils sóma
fyrir þjóð, sem einkum og sér
i lagi byggir tilverurétt sinn á
andlegum verðmætum. Það er
ekki einungis, að stórkostleg-