Læknablaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 77
LÆKNABLAÐIÐ
45
sökklækkunar hjá fólki með
hækkað sökk.
Höfundar álykta eftirfarandi
af rannsóknum sínum:
1. Aðferð þeirra að nota
KoEDTA-hlóð, blandað
0,85% saltvatni (4 hlutar
hlóð og 1 hluti saltvatn) við
sökkmælingu, leiðir til ná-
kvæmlega sömu niðurstöðu
og hin venjulega Wester-
grens-aðferð (með 3,8%
natriumcitrat-upplausn).
2. Gera má, með aðferð höf-
unda, sökkmælingar á
K3EDTA-blóði eftir 12
klukkustunda geymslu við
4°C, sem fyllilega eru sam-
bærilegar við veniulega
Westergrens-aðferð við
sökkmælingar.
3. Með sökkmælingum á ó-
þynntu K3EDTA-blóði fást
niðurstöður, sem eru ekki
sambærilegar við venjulega
Westergrens-aðferð.
4. Höfundar telja aðferð We-
stergrens við sökkmælingar
tæknilega hetri en Wintro-
hes-aðferð og álíta hana
veita betri heimildir um
sjúkdómsástand.
Höfundar hafa valið sér rann-
sóknarefni, sem legið hefur fyr-
ir hvers manns dyrum síðustu
ár, og gert því rækileg og góð
skil. Sívaxandi notkun á EDTA-
hlóði við blóðmeinarannsóknir
hefur ýtt rannsókn höfunda af
stað. E. Ó. J.
Study of the Etiology of Amyo-
trophic Lateral Sclerosis (ALS) —
Zilber L. A. et al. Gamaleya Inst.
of Epidemicology and Microbio-
logy, USSR Acadof Med. Scis.,
Moscow-Bull. WLD. HLTH ORG.:
1963, 29/4 (449—456) & Erc. Med.
N. P.s„ Vol. 17, No. 11, Nov. ’64
(Abstr. 6852).
Tilraunir hafa sýnt, að hægt
er að framkalla ALS i Macaca
rhesus öpum með því að dæla
i þá upplausn úr miðtaugakerfi
sjúklinga, er dáið hafa úr ALS.
Aparnir vei’ða fvrst veikir eftir
langan tíma — eða eitt til fimm
ár eða meir. Sjúkdómseinkenni
og vefjabreytingar líkjast mjög
ALS hjá mönnum.
Myndanir, er líkjast veirum,
fundust i mænu sjúklinga með
ALS. Þær voru látnar fara
tvisvar gegnum mýs og var
þeim dælt intracerebralt. Þetta
dró ekkert úr sýkingarmætti
þeirra. Þessar „veirur“ voru
ekki skaðlegar fyrir mýs eða
önnur tilraunadýr.
K. R. G.