Læknablaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 54
26
LÆKNABLAÐIÐ
stíflugulu, en finnist ekkert bili-
rubin í þvagi gulusjúklings,
bendir það lil hemolysugulu.
Hluti þess urobilinogens, sem
myndast í þörmum, resorberast
og berst til lifrarinnar, en lít-
ils háttar útskilst með þvagi
(2—4 mg á sólarhring). Við
lifrar- og hemolysugulu verður
lifrinni ofviða að útskilja resor-
berað urobilinogen, og útskiln-
aður þess eykst því í þvagi. Uro-
bilinogenuria er breytileg sam-
fara hálfgerðri stíflugulu, en ef
stíflan er alger, hverfur þvag-
útskilnaðurinn á urobilinogeni.
Urobilinogenuria getur horfið
um tíma, t. d. meðan hepatitis-
gula er að komast á lokastig.
Nauðsyn þess að rannsaka þvag
gulusjúklinga fyrir urobilino-
geni er því augljós.
Ég hef gerzt langorður um
þvag- og saurpróf vegna þess,
að mig uggir, að þau, — þó
að einföld séu —, gleymist
fremur en önnur nýrri og um-
talaðri próf.
Ug skal nú vikja að rann-
sóknum á serum. Af þeim eru
enzymmælingar taldar mikil-
vægastar og þá einkum mæl-
ingar á alkaliskum fosfatösum,
glutaminoxalsýrutransaminas
= GOT og glutaminpyroþrúgu-
sýrutransaminas = GPT, enda
er auðveldast að hagnýta þær
tæknilega.
Alkaliskir fosfatasar eru und-
antekningarlítið hækkaðir við
stíflugulu (nema hjá ungbörn-
um með meðfædda gallvega-
lokun).
Fosfatasa- og bilirubinhækk-
un fylgjast venjulega að við
stíflugulu, en við lifrargulu geta
fosfatasar verið lítið eða ekki
hækkaðir, enda þótt bilirubin
sé hátt. Skörp mörk fást ekki
milli lifrar- og stíflugulu með
mælingum á alkaliskum fosfat-
ösum.
Transaminasar eru intracellu-
ler enzym, sem breyta alfa-ami-
nosýrum í alfa-ketosýrur. í
hjarta, lifur, vöðvum og nýr-
um er mikið af GOT, en milcið
af GPT í lifur og nýrum. GOT
og GPT eru því ekki specifik
enzym fyrir lifur fremur en fos-
fatasar. í serum eru venjulega
minna en 40 einingar af GOT
og GPT (Karmen-E).
Frumuskemmdir í transa-
minasauðugu líffæri valda
aukningu á GOT og GPT i ser-
um.
Þannig eykst GOT og GPT i
serum samfara bráðum lifrar-
og gallvegasjúkdómum, ijæði
við lifrargulu (meðala-gulusótt,
veirugulu, lifrarkrabbamein o.
s. frv.) og stíflugulu (cbole-
dochus-stein, æxli í caput pan-
creatis eða i gallvegum, einnig
í sumum tilfellum af pancrea-
titis og cholecystilis).
Transaminasmælingar duga
því ekki í öllum tilfellum til
aðgreiningar á lifrar- og stíflu-
gulu. Það bendir þó eindregið
til lifrargulu, ef GPT er vfir