Læknablaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ
25
skiptir, að gerðar séu hjá gulu-
sjúklingum. Tímans vegna verð-
ur að stikla á stóru.
Venjulega eru 0,5—1,1 mg%
af óbundnu (indirekt) bili-
rubin í serum. Reynist það
hærra, staðfestir mælingin, að
sjúklingurinn hefur gulu.
Gulusjúklingur getur baft 10
—20 mg % heildarbilirubin eða
meira. Við lifrargulu og stíflu-
gulu eykst bundið og óbundið
bilirubin í serum. Hægt er að
greina þessar bilirubintegundir,
en erfitt að mæla. Er þvi full-
nægjandi að mæla heildarbili-
rubin við lifrar- og stíflu-
gulu.
Samfara bemolysugulu og á-
kveðnum tegundum fjölskyldu-
gulu, eykst óbundið bilirubin
eingöngu. Við grun um þessar
tegundir gulu, getur verið ó-
maksins vert að athuga serum,
einkum bjá nýfæddum börn-
um, fyrir bundnu (direct) bili-
rubini.
Bilirubinmælingar í serum
greina ekki orsakir gulu, en
gefa heimildir um gang sjúk-
dómsins. Mælingaraðferðirnar
eru flestar reistar á svonefndri
diazo-reaktion. Einföld aðferð,
kennd við Meulengracht, eða
kölluð gulumark (icterus-in-
dex), bvggist á serumþvnn-
ingu og samanburði við
litarstaðal. Þó að einföld
sé, veitir aðferðin viðunandi
samanburð við diazo-aðferðirn-
ar. Því má liafa gulumark í
huga, þegar betri aðferðir
skortir.
Hér verður að skjóta því inn
í, að gula getur stafað af öðru
en hyperbilirubinemi —- t. d.
hyper-karotinemi eftir ofát á
gulrótum. Á þessu tvennu ger-
ir gulumark ekki mun.
Rakinn befur verið útskiln-
aður á bilirubin með galli um
gallvegi og þarma og þess get-
ið, að það breytist í urobilino-
gen-urobilin og útskiljist endan-
lega umbreytt í sterkobilin í
saurnum.
Við stiflugulu stöðvast gall-
rennslið, og bilirubin kemst
ekki lil þarmanna — öðru
bverju eða að staðaldri — alll
eftir eðli stíflunnar. Galllitar-
efni getur því vantað í saur ann-
að veifið eða um langan tíma
samfara stíflugulu. Saurinn
verður ljósleitur og fituríkur.
Alyktun ætti ekki að draga af
útliti lians einu, beldur prófa
Iiann fyrir urobilin, urobilino-
geni og einnig bilirubini, bafi
sjúklingur fengið fúkalyf.
Við grun um stiflugulu er
nauðsynlegt að margprófa saur-
inn fyrir galllitarefnum um
lengri tíma. Lítill ávinningur
er að athuga fitu i saur, því
að bún er aukin bæði í lifrar-
og stíflugulu.
Það er jafnáríðandi og saur-
rannsóknirnar, að margendur-
prófa þvag fyrir bilirubin. Bili-
rubinuria bendir lil lifrar- eða