Læknablaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 36
10
LÆKNABLAÐIÐ
þegar í byrjun tók að sér for-
ystuna og skrifaði manna mest
í lilaðið, á meðan hann lifði.
I fyrsta tölublaði eru í inn-
gangsorðum taldar helztu mót-
bárur gegn því, að slilct blað
fái J)rifizt, það er fámenni is-
lenzkrar læknastéttar, sem
kunni að leiða til þess, að efni
muni skorta í blaðið og það
þvi daga uppi, og kostnaðurinn
við að gefa út blað fyrir svo
fámennan hóp, en um ])essar
mundir voru 75 læknar starf-
andi hérlendis. Bjartsýni rit-
stjóranna var þó mikil: „Oss
eru allar bjargir bannaðar lil
þess að bæta úr einangrun vorri
og tcngja stétt vora saman nema
þessi eina: að halda út lækna-
l)laði. Það getum vér ef vér
viljum og það getur nægt til
þess að ræða mál vor, nægt til
þess að vér gætum hagsmuna
læknastéttarinnar, ef ])ess ger-
ist þörf, og tengt oss saman i
félagslynda, bróðurlega heild.“
Læknablaðið fór myndarlega
af slað. Fyrsti árgangurinn var
12 tölublöð, samtals 192 siður
lesmáls, í sama broti og blaðið
er enn í dag. Blaðið l)jó lengi
að fyrstu gerð og hefur tekið til-
tölulega litlum breytingum allt
fram á þennan dag. Það hefur
jöfnum höndum birt fræðandi
greinar og verið vettvangur fyr-
ir félagsmál lækna.
Fvrsta áratuginn kom blaðið
yfirleitl út 12 sinnum á ári,
venjulega 192 bls. í árgangin-
um. Árið 1923 var blaðið þó
252 l)Is., og var það met, sem
stendur enn i dag.
Það ár var gefið út sérstakt
afmælisrit til heiðurs Guðmundi
Magnússvni prófessor sextug-
um. Var sérstaklega til þess
vandað, og birtust þar nokkrar
mjög merkar visindalegar grein-
ar. Síðar hafa nokkrum sinnum
verið gefin út slík afmælis- eða
beiðursrit, sem mjög hefur ver-
ið til vandað: í árslok 1934
vegna 20 ára afmælis Lækna-
blaðsins og um leið 25 ára af-
mælis Læknafélags Reykjavik-
ur; árið 1949 lil minningar um
Matthias Einarsson yfirlækni
látinn; árið 1957 til heiðurs Guð-
mundi Thoroddsen prófessor
sjötugum og árið 1959 til heið-
urs Halldóri Hansen yfirlækni
sjötugum. Árið 1936 var eitt
blað lielgað Guðmundi Hannes-
syni prófessor sjötugum.
Árin 1925—1959 komu jafn-
aðarlega 7—8 blöð á ári, fyrst
oftast 188 bls. í árganginum,
síðar venjulegast 156 bls. Tvisv-
ar á þessu tímabili var gripið
til þess ráðs, sökum dráttar á
útkomu blaðsins, að láta einn
árgang spanna jTir meira en eitt
ár. Leiddi ])etta til þess, að síðan
liefur blaðið, að bætti miðaldra
kvenna, talið sig tveimur árum
yngra en það i rauninni er. Þetta
vill ritstjórnin nú leiðrétta í til-
cfni fimmtugsafmælisins á
þann einfalda hált að liafa þrjá
árganga á þessu ári! Verður