Læknablaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ
31
Því miður kemur stungusýnis-
taka ekki alltaf að gagni í þess-
um tilfellum. Læknar St. Tho-
mas’ Hospital í London hafa
þó lýst vefjabreytingum, sem
þeir telja einkennandi. Aðalat-
í'iði þessarar skemmdar eru
galhitfellingar í smæstu ganga
i miðjum lohuli, en Iiins vegar
sjást aðeins mjög lítil einkenni
um skemmd á lifrarfrumunum
sjálfum.
Ef vel er leitað, munu menn
samt sem áður finna merki um
lifrarfrumuhrörnun á smáblett-
um með lítils háttar hnatt-
frumuíferð í kring, ckki ólíkt
pericholangitis. Enda þótt ekki
sjáist nein merki um granulo-
cvta exudat og bæði gallganga
og lifrarfrumur skorti víðast
hið ruglingslega útlit, er stund-
um mjög erfitt að greina þessa
skemmd frá vægri stíflugulu
utan lifrar eða lifrarbólgu í aft-
urbata.
Nauðsynlegt er, að meina-
fræðingurinn viti, hvaða lvf
hafa verið gefin, svo að hann
geti réttilega skýrt þessar
skemmdir. Þetta er eitt dæmi
af mörgum, sem sýna nauðsyn
þess, að náin samvinna sé milli
hinna ýmsu sérfræðinga, ef
góður árangur á að fást af mis-
munandi greiningaraðferðum.
Enn eitt fyrirbæri, er stund-
um verður á vegi og getur verið
erfitt að skýra, er gula hjá
drykkjusjúklingum. Hér er um
að ræða einstaklinga, sem koma
með vaxandi gulu, eftir að hafa
verið á því í nokkurn tíma. Hjá
jiessum sjúklingum sést gjarn-
an það fvrirbæri, sem Gall kall-
ar toxískan hepatitis.
Undir þessum kringumstæð-
um kemur stungusýnistaka oft
að góðu haldi, því að skemmd-
in er auðgreinanleg frá öðrum
sjúkdómum, sem valda gulu.
Lifrin er geysilega fiturík, en
útlit fitunnar virðist ólíkt því,
sem sést hjá hungur-sjúkling-
um án gulu eða annarra ein-
kenna um truflað lifrarstarf.
Seríu-sneiðar hafa sýnt, að
toxískur hepatitis af jjessari
gerð getur gengið til baka. Í
sjúklingum, sem liefur batnað,
sjást aðeins smávægilegar leif-
ar af skemmdinni. í öðrum til-
fellum progredierar sjúkdóm-
urinn og endar í útbreiddri nec-
rosis, sem valdið getur coma
hepaticum.
Það, sem hér hefur verið sagt,
er að mestu byggt á reynslu
annarra, en nú er kominn tími
til að við gerum okkur grein
fvrir því, að hvaða notum j)essi
tækni hefur orðið hjá okkur og
gaumgæfum þau 170 tilfelli,
sem hér hafa verið rannsökuð
á þennan hátt, en það myndi
vera efni í annað symposium.
Á. B.:
Aðstoð röntgengreiningar við
icterusflokkunina er tiltölulega
takmörkuð. Hún heinist fyrst
og fremst að stíflugulusjúkling-