Læknablaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ
15
HÚSBYGGINGAMÁL
LÆKNADEILDAR
HÁSKÓLANS
I umræðum á Alþingi i marz-
byrjun um hin nýju læknaskip-
unarlög gætti talsverðs mis-
skilnings meðal þingmanna,
bæði um læknanám almennt og
eins um aðstöðu læknadeildar
Háskólans til þess að gegna hlut-
verki sínu.
Stjórn Læknanemafélagsins
vísaði ó bug ýmsum fullyrðing-
um i þessum efnum í ágætri
grein, sem birtist í flestum dag-
blöðum Reykjavíkur. Er vissu-
lega ánægjulegt, að læknanem-
ar skuli hafa brugðið fyrstir við
og gert þessum málum ágæt
skil á opinberum vettvangi, og
spáir það góðu um framtíðina.
Fram að þessu hefur verið
illa búið að læknadeild Háskól-
ans i húsnæðismálum, en ný-
lega hefur verið skipaður full-
trúi læknadeildarinnar í hús-
byggingancfnd Landspítalans.
Er það fagnaðarefni bæði fyrir
Háskólann og læknastéttina, að
loks sé nú viðurkennt, að nán-
ari tengsl og samband eigi að
vera milli Háskólans og Land-
spítalans en formlega hafa ver-
ið til þessa. Þrátt fyrir þessa
ánægjulegu þróun verður að
hafa í lniga nauðsyn þess, að
klíniskri kennslu verði dreift á
fleiri sjúkrahús en Landspítal-
ann einan.
FRAMHALDSXÁMSKEIO
Athygli skal vakin á auglýsingu á öðrum stað í þessu hefti
um framhaldsnámskeið fyrir almenna lækna, sem haldið verður
á vegum L. í. í Landspítalanum dagana 6.—11. september 1965.
Dagskráin er ekki enn þá fullsamin, en verður send læknum
sér.staklega síðari hluta júlimánaðar.
Fullvíst má telja, að þarna verði á boðstólum mörg fræð-
andi og markverð erindi, auk þess sem skýrt verði frá nýjung-
um varðandi greiningu og meðferð ýmissa sjúkdóma. Að venju
munu athyglisverð sjúkdómatilfelli sýnd og skýrð. Mun því
óhætt að mæla eindregið með námskeiðinu, og er þess vegna
skorað á þá kollega, ,sem eiga heimangengt, að fjölmenna til
mótsins.
Ritstjórn.