Læknablaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ
41
Fundargerð framhaldsaðalfund-
ar L.R. 23/3 1965.
Framhaldsaðalfundur L.R.,
haldinn þriðjudaginn 23. marz
1965, kl. 20.30 í I. kennslustofu
Háskólans.
Mættir: Gunnlaugur Snædal,
Jón Þorsteinsson, Sigmundur
Magnússon og Ásmundur
Brekkan.
Þátttaka með minna móti
vegna veðurs.
Fyrir tekið:
1) Lagabreytingar: Formáður
Jjar undir atkvæði lagabreyt-
ingar, birtar með fundar-
boði til allra félagsmanna
fyrir aðalfund. Samþykktar
með öllum greiddum at-
kvæðum.
2) Kosið í ritstjórn Lækna-
blaðsins: Til tveggja ára Ás-
mundur Brekkan, til eins árs
Ölafur Geirsson.
Samþvkkt einróma.
3) Lögð fram tillaga Ásniund-
ar Brekkans og Sigmundar
Magnússonar, svohljóðandi:
„Frámhaldsaðalfundur L.
R., haldinn í I. kennslustofu
Háskóla íslands 23/3 1965,
ályktar að veita stjórn fé-
lagsins Iieimild lil að lána
einstökum læknum fé af
tekjuafgangi félagsins, ef
þörf krefur í vinnudeilum,
gegn tryggingu, sem stjórn
félagsins tekur gilda.“
Sigmundur Magnússon,
Ásmundur Brekkan.“
Ákveðið að birta tillöguna
með fundarboði og leggja fvrir
almennan fund öðru sinni.
Fundi slitið.
LÆKNAÞING
„Ligue Européenne contre le Rheumatisme“ heldur ráðstefnu
í Baden-Baden, Þýzkalandi, dagana 4. og 5. október n.k. á veg-
um „Deutsche Gesellschaft fúr Rheumatologie“. Efni verður
tvenns konar: 1) Band- og stoðvefur frá meinafræðilegu sjónar-
miði, 2) Hin klíniska hlið giktsjúkdóma.
Þeir, sem áhuga hefðu á að sækja ráðstefnuna, hafi sam-
band við undirritaðan.
Haukur Þórðarson, Reykjalundi.