Læknablaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ
9
Magnús Ólafsson:
LÆKNABLAÐSANNÁLL
Læknablaðið lióf göngu sína
snemma árs 1915 og á því hálfr-
ar aldar afmæli um þessar
mundir.
Hugmyndin að stofnun lækna-
blaðs kom fyrst fram, að því
er bezt verður vitað, vorið 1898
og var rædd á fundi, er níu
læknar béldu með sér i Reykja-
vík hinn 29. júlí 1898. 1 byrj-
un næsta árs bóf svo tímaritið
Eir göngu sína, en varð skamm-
líft, kom aðeins út í tvö ár. Eir
var ekki málgagn lækna né
þeim til fræðslu, heldur alþýð-
legt fræðslurit um heilbrigðis-
mál.
I nóvember 1901 réðst Guð-
mundur Hannesson í það norð-
ur á Akureyri að gefa út blað
fyrir lækna norðan- og austan-
lands. Nefndi bann það Lækna-
blaðið. Var það fjölritað (bekto-
graferað) í um 20 eintökum.
En erfiðleikarnir, einkum á-
hugaleysi læknanna, voru meiri
en svo, að áhugi og dugnaður
Guðmundar fengi yfirstigið þá
til lengdar, og hætti blaðið að
koma út eftir þrjú ár.
Á fundi i Læknafélagi Reykja-
víkur 9. febrúar 1914 flutti
Maggi Júl. Magnús erindi „Um
stofnun málgagns fyrir lækna
og heilbrigðismál“. Ivosin var
nefnd til að athuga málið, og
skilaði hún áliti á fundi 9. marz.
Var þá ákveðið að gefa út eitt
blað til reynslu, og skyldi það
koma út í júní. Þetta fórst þó
fyrir, og á fundi i félaginu 19.
október var málið enn rætt, en
ekki afgreitt, og sýndist sitl
liverjum. Nefndin tók þá það
ráð i desember að efna til skoð-
anakönnunar meðal lækna bréf-
leiðis. Svör bárust frá 24 lækn-
um, og voru flestir þvi hlynntir
að hefja útgáfu blaðs. Skýrt
var frá þessum undirtektum á
fundi í félaginu 20. janúar 1915,
og var þá samþvkkt að hefja
útgáfu læknablaðs. Ákveðið var,
að 12 hefti skjddu koma á ári
og árgangurinn kosta 10 krón-
ur. I fyrstu ritstjórn voru
kosnir Guðmundur Hannesson,
Matthías Einarsson og Maggi
Júl. Magnús. Litlu síðar kom
svo út fyrsta tölublað Lækna-
blaðsins, sem nú á sér 50 ár að
baki.
Þannig voru þá í sem stytztu
máli tildrögin að stofnun
Læknablaðsins. Segja má, að
feður þess séu þeir Maggi Júl.
Magnús, sem fyrstur stakk upp
á því innan Læknafélags
Reykjavíkur að stofna blaðið,
og Guðmundur Hannesson, sem