Læknablaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 46
18
LÆKNABLAÐIÐ
ar frá congenit hyperbilirubin-
æmi, 'Gilberts Disease, sem er
non-hæmolvtisk fjölskyldugula,
Dubin-Johnson og fleiri slikum.
Eftir reynslu lyflækna er
lifrargulan algengasta orsök
gulu og veirugula algengasta
orsök lifrargulu. Alla gulu-
sjúklinga, sem gengið liafa und-
ir aðgerð eða fengið einbverjar
nálastungur innan sex mánaða,
ber að atliuga eins og þeir séu
með veirugulu, þar til annað
sannast. Sýking af lifrarbólgu-
gulu er talin mjög algeng, en
bfrarbólga með gulu þó tiltölu-
lega sjaldgæfur aukakvilli.
Kliniska myndin á veirugulu er
þvi mjög breytileg, allt frá ó-
verulegum lasleika yfir í ban-
vænan sjúkdóm, sem endað get-
ur í coma hepaticum.
Hið klassiska sjúkdómsform
er þó milt, og sjúkdómurinn
batnar venjulega á tveimur til
fjórum vikum. Því má skipta
í praeicteriskt eða viremiskt
stig, sem stendur i nokkra daga
og einkennist af lystarleysi, oft
svo batrömmu, að sjúklingar
bafa jafnvel livorki lyst á víni
né tóbaki. Almenn vanlíðan og
ógleði, óþægindi undir hægri
rifjaboga, gjarnan einhver bita-
hækkun. Sjúklingar eru ekki
gulir á þessu stigi. Giidustigið
befst svo á litarbreytingum á
þvagi og saur, en þegar gulan
brýzt út, batnar líðan sjúkling-
anna fljótlega. Ivláði stendur
venjulega stutt. Lifrin stækkar
lítillega og er aum. Stundum
má finna miltisstækkun, sem
gengur fljótt yfir. Köngulflétt-
ur sjást einnig, þótt þær séu
mun algengari í krónískum lifr-
arsjúkdómum. Afturbatinn er
svo þriðja stigið, sem byrjar
gjarnan þremur til tíu dögum
eftir að sjúklingur varð gulur.
Veikindin vara sjaldan lengur
en sex vikur og kbniskur og
bíokemiskur bati er venjulega
alger innan fjögurra mánaða.
Greiningin er auðveld og venju-
lega staðfest meðprófun á starf-
semi lifrarinnar, þar sem tran-
saminasamælingar ber hæst og
galllitarefni í þvagi fylgja vel
klínisku myndinni með biliru-
binuri í gegnum fyrstu tvö stig-
in og síðan vaxandi urobilino-
gen-útskilnaði. Ef nokkur vafi
leikur á sjúkdómsgreiningunni,
getur rannsókn á vefjasýni úr
lifur skorið úr.
Því miður er veirugula ekki
alltaf svona vægur sjúkdómur.
Acut fulminant hepatitis er
mjög sjaldgæft stig, sem veldur
bráðu lifrardrepi og dauða á
skömmum tíma. Gulusótt á
meðgöngutíma getur tekið
svona alvarlega stefnu, ef eitt-
bvað bregður út af.
Hepatitis subacuta er einnig
sjaldgæfur. Vaxandi lifrarbilun
með porta-hypertension gerir út
af við sjúklingana á nokkrum
vikum til mánuðum. Einstaka
sjúklingar lifa þó af og fá cir-
rhosis.