Læknablaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 52
24
LÆKNABLAÐIÐ
flokkulations- og turbiditets-
próf. Þvagið sýnir galllitarefni,
en ekki urobilinogen. Hægðir
eru leirljósar og hafa mjög
lækkað stercobilininnihald.
Röntgenskoðun í gulu kemur
oft að takmörkuðu gagni, vegna
tregs útskilnaðar á skuggaefn-
um. Þótt steinar sjáist í gall-
blöðru á yfirlitsmynd, er það
engin sönnun þess, að þeir liggi
til grundvallar gulunni.
Aðrar greiningaraðferðir, sem
notaðar eru til stuðnings, eru:
1. Stungusýnistaka úr lifur,
sem er ekki ábættulaus, ef blóð-
storknun er ábótavant. Hún
getur greint á milli stíflugulu
og annarra sjúldegra breytinga
í lifur. 2. Percutan transhepa-
tisk cholangiographia. Þar þarf
einnig að gæta varúðar í sam-
bandi við truflun á blóðstorkn-
un. 3. Svokallaður steroid
þvottur felst i því að gefa pred-
nisolone í vissum skömmtum,
og lækkar þá bilirubin áber-
andi, ef um er að ræða chole-
stasis innan lifrar í veirugulu.
4. Skeifugarnarsog getur gefið
gagnlegar upplýsingar með
greiningu á ýmsu innihaldi
skeifugarnar.
Cholangiograpliia, meðan á
aðgerð stendur, getur komið að
gagni i sambandi við skoðun,
þreifingu, exploration og skolun
á ductus við leit að steinum,
og enn fremur lil þess að fá
betri hugmvnd um útlit gall-
vega með stricturum og öðrum
sjúklegum breytingum. Þar
koma mismunandi aðferðir til
greina, svo sem nálstunga eða
leggur í ductus cvsticus, áður
en choledochus er opnaður.
Einnig má sprauta gegnum
T-rör að lokinni exploration, og
ávallt ætti að gera cholangio-
graphia um T-rörið, áður en það
er fjarlægt.
Þegar ofangreindar aðferðir
eða önnur ráð lirökkva ekki til
ákveðinnar greiningar milli
gulu, sem þarfnast skurðaðgerð-
ar, og annarra tegunda, próf eru
óljós og slangast á, er ráðlegt
að bíða allt að þremur vikum,
skoða sjúklinginn og undirbúa
með lyfjameðferð. Á þeim tíina
skýrast línurnar oft; ef ekki og
enn er óljóst um orsökina að
þeim tima liðnum, á að gera
laparotomia explorativa, sem er
nauðsynlegt til þess að losa
stiflu. Með því er unnt að fjar-
lægja „innkýldan“ stcin úr
göngum, laga þrengsli (stric-
turu) eða gefa fróandi lyf, ef
sjúkdómur er ólæknandi. Með
ldiðsjón af því, sem vinnst við
laparotomia explorativa fyrir
þá, sem fá ból, á stöku skurð-
aðgerð á sjúklingum með gulu
án stíflu að vera réttlætanleg,
þar sem áhættan eftir góðan
undirbúning er ekki tilfinnan-
leg.
E. J.:
Eg mun rekja helztu atriði
nokkurra rannsókna, sem máli