Læknablaðið - 01.06.1965, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ
17
að bilirubin breytist á leiðinni
um lifrina úr fituleysanlegu lit-
arefni yfir í vatnsleysanlegt. 1
lifrinni fer fram glucuronid
tenging eða konjugation. 1
þörmunum klofnar bilirubin frá
glucuronsýru, resorberast að
litlu levti i smáþörmum og
byrjar hl'ingrás til lifrar, svo-
kaliaða enterohepatiska circu-
lation. Bilirubin reducerast
einnig í þörmunum fyrir áhrif
sýkla yfir í stercobilinogen, sem
resorherast að einhverju leyti
og útskilst með gallinu, en lítill
hluti þess í þvagi, sem urobili-
nogen. Meginhluti stercobilino-
gens útskilst í saurnum, þ. e.
um 100—200 mg á dag.
Hér er strax ástæða til að
minna á nauðsyn þess að skoða
daglega saur gulusjúklinga og
rannsaka fyrir stercobilini, en
það er ein mikilvægasta rann-
sókn við mat á stíflugulu. Skoð-
un á þvagi gulusj úklinga ogrann-
sókn fyrir galllitarefnum hefur
yfirleitt notið meiri vinsælda og
er mjög nauðsynleg við mis-
munandi gulutegundir, og á það
her að leggja áherzlu, að biliru-
hin finnst í þvagi, áður en sjúkl-
ingar eru sýnilega orðnir gulir.
Afturá móti erfræðilegur mögu-
leiki á því að finna urobilino-
gen og urobilin í þvagi sjúkl-
inga með algera stíflugulu, ef
reducerandi bakteríugróður er
ofan við stífluna.
Fræðilega getur gula mynd-
azt á fernan liátt: I fvrsta lagi
aukið hiliruhinálag á lifrar-
frumurnar, svo sem við aukið
niðurhrot rauðra hlóðkorna í
hæmolytiskri gulu. í öðru lagi
bilaður bilirubinflutningur úr
hlóði og til lifrarfrumna. I
þriðja lagi trufluð tenging eða
conjugation vegna enzyms-
skorts. í fjórða lagi tregða á
gallrennsli, innan eða utan
lifrar.
Því miður er erfitt eða nær
ógerlegt í flestum tilfellum að
skipa sjúklingum í þessa flokka,
þar eð við alla algengustu sjúk-
dómana koma fleiri en einn af
þessum þáttum við myndun gul-
unnar. Þannig er álitið, að
veirugula stafi hæði af trufl-
uðum flutningi og tengingu á-
samt leka eða stíflu í canaliculi,
auk þess sem sjúklingar með
lifrargulu liafa einhvern liæmo-
lytiskan faktor. Hefur því þótt
einfaldara að greina gulu í þrjú
aðalstig. 1 fyrsta lagi hæmo-
lytiska eða blóðgulu. í öðru lagi
hepatocellulera eða lifrargulu.
í þriðja lagi stiflugulu (ohstruc-
tívan icterus).
Um blóðgulu vil ég fara fáum
orðum. Venjulega er auðvelt að
skilja hana frá öðrum gulum,
og þetta er sjaldan svæsin
gula. Dökkar hægðir og verkja-
leysi og kláðaleysi greina hana
auðveldlega frá stíflugulu, og
eðlileg próf á starfsemi lifrar-
innar greina hana frá lifrar-
gulu. Ilið eina, sem valdið get-
ur erf iðleikum, er greining henn-