Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1966, Síða 55

Læknablaðið - 01.04.1966, Síða 55
LÆKNABLAÐIÐ 79 hald og ankning þessarar al- þjóðasamvinnu læknafélaganna við rannsóknir á ástandi heil- brigðisþjónustunnar í landinu og tillögur til allsherjarskipu- lags. BRÉF TIL BLAÐSIINiS Hr. ritstjóri. Ég leyfi mér að senda þér til birtingar í Læknablaðinu ábendingar og tillögur um íslenzk heiti á nokkrum orðum í læknamáli. 1. „Plastiskar“ lækningar. Um þetta hafa verið notuð orðin „skapn- aðar“- og „sköpulags“-lækningar, sbr. t. d. Læknablaðið, 2. h. 1965, bls. 92, en þar koma fyrir orðin „sköpulagsaðgerðir“ og ,sköpulags- skurðlæknar“. Tillaga mín er: Lýtalækningar, lýtaaðgerðir, lýtaskurðlæknar o. s. frv. Að minni hyggju nær orðið „lýti“ að merkingu til eins vel eða betur en „skapnaður“ eða „sköpulag" því, sem átt er hér við með ,,plastiskur“, auk þess sem orðið er styttra, þjálla og fallegra að mínu áliti. í hinni íslenzku orðabók Menningarsjóðs er orðið plastiskur til- fært með spurningarmerki, sem þýðir „vont mál“. Plastisk aðgerð er þar lagt út „aðgerð til fegrunar", og „plastiskur“ í þessum samböndum ,,fegrunar-“ Hugmyndin að heitinu „lýtalækning“ er komin frá síra Helga Tryggvasyni kennara, og hefir orðið mér vitanlega aðeins einu sinni komið fram á prenti, í smágrein um lýtalækningar í tímaritinu Heilsu- vernd, 6. hefti 1962. 2. Praksís, praktísera, praktíserandi. í íslenzku orðabókinni eru þessi orð einnig tilfærð með spurningarmerki. Orðið praktísera er skýrt þannig: „Stunda sérfræðistörf (einkum lækningar) án fasts embættis“. Og praxís: Starf sérfræðings (einkum læknis), sem praktíserar“ (und- irstrikun mín. BLJ). Orðabókarhöfundur hefir sem sagt ekki á tak- teinum neina tillögu um þýðingu á þessum orðum. Læknar hafa stundum notað „starfandi" fyrir „praktíserandi“, og mun það jafnvel komið inn í skýrsluform landlæknis. En það verður að teljast mjög óheppilegt að nota jafnalgeng orð og „starfa“ eða „starfandi“ í þessari þröngu merkingu. Og varla mundi koma til mála að segja: „Starfar þessi læknir?“ eða „Er þessi læknir starfandi?“ í ofangreindri merkingu. Tillaga mín er sú, að orðin praksís, praktísera og praktíserandi verði viðurkennd sem íslenzk orð. Þau eru þegar komin inn í mælt mál og falla vel að íslenzkum beygingarendingum, ekki síður en t. d. metri, kílómetri, kílógramm o, s, frv. Praksís beygist þá að sjálfsögðu eins og ís eða hafís. Hvort ritað er „praksís“ eða „praxís“ skiptir auð- vitað ekki máli. Björn L. Jónsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.