Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1966, Side 71

Læknablaðið - 01.04.1966, Side 71
LÆKNABLAÐIÐ 93 við framhaldsnám í réttarlæknisfræði í Boston fjóra mánuði. Alm. lækningaleyfi 21. jan. 1965. Sérfræðipróf í líffærameinafræði í Banda- ríkjunum vorið 1965. Jónas starfar nú sem deildarlæknir við Rann- sóknastofu Háskólans og er settur dósent í meinafræði við Háskóla íslands. Sérfræðiritgerðir: Pulmonary Oil Emboli after Lymphography (AMA Archives of Pathology) og Multiple Adenoma (Hamartoma) of the Liver Treated by Subtotal (90%) Resection (Annals of Surgery). ★ Guðmundur Árnason var hinn 18. marz 1966 viðurkenndur sér- fræðingur í lyflækningum. Hann er fæddur að Kjarna í Eyjafjarðar- sýslu 28. nóv. 1925, stúdent frá M. A. 1945, cand. med. vorið 1953. Var aðstoðarlæknir í Egilsstaðahéraði í sex mánuði, síðan námskandídat í Reykjavík og þá aðstoðarlæknir við Rannsóknastofu Háskólans í nær eitt og hálft ár. Var síðan við nám og störf í Kaupmannahöfn í eitt ár. Sérnám í Svíþjóð og störf á ýmsum deildum, aðallega i Vánersborg, í sjö ár, þar af á lyflæknisdeild fjögur ár og örorkusjúk- dómadeildum tvö ár, en því næst við lungnadeild í Gautaborg í einn vetur og síðan aðstoðaryfirlæknir þar. Alm. lækningaleyfi 23. apríl 1956. Alm. lækningaleyfi í Svíþjóð 1963 og viðurkenndur sérfræð- ingur þar 1965. Guðmundur er nú 1. aðstoðarlæknir við lyflæknis- og farsóttadeild Borgarspítalans í Reykjavík. ★ Ólafur Bjarnason hefur verið skipaður prófessor í meina- og sýklafræði við Háskóla íslands frá 1. maí 1966. ★ Þorsteinn Sigurðsson hefur verið skinaður héraðslæknir í Álafoss- héraði, og Ragnar Ásgeirsson hefur verið skipaður héraðslæknir í Hafnarfjarðarhéraði, báðir frá 1. júní 1966. ★ Settir héraðslæknar: Þóroddur Jónasson, héraðslæknir í Breiðu- mýrarhéraði, settur í Kópaskershéraði og Friðrik Sveinsson, héraðs- læknir í Þórshafnarhéraði, settur í Raufarhafnarhéraði, báðir frá 11. febr. 1966, jafnframt því, sem þeir gegna sínum eigin héruðum. ísak Hallgrímsson cand. med. settur héraðslæknir í Kópaskershéraði frá 15. maí 1966 til jafnlengdar 1967, ásamt Raufarhafnarhéraði. • ★ Ólafur Einarsson, héraðslæknir í Hafnarfirði, hefur fengið lausn frá embætti frá 1. febr. 1966 vegna aldurs. Hann hefur verið settur til að gegna embættinu til 1. júní 1966. ★ Guðmundur T. Magnússon, héraðslæknir í Kleppjárnsreykjahér- aði, og Þórhallur B. Ólafsson, héraðslæknir í Vestmannaeyjum, hafa fengið lausn frá embætti frá 1. júni 1966. Kristján Sigurðsson, héraðs- læknir í Patreksfjarðarhéraði, hefur fengið lausn frá embætti írá 1. júlí 1966.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.