Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1974, Qupperneq 9

Læknablaðið - 01.12.1974, Qupperneq 9
LÆKNABLAÐIÐ 159 Kjartan R. Guðmundsson, Sverrir Bergmann, Ottó J. Björnsson MULTSPLE SCLEROSIS (Heila- og mænusigg) YFIRLIT UM RANNSÓKNIR Á MULTIPLE SCLEROSIS (M Á ÍSLANDI. SAMANBURÐUR VIÐ ÖNNUR LÖND. MS (heila- og mænusigg) dregur nafn sitt af blettum víðsvegar í hvíta efni miðtauga- kerfisins, þar sem slíður taugaþráða hafa skemmst eða leyst upp. Myndast þar síðar bandvefur (sigg). Þessar skemmdir geta verið mjög útbreiddar og gefið margvís- leg sjúkdómseinkenni. Þessar skemmdir byrja kringum bláæðar miðtaugakerfis og gefa því stundum svipuð einkenni báðum megin. Síðan Multiple Sclerosis (MS) var fyrst lýst sem sérstökum sjúkdómi fyrir og um miðja 19. öld,12 13 14 15 hefur um fáa neuro- logiska sjúkdóma verið jafnmikið ritað. Það hefur æ betur komið í ljós, hversu erfið greining þessa sjúkdóms er. Ennþá er ekkert ábyggilegt próf til, en aukning gamma-globulins í mænuvökva er nokkuð til hjálpar. Við greiningu M S hafa verið settar vissar reglur og ber þar fyrst að nefna skilyrði Allisons.4 Þar eru sjúkl- ingar flokkaðir í líklega (probable) og mögulega (possible) MS-sjúklinga. í lík- lega (probable) flokkum eru þeir, sem lítill vafi leikur á um MS greiningu. Það verða að finnast neurologisk einkenni og einhver örorka. Sjúkdómurinn þarf helst að hafa komið í köstum og oft með algjör- um eða nokkrum bata. Neurologisk skoð- un þarf að benda til skemmda á tveimur eða fleiri stöðum í hvíta efni miðtauga- kerfisins. í mögulega (possible) flokkinn koma þeir, sem hafa örugg neurologisk einkenni frá hvíta efni miðtaugakerfis, en þar sem sjúkdómurinn fer stöðugt versn- andi án öruggrar vissu um fleiri en eina skemmd. Önnur þekkt flokkun á MS kennd við Schumacher80 er þannig: 1. Það verða að finnast neurologisk ein- kenni við skoðun, sem benda eindreg- ið til skemmda á miðtaugakerfi. Kvart- anir einar nægja ekki, þótt þær styðji MS greiningu. 2. Við neurologiska skoðun eða sam- k.væmt sjúkrasögu verður að vera vissa um tvær eða fleiri skemmdir á mis- munandi stöðum í miðtaugakerfi. 3. Neurologisk skoðun verður einkum að benda til' skemmda í hvíta efni mið- taugakerfis. 4. Einkenni frá miðtaugakerfi verða að fylgja annarri hvorri af þessum regl- um: a) Koma í tveim eða fleiri köstum með mánaðar millibili, og hvert kast verður að standa í a. m. k. 24 klst. b) Hæg eða óregluleg versnun í a. m. k. 6 mánuði. 5. Útiloka verður alla aðra neurologiska sjúkdóma af neurolog. 6. Sjúkdómurinn verður að byrja á aldr- inum 10-50 ára. Sjúklingur, sem uppfyllir þessi skilyrði, er greindur með öruggt (definite) MS. All- ir aðrir sjúklingar eru greindir með mögu- legt (possible) MS. Þrátt fyrir svo strangar reglur er MS oft ranggreint, og frægur heila- og meina- fræðingur hefur í grein lýst þessu þannig, að MS sé nútímans mesta eftirherma allra möguiegra neurologiskra sjúkdóma.8 Það hefur fyrir löngu komið í ljós, að MS er algengast í tempruðu beltunum, og ennfremur er nú nokkurn veginn sannað með rannsóknum á innflytjendum til ísrael40 og til Suður-Afríku,21 að MS er barnasjúkdómur, er menn fá fyrir 15 ára aldur.*) *) Um orsök MS visast til greinar Margrétar Guðnadóttur, sem mun birtast siðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.